Leita í fréttum mbl.is

61,7% atvinnuleysi meðal ungra Grikkja

Vefur Viðskiptablaðsins greinir hér frá því að Grikkir hafi aldrei séð það svartara. Þriðjungur þjóðar er á leið undir fátæktarmörk, atvinnuleysi er 27% í heild og 62% atvinnuleysi hjá fólki á aldrinum 15-24 ára.

Hefur gríska þjóðin ekki liðið nóg fyrir skavanka evrunnar. Við verðum að muna að evran er ein megin ástæðan fyrir þessu, auk lélegrar stjórnsýslu. Evran heldur Grikkjum enn í skrúfstykki.

 

Svo segir vb.is:

Því er spáð að tæpur þriðjungur Grikkja muni verða komnir undir fátæktarmörk fyrir næstu áramót.

Atvinnuleysi mældist 27% á Grikklandi í nóvember í fyrra, samkvæmt samtekt hagstofu landsins. Staðan hefur aldrei verið verri en til samanburðar stóð það í 26,6% í október. Þetta er veruleg aukning á milli ára en atvinnuleysi á Grikklandi mældist 20,8% í nóvember í fyrra. Staðan er verst hjá Grikkjum á aldrinum 15 til 24 ára en í þeim hópi fólks mælist 61,7% atvinnuleysi.

AP-fréttastofan segir stöðu efnahagsmála á Grikklandi afar slæma enda hefur landsframleiðsla þar dregist saman sex síðastliðin ár þrátt fyrir umsvifamiklar björgunaraðgerðir í því augnamiði að forða landinu frá gjaldþroti. AP-fréttastofan vitnar í umfjöllun sinni um stöðu mála á Grikklandi að því sé nú spáð að ekki horfi til betri vegar í efnahagsmálum á allra næstu misserum og sé útlit fyrir að tæpum þriðjungur landsmanna muni verða komnir undir fátæktarmörk fyrir árslok.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1121176

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 409
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband