Leita í fréttum mbl.is

Össur Skarphéðinsson hagar sér eins og örvæntingarfullur biðilsbuxnastrákur

Hræðsluáróður Össurar Skarphéðinssonar síðustu daga sýnir að hann er orðinn örvæntingarfullur. Í dag sagði hann að ESB væri orðið leitt á EES-samningnum, sem gagnist ekki lengur og eina ráðið sé að samþykkja fullnaðarsamning um ESB.

Kannski lítur Össur á þetta eins og biðilsbuxnastrákur sem er orðinn leiður á því að vera bara trúlofaður kærustunni og vill fá að ganga alla leið með henni í hjónabandi.

Kannski var EES-samkomulagið eftir allt saman ekkert annað en trúlofunarsamningur?

En stelpan er ekki á því að fara að gifta sig. Strákurinn hefur reynst vera hinn versti fantur og nískupúki sem beitir öllum klækjabrögðum til sölsa undir sig heimanmundinn.

Svo reynir Össur að telja okkur trú um að það muni hafa áhrif fyrir fjármálakerfið á Íslandi ef við verðum utan ESB og hins vanþroskaða og vanburðuga bankasambands ESB. Ráðherrann virðist gleyma því að Svíum og Bretum líst ekkert á þann bastarð - og að það er í raun alls óljóst hvernig hann mun líta út eftir 5 eða 10 ár þegar hann verður fyrst kominn á koppinn.

Össur hefur aldrei viljað skilja það að það voru einmitt hinar samevrópsku reglur sem bankarnir störfuðu eftir sem gerðu Icesave-óskapnaðinn mögulegan. Bankafurstarnir fóru sínu fram í þeim efnum á grunni sameiginlegra evrópksra reglna sem allir, nema Samfylkingin, eru nú sammála um að voru meingallaðar.

Annars er merkilegt hvað sumir utanríkisráðherrar sem eru mikið á ferðinni, og líka ýmsir þeir embættismenn sem eru mikið á ferðinni, eru ginkeyptir fyrir sjónarmiðum erlendra aðila. Björn Bjarnason fjallar m.a. hér um það á EVRÓPUVAKTINNI.

Pistill Björns hefst á þessum orðum:

Skýrsla utanríkisráðherra er til umræðu á alþingi í dag, fimmtudaginn 14. febrúar. Í henni gætir gamalkunnugrar óvildar í garð EES-samstarfsins. Innan utanríkisráðuneytisins hefur löngum þótt við hæfi að gera lítið úr gildi þessa samstarfs og draga upp af því neikvæða mynd. Ástæðan fyrir því er einföld: það fellur ekki að hagsmunum þeirra sem berjast fyrir aðild að Evrópusambandinu að EES-samstarfið sé Íslendingum hagstæð leið til samstarfs við ESB.

   .... og honum lýkur á þessum orðum:

Skýrsla utanríkisráðherra sem einkennist af áróðri og spuna er einskis virði sem hlutlægt skjal um stöðu þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Á þessum örlagatímum ætti meiri metnaður að ríkja í skýrslugerð til alþingis en þarna birtist.


mbl.is Fjármál utan við innri markað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 230
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 2599
  • Frá upphafi: 1165227

Annað

  • Innlit í dag: 203
  • Innlit sl. viku: 2226
  • Gestir í dag: 189
  • IP-tölur í dag: 186

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband