Leita í fréttum mbl.is

Fjögur hundruð þúsund fjölskyldur bornar út á Spáni

Flag_of_SpainVandamál tengd húsnæðiskerfinu eru hrikaleg á Spáni. Óvíða blés húsnæðisbólan jafn mikið út á fyrstu árum evrunnar og á Spáni. Lánveitingar til húsnæðis jukust, mikið var byggt og verð hækkaði. Of lágir vextir í evruríkjunum og klassísk markaðsmistök vegna skorts á upplýsingum um greiðslugetu lántakenda er ein skýringin á vandanum.  

Þegar fjármálamarkaðurinn hrundi og atvinnuleysi jókst stóðu margar fjölskyldur ekki í skilum með sín lán. Af þeim sökum hafa bankar á Spáni látið bera út meira en fjögur hundruð þúsund fjölskyldur af heimilum sínum.

Í gær var efnt til fjöldamótmæla eins og þessi frétt RUV greinir frá:

 

,,Tugþúsundir tóku þátt í mótmælum í 50 borgum á Spáni í gærkvöldi. Þess var krafist að húsnæðislánakerfi landsins yrði breytt en það væri með ströngustu endurgreiðslureglum í heimi.

Frá því húsnæðisbólan á Spáni sprakk árið 2008 hefur atvinnuleysi snaraukist og mælist nú 26 prósent. Þá hefur evrukreppan ekki bætt stöðu mála. Spánverjar hafa ekki leitað á náðir alþjóðlegra lánveitenda en hafa þess í stað skorið umtalsvert niður í opinberum útgjöldum.

Fjölmargir húsnæðiseigendur hafa ekki getað staðið í skilum og síðustu fimm árin hafa fleiri en 400.000 fjölskyldur verið bornar út af heimilum sínum að kröfu bankanna sem lánuðu fyrir fasteignakaupunum. Síðan sé áfram rukkað af lánunum. Almenningur hefur á síðustu misserum lýst yfir megnri óánægju með að ekki dugi að skila lyklunum að húsunum

Tugþúsundir tóku þátt í kröfugöngum í Madríd, Barcelona og 48 öðrum spænskum borgum í gærkvöldi þar sem þess var krafist að lögunum yrði breytt. Frumvarp um aðstoð við húsnæðiseigendur í kröggum verður tekið til umræðu á spænska þinginu á þriðjudaginn. Mótmælendur kröfðust þess að það yrði samþykkt án tafar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 235
  • Sl. sólarhring: 311
  • Sl. viku: 1919
  • Frá upphafi: 1220909

Annað

  • Innlit í dag: 206
  • Innlit sl. viku: 1748
  • Gestir í dag: 199
  • IP-tölur í dag: 197

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband