Leita í fréttum mbl.is

Velur Katrín aðra leið en Bergþóra?

KatrinjakÞað er hressileg ádrepa sem Ragnar Arnalds skrifar á Vinstrivaktina í dag. Þar segir hann Vinstri græn vera að fuðra upp í fanginu á Samfylkingunni.

Katrín Jakobsdóttir, líklegur næsti formaður Vinstri grænna, er án efa skynsamlegri en svo að hún bjargi ekki VG úr klóm Samfylkingar.

Ragnar segir:

,,Meðvirkni VG með Samfylkingunni í ESB-málum hefur stefnt VG í voða. Í Njálsbrennu á Bergþóra að hafa sagt þegar henni var boðið líf: „Ég var ung gefin Njáli. Hefi ég því heitið honum að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði.“ Hún brann síðan inni. "

Í lokin segir Ragnar:

,,Landsfundur VG verður að ganga hreint til verks að þessu sinni og segja landsmönnum afdráttarlaust að flokkurinn hafi afskrifað aðildarumsóknina. Flokkurinn getur ekki tregðast öllu lengur við að bjarga sjálfum sér út úr brennandi húsi, áður en það er um seinan af tómri tillitssemi við Samfylkinguna. Bergþóra átti þess kost að ganga út en kaus að brenna frekar inni í rekkjunni með bónda sínum. Varla ætlar VG að fara að dæmi hennar."

Nú voru sjálfsagt lögð drög að þessum pistli Ragnars áður en ljóst var að Katrín myndi gefa kost á sér í formennsku hjá Vinstri grænum.  En Katrín hlýtur að velta því fyrir sér hvort ekki sé vænlegra fyrir Vinstri græn að standa fastar á grundvallaratriðum í stefnu Vinstri grænna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 151
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 1595
  • Frá upphafi: 1120051

Annað

  • Innlit í dag: 136
  • Innlit sl. viku: 1353
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband