Leita í fréttum mbl.is

Áróðurspeningar ESB til landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Það hefur vakið eftirtekt hversu miklum fjármunum samtökin Já Ísland (þ.e. Já ESB) verja nú í að tala fyrir því að ljúka skuli aðlögunarviðræðunum við ESB.

Í ýmsum fjölmiðlum dynja nú á okkur þessar auglýsingar aðildarsinnanna.

Skýringin er náttúrulega sú að með þessum fjármunum á að reyna að hafa áhrif á landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Annað getur ekki skýrt þetta ársóðursátak aðildarsinnanna.

Nú er bara spurning hvort landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi yfirleitt einhvern áhuga á þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn mun vinna úr þessu máli, á landsfundi sínum. Fróðlegra verður þó að sjá hvort forustan mun svo standa á samþykktum flokksins, að loknum næstu kosningum.

Verði flokknum boðið ríkisstjórnarsamstarf með litlu og stóru Samfylkingu, er hætt við að sumum í forustunni geti orðið kalt í hausnum, eins og gerðist þegar icesave III kom til afgreiðslu Alþingis. Þá tóku sumir kalt mat á stöðunni, svo kaltað eingu var líkar en hausinn hafi frosið í gegn!

Ég óska Sjálfstæðismönnum alls hins besta og vona innilega að landsfundur flokksins taki afgerandi afstöðu gegn ESB. En fundurinn þarf einnig að gera forustu flokksins grein fyrir því að "kalt mat" verði ekki liðið, að samþykktir landsfundar séu því ofar og æðra!

Þá myndi vera sterkur leikur fyrir flokkinn ef formaðurinn og allir þeir þingmenn sem honum fylgdu  (allir nema tveir), þann 15. febrúar 2011, bæðust afsökunar á þeirri gerð sinni að samþykkja icesave III.

Enn hefur enginn stigið fram með afsökunarbeiðni vegna þessa og kannski er þessi landsfundur þeirra síðasta tækifæri til þess!

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2013 kl. 15:01

2 identicon

Ég held að það sé lítil hætta á að Sjálfstæðisflokkurinn taki einarða aftstöðu gegn ESB. Flokkurinn hefur breyst í tækni-krata flokk með áherslu á samræðustjórnmál.

Það er engu líkara en andstæðingum flokksins hafi tekist að fá forystuna til að skammast sín fyrir að vera Sjálfstæðismenn, og þarna innandyra er engin gredda lengur, bara kraftlaus undanrenna, og fyrir marga heilla mútusjóðir ESB og þægilegur stóll í boði Brussel eflaust meira en sú vinna sem fylgir því að vera sjálfstæð þjóð.

Sjálfstæðisflokkurinn er hin nýja Samfylking. Flokksmenn hafa þó tækifæri til að reka af sér slyðruorðið núna um helgina.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 16:09

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já það þarf að hafa áhrif á Sjálfstæðisflokkinn, VG, samfylkingarnar og önnu nýlegri framboð. Kannski fram að kosningum?

Sigurður Þórðarson, 21.2.2013 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 89
  • Sl. sólarhring: 238
  • Sl. viku: 1852
  • Frá upphafi: 1186459

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 1622
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband