Leita í fréttum mbl.is

Leiðtogar í Póllandi efins um evruna

Donald Tusk forsætisráðherra Póllands sagði í vikunni að þjóð hans myndi ekki taka upp evru fyrr en hún væri orðin 100% tilbúin og að það gæti í fyrsta lagi orðið árið 2017. Hann bætti því við að Pólverjar ættu ekki að taka neina áhættu með evruna. Auk þess væri evrusvæðið í þannig stöðu að það væri engan veginn í aðstöðu til að taka við jafn stóru hagkerfi og Póllands. EUobserver greinir frá þessu.

Hagtölur benda þó til að Pólland gæti átt í litlum erfiðleikum með að uppfylla skilyrði um opinberar skuldir og ríkisrekstur sem finna má í stöðugleika- og vaxtarsáttmála varðandi evrusvæðið. Opinberar skuldir Pólverja eru aðeins 57 prósent af landsframleiðslu, en Pólland er eitt af fáum löndum í Evrópu sem er undir 60% marki Maastricht-viðmiðanna og gert er ráð fyrir að fjárlagahallinn fari undir 3% viðmiðið á þessu ári.

Pólska stjórnin hafði áform um að tengjast evrusvæðinu í fyrra, árið 2012. Eftir að veikleikar evrusvæðisins komu eins berlega í ljós og raun ber vitni hefur áhugi Pólverja á því að taka upp evru minnkað og þeir fresta því í lengstu lög að tengjast svæðinu.

Pólland gekk í ESB árið 2004 og er það hagkerfi sem hefur vaxið hraðast að undanförnu í ESB og ekki lent í samdrætti á árunum 2007 til 2009.

Eistland tók upp evru í janúar árið 2011. Þjóðin var ekki spurð um afstöðu til þess.

Búist er við að Litháen verði næst til þess að taka upp evru. Ríkisstjórn Litháens er með áform um það, en þjóðin er hins vegar á öndverðum meiði. Alls vilja 60 prósent þjóðarinnar halda eigin gjaldmiðli. Þeim líst ekki á evruna. Það er þó ekki gert ráð fyrir neinni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Ríkisstjórnir ESB landanna ákveða þetta, ekki þjóðirnar. Og ríkisstjórnir og embættismenn ESB-landanna reyna ekki bara að hafa áhrif á skoðanir okkar Íslendinga til þess hvaða afstöðu við ættum að taka til aðildar að ESB, heldur rær þessi hópur nú öllum árum að því að þeirra fólk sitji í valdastólum á Ítalíu og víðar.

 


mbl.is Hvetur Ítali til að kjósa ekki Berlusconi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 968706

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband