Laugardagur, 23. febrúar 2013
Það er lýðræðislegt að stöðva aðlögunarviðræðurnar við ESB
Sumum finnst að það sé lýðræðislegt að klára þessar viðræður við ESB, fá fram samning og láta þjóðina kjósa um hann.
Þegar að er gáð er það alls ekki svo lýðræðislegt.
Í fyrsta lagi er ekki um eiginlegar viðræður að ræða þar sem tveir jafnréttháir samningsaðilar sitja og semja þar sem einhvers konar málamiðlun á sjónarmiðum yrði niðurstaðan. Svokallaðar samningaviðræður ESB og þeirra ríkja sem sækja um aðild fela það í sér að umsóknarríkin samþykkja að endingu sáttmála og regluverk ESB í öllum meginatriðum, en fá kannski einhverjar tímabundnar undanþágur frá tilteknum atriðum, sem litlu máli skipta þegar til lengdar lætur.
Í öðru lagi eru þetta ekki viðræður í venjulegum skilningi, því umsóknarferlið gengur meira og minna út á það að umsóknarríkið uppfylli á meðan á umsóknarferli stendur allt megin regluverkið í ESB. Þess vegna eru þessar viðræður á erlendum tungumálum nefndar nafni sem þýtt er sem aðlögunarviðræður á íslensku.
Aðlögunarviðræðurnar eru ólýðræðislegar
Þetta er einmitt eitt það ólýðræðislegasta í öllu þessu ferli. ESB gerir þær kröfur til umsóknarríkja að þau uppfylli allt regluverk ESB áður en aðildarsamningur er fullkláraður. Þess vegna hefur ESB hér á landi stórt sendiráð, sem er ekki einungis að senda fólk í kynningarferðir út um allt land, heldur eru starfsmenn þess í stöðugri samvinnu við ráðuneytisfólk og fólk í stjórnsýslunni til að leiðbeina þeim um upptöku á réttu regluverki - strax! Nokkur hluti íslensku stjórnsýslunnar er auk þess með annan fótinn í Brussel og ýmsum öðrum borgum ESB-landanna vegna þessa.
Í þessu aðlögunarferli er verið að færa Ísland inn í ESB án þess að þjóðin hafi fengið að segja nokkuð um það. Margir þingmenn virðast ekki einu sinni hafa gert sér grein fyrir þessu í upphafi, enda þrættu þeir fyrst fyrir að þessar viðræður fælu í sér aðlögun. Seint og um síðir og eftir mikla umræðu eru þeir þó farnir að viðurkenna flestir að viðræðurnar séu aðlögun; sem sagt að þær feli í sér að verið er að færa Ísland inn í ESB án þess að nokkur lýðræðisleg ákvörðun hafi verið tekin um það.
Þess vegna ber að slíta þessum ólýðræðislegu aðlögunarviðræðum strax!
Ríkisstjórnin er búin að fá sitt tækifæri - hennar tími er búinn
Í þriðja lagi hefur þetta ferli nú fengið sinn séns. Þegar fyrir lá að samþykkja ályktun Alþingis um umsókn að ESB sagði Samfylkingarfólkið að það ætti ekki að þurfa að taka meira en eitt til tvö ár að klára viðræðurnar. Jafnframt sögðu fulltrúar þessa flokks að um leið og ákveðið hefði verið að sækja um myndi allt stefna í rétta átt: Vextir lækka, verðbólga lækka, auðveldara yrði að sækja lánsfé erlendis fyrir opinbera aðila og einkaaðila, bjartsýni aukast og uppgangur á alla lund.
Ekkert af þessu hefur gengið eftir með þeim hætti sem talað var um af hálfu Samfylkingarfólksins. Umsóknin skipti engu sérstöku máli fyrir hagþróunina. Hins vegar er ljóst að undirlægjuháttur Samfylkingarinnar gagnvart ESB stórskaðaði Ísland þar sem Samfylkingin þorði ekki að standa í lappirnar í Icesave-málinu vegna ótta við að styggja ESB-ríkin. Þetta er öllum ljóst sem eitthvað þekkja til þessara mála. Sem betur fer tóku þjóðin og forsetinn ráðin af ríkisstjórninni og eftir úrskurð EFTA-dómstólsins vannst fullnaðarsigur. Vitaskuld var alltaf óvissa og áhætta í þessu, en ýmsir fremstu lögspekingar og stór hluti þjóðarinnar var alltaf sannfærður um að lagalega ætti þjóðin ekki að bera Icesave-byrðarnar.
Samfylkingin, Timo Summa sendiherra og stór hluti stjórnkerfisins hefur nú puðað við það í á fjórða ár að toga Ísland í reynd inn fyrir ESB-múrana, án þess að þjóðin hafi samþykkt slíkt. Samningsdrög liggja fyrir í nokkrum málaflokkum, en stærstu málaflokkarnir eru eftir. Ríkisstjórnin hefur því fengið sinn séns á þessu kjörtímabili. Ákvörðun sem var tekin í upphafi kjörtímabils ætti ekki að vera bindandi fyrir næsta þing, sérstaklega í ljósi þess að þjóðin hefur stöðugt verið á móti því að ganga í Evrópusambandið eftir að hún jafnaði sig á tímabundnu sálrænu áfalli eftir hrun bankanna.
Hvað gera Vinstri græn?
Vinstri græn hafa í orði kveðnu verið á móti aðild að Evrópusambandinu og fengu þau töluverðan stuðning út á það í síðustu kosningum. Flokkurinn sveik hins vegar þetta stefnumið sitt og seldi það fyrir ráðherrastóla með Samfylkingunni. Margir flokksmenn virðast hins vegar orðnir svo fastir í þessu ferli að þeir vilja klára aðlögunina hvað sem raular og tautar. Vinstri græn eru líklega einn af fáum flokkum í veröldinni sem vinnur hörðum höndum og opinskátt gegn einu veigamesta stefnumáli sínu. Þegar þetta er skrifað er þó ekki ljóst hvernig flokkurinn mun taka á þessu máli á landsfundi sínum.
Aðild að ESB myndi grafa undan íslenskum efnahag
Aðild að ESB fæli það í sér að formleg yfirráð yfir fiskimiðunum flyttust til Brussel. Þar yrði valdið þótt eitthvert útibú yrði hér á landi. Fiskimiðin yrðu formlega sameiginleg með ESB. Jafnframt er vitað að ESB vill gera hafsbotninn að sameiginlegri auðlind. Flökkustofnar, eins og makríll, yrðu á forræði ESB. Mikilvægar ákvarðanir sem snerta tilverugrundvöll Íslendinga flyttust til Brussel.
Evran heldur Evrópu í skrúfstykki kreppunnar
Það yrði síðan efni í heilan pistil, eða marga pistla, að ræða um ástandið í Evrópusambandinu og á evrusvæðinu sérstaklega. Evran á nokkurn hlut að því böli sem Grikkir, Spánverjar og fleiri þjóðir búa við. ESB kennir gjarnan óábyrgum stjórnarháttum þessara ríkja um, en staðreyndin er sú að upptaka evru og lægri vextir í upphafi evrusamstarfsins ýttu verulega undir skuldasöfnun ríkjanna. Þegar síðan verðbólgan fór að þróast með mismunandi hætti á evrusvæðinu og Þjóðverjum tókst umfram aðra að halda framleiðslukostnaði niðri fór enn að síga á ógæfuhliðina hjá Grikkjum, Ítölum, Spánverjum og öðrum jaðarríkjum vegna skertrar samkeppnisstöðu. Evran heldur þessum ríkjum í skrúfstykki og verri samkeppnisstöðu en ella. Fyrir vikið er atvinnuleysi ungs fólks í þessum löndum víða nálægt 50 prósentum. Þess vegna vilja Pólverjar ekki taka upp evru og þess vegna vill litháíska þjóðin ekki taka upp evru, en hún verður þó þvinguð til þess af stjórnmálaelítunni í Litháen og ESB.
Að þessu sögðu ber að fagna niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í málinu. Hinn fjölmenni hópur fólks á þeim fundi skynjar hvað er að gerast almennt í Evrópu og virðist jafnframt skynja hvað er að gerast hjá þjóðinni í þessu máli. Það verður fróðlegt að sjá hvort fleiri skynji þjóðarsálina jafn vel.
Hlé þýði að ESB-viðræðum verði hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Uppskrift að eitri allra tíma
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 37
- Sl. sólarhring: 497
- Sl. viku: 1777
- Frá upphafi: 1177416
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 1567
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.