Leita í fréttum mbl.is

Er lífsnauðsynlegt að ræða áfram um ESB?

ESB-aðildarsinnar setja gjarnan fram fullyrðingar í þessa veru: Umræðan um ESB er vanþroskuð. Fólk veit ekki nóg um ESB. Við vitum ekki hvernig samningur kemur til með að líta út. Við verðum að fá að vita þetta og við verðum að fá að vita hitt. Við verðum að geta skilið betur reglur ESB. Við verðum að fá að sjá undanþágur. Við verðum að fá að sjá sérlausnir. Við verðum að ræða þessi mál af alvöru.

Fullyrðingar og óskir eins og greinir frá að ofan eru algengar af hálfu þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Samt hafa þessi mál verið rædd í áratugi og með vaxandi þunga síðustu ár. Þjóðin hefur haft tækifæri til að kynna sér málin og mynda sér skoðun á grunni þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. Það eru engar smávegis upplýsingar. En þjóðin er staðfastlega þeirrar skoðunar að hún vilji ekki að Ísland gangi í ESB.

ESB-aðildarsinnar eru ekki sáttir við að þjóðin taki afstöðu gegn ESB á grundvelli þeirra miklu upplýsinga sem fyrir liggja. Þeir trúa því að ef það tekst að halda þjóðinni upptekinni við að ræða um ESB-málin þá muni hún að lokum "sjá ljósið". Þessi afstaða ESB-aðildarsinnanna er einn angi af svokallaðri Monnet-koníaks-tannhjólshaks-aðferð og felst í grófum dráttum í því að koma málum áfram í hænuskrefum þannig að með vissu millibili verði þau komin á þann stall að ekki verði aftur snúið heldur að halda verði áfram.

Það má segja að Vinstri græn hafi fallið fyrir þessari aðferð. Þau samþykktu að Ísland skyldi sækja um aðild – og til þessa hafa þau viljað klára ferlið. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvað Vinstri græn gera í dag.

Það getur út af fyrir sig verið ágætt að ræða talsvert um ESB, en það er ekki lífsnauðsynlegt að það sé helsta umræðuefni þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn telur nóg að gert í bili. Sama má segja um Framsóknarflokkinn.

Nú verður fróðlegt að sjá hvað Vinstri græn gera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 1741
  • Frá upphafi: 1176914

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband