Leita í fréttum mbl.is

Viđ erum bara alls ekkert hrifin af ESB!

atvinnaFyrir nýlegar kosningar til Alţingis lét tiltekinn stjórnmálaflokkur kanna hug kjósenda til ţess hvađa mál ţeir teldu mikilvćgust. Ţađ kom svo sem ekki á óvart ađ mikilvćgustu málin í huga kjósenda tengdust afkomu og efnahag, félagsţjónustu og menntun. Málefni sem tengdust mögulegri ađild ađ ESB voru mjög neđarlega á blađi. Kjósendur töldu Evrópumálin sem sagt ekki skipta ţá miklu.

Flokkurinn sem lét kanna ţetta var Samfylkingin. Í ţessum tilteknu kosningum voru ESB-málin líklega ekki mjög ofarlega á blađi, en ţau áttu eftir ađ verđa ţađ síđar. Ţađ var ekki vegna áhuga kjósenda, heldur fyrst og fremst vegna áhuga tiltekins hluta forystuliđsins í Samfylkingunni sem ţurfti međal annars á ţessu máli ađ halda til ađ marka sérstöđu flokksins.

Í ţeirri geđshrćringu sem átti sér stađ eftir bankahruniđ hér á landi myndađist frjórri jarđvegur en áđur fyrir áhuga á ađild ađ Evrópusambandinu. Vinstri grćn létu til leiđast ađ samţykkja ađ sćkja um ađild ţvert á stefnu flokksins. Fyrir vikiđ fengu Vinstri grćn sćti í ríkisstjórn og tćkifćri til ađ taka ţátt í hreinsunarstarfi eftir hruniđ, ţ.e. ađ fylgja ađ megninu til ţeirri stefnu sem Sjálfstćđisflokkurinn og Samfylkingin höfđu markađ međ Alţjóđagjaldeyrissjóđnum.

Nú er Sjálfstćđisflokkurinn, sem lét Samfylkinguna hrćđa sig og rugla veturinn 2008-2009 í Evrópumálunum, orđinn dauđleiđur á ţessum Evrópumálum – og á Samfylkingunni líka.

Framsóknarflokkurinn fékk alveg nóg af frekju ESB-ríkjanna í Icesave-málinu og er líka orđinn algjörlega afhuga ESB-ađild.

Ţađ munađi hársbreidd ađ Katrínu Jakobsdóttur, nýkjörnum formanni Vinstri grćnna, tćkist ađ rétta örlítiđ kúrsinn á rauđgrćnni skektunni, en kleyfhugarnir í flokknum höfđu sitt í gegn og fengu frest til árs til ađ klára samning viđ ESB um leiđ og ađlögunarţvingunin héldi áfram.

Ţorfinnur Ómarsson segir ađ Íslendingar hafi ekki áhuga á ESB. Ţađ er ekki vegna ţess ađ upplýsingar um ESB skorti, eins og hann heldur fram. Ţađ er alveg yfriđ nóg af upplýsingum sem áhugafólk af öllu tagi hefur legiđ yfir. ESB-sinnar halda úti hálfri tylft samtaka til ađ bođa fagnađarerindiđ og andstćđingar ađildar fjórđung tylftar eđa ţar um bil. Sérfrćđingum í öllum helstu ţáttum ESB-málanna hefur skotiđ upp kollinum međ visku sína. Samt sýnir ţjóđin ţessu fremur lítinn áhuga.

Ţađ er ţví líklega rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýkjörinn varaformađur Sjálfstćđisflokksins, sagđi í Kastljósi í kvöld, ţ.e. ađ ţjóđin hefđi takmarkađan áhuga á ESB.

Ţjóđin hefur meiri áhuga á ţví ađ vinna sjálf í sínum eigin málum, í ţví ađ bćta sinn hag og styrkja framtíđarmöguleika sína.

Ţađ eru mörg önnur og miklu brýnni mál sem bíđa úrlausnar fyrir íslenska ţjóđ en ađ verja milljörđum króna og mikilli orku stjórnkerfisins í ađ sćkja um ađild ađ ESB.

Íslendingar ţurfa ađ taka höndum saman og rífa sig almennilega upp úr lćgđinni sem veriđ hefur í efnahagsmálunum og ţar međ ţjóđlífinu ađ vissu leyti.

Viđ skulum ţví ekkert láta ESB ţvćlast fyrir okkur.


mbl.is Enginn raunverulegur áhugi á ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem betur fer ţá styttist nú í ađ ţetta mál klárist.

Gunnar Waage (IP-tala skráđ) 26.2.2013 kl. 04:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2020
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 974072

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband