Leita í fréttum mbl.is

Konur í ESB vinna kauplaust í 59 daga á ári

atvinnulausSamkvæmt þessari frétt EUobserver er óútskýrður launamunur kynjanna í ESB 16,2%, en það er talið jafngilda því að konur vinni 59 daga á ári kauplaust.

Við þetta má bæta því að niðurskurður hjá hinu opinbera í ESB-löndunum í núverandi kreppu bitnar harðast í þeim geirum þar sem konur vinna. Mun fleiri konur missa því vinnuna en karlar.

Við þetta bætist enn að það kemur svo í mun ríkari mæli í hlut kvenna að annast ungviði og aldraða, lasburða og aðra ættingja sem ekki geta séð sér farborða.

Staða kvenna í Evrópusambandslöndunum er því miklu verri  en karla og mun verri en væntingar hafa stað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ætli Ingibjörg Sólrún viti af þessu? Eða allar hálauna-lífeyris-verðtryggðu ráðherra og alþingiskonurnar? Forsagan segir okkur að þær hafi enga hugmynd um þessa hörmulegu þróun. Þær eru komnar of langt frá grasrótinni.

Frekar vandræðalegt fyrir þær, blessaðar "fínu" kellurnar á þeim bænum. Hvernig getum við hjálpað þeim til að skilja þessa vel þekktu staðreynd? Þurfa allar hjúkkurnar að flytja frá Íslandi, til að einhverjar viðvörunarbjöllur nái til hálauna-kvenna?

Sumar skilja þetta reyndar á stjórnarheimilinu, en fá engu að ráða, vegna gömlu mattador-gosanna í fjármála-spillingargeiranum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2013 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 1121213

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband