Leita í fréttum mbl.is

Þið skuluð ekki voga ykkur að reyna þetta!

hotelcaliforniaÞið komist sko ekkert úr ESB, Tjallarnir ykkar!

Hafið ykkur bara hæga! Það verður ykkur dýrt ef þið hafið þetta ekki nákvæmlega eins og við viljum!

Þetta eru skilaboð Hermans van Rompuy táknræns foringja ESB til Breta ef þeir hafa sig ekki hæga í þessum Evrópumálum, samanber meðfylgjandi frétt.

Þetta er eins á Hótel Kaliforníu.

Reyndar segir Rompuy að þetta gæti orðið eins og hjónaskilnaður - dýr hjónaskilnaður!

En Bretar virðast vera orðnir hundleiðir á þessu hjónabandi!

Mogginn segir svo frá:

Fyrirætlanir forsætisráðherra Bretlands um að endursemja um veru landsins í Evrópusambandinu nýtur ekki stuðnings annarra leiðtoga innan sambandsins og úrsögn úr sambandinu yrði Bretum dýrkeypt. Þetta sagði forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, í ræðu sem hann flutti í London í dag.

Van Rompuy sagði ennfremur samkvæmt frétt AFP að Bretar hefði meiri áhrif á heimsmálin innan Evrópusambandsins en utan þess og líkti mögulegri úrsögn þeirra úr sambandinu við hjónaskilnað. Þeim væri frjálst að slíta sambandinu og það væri fullkomlega löglegt en það væri hins vegar ekki ókeypis.

Forsetinn sagði að fyrirætlanir Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, að endurheimta vald yfir ýmsum sviðum sem framselt hefur verið til stofnana Evrópusambandsins njóti ekki stuðnings leiðtoga sambandsins. Þá hefði það engin áhrif á þá þó Cameron hefði boðað þjóðaratkvæði um veruna í Evrópusambandinu 2017.

Þá væri ekki einfalt að ganga úr Evrópusambandinu. „Þetta er ekki bara spurning um að ganga út. Þetta væri lagalega og stjórnmálalega gríðarlega flókið og óhagkvæmt mál. Ímyndið ykkur bara skilnað eftir 40 ára hjónaband.“ Hann sagði hagsmunum Breta best borgið innan Evrópusambandsins þar sem þeir gætu beitt sér fyrir umbótum.


mbl.is Ekki einfalt að ganga úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

örugglega svolítið rétt - ekki einfalt að ganga út - ég held að það sé ekkert annað bakvið þessi ummæli HvR. eru þetta ekki bara hræðsluáráður hjá ykkur.

Rafn Guðmundsson, 28.2.2013 kl. 20:10

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mikið voðalega er þetta barnaleg skrif. Rompuy var aðeins að benda á hið augljósa að það fylgja því ekki einungis kostir að yfirgefa ESB. Tollfríðindi falla niður og aðgangur að 450 milljóna markaði ESB verður erfðari. Bretar halda að sjálfsögðu ekki sínum réttindum þegar þeir yfirgefa klúbbinn - eðlilega.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.2.2013 kl. 20:29

3 identicon

En Olli Rehn, annar ESB trúður, var voða kurteis í London í dag, og mærði þetta mikla Evrópuríki og vonaðist til að það tæki þátt í að laga klúðrið í Evrópu.

Það er svolítið gaman að sjá þessa uppblásnu og umboðslausu tæknikratísku kerfiskalla leika góða og vonda löggu.

Það fer hrollur um venjulegt fólk þegar þessir pólitísku perrar tjá sig.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 20:35

4 identicon

Og að sjálfsögðu mátti búast við því að íslenskir tæknikratar í kerfinu kæmu og mótmæltu þessum pistli.

Merkilegt að sjá þá skoðun á prenti, að ekki sé hægt að stunda fríverslun, nema innmúraður og bundinn í tæknikratabandalag.

Er ekki kominn tími á að finna upp heimskupilluna?

Hilmar (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 20:40

5 Smámynd:   Heimssýn

Punkturinn í þessu er m.a. sá að það er vægast sagt mjög erfitt að yfirgefa sambandið. Miklu erfiðara en að slíta hjónabandi, sem höfðinginn vísaði til. Þess vegna er nú vaxandi umræða um það innan ESB, ekki hvað síst í Hollandi og Bretlandi, að breyta samþykktum og sáttmálum ESB svo auðvelda megi útgöngu. Ríki fá stundum aðlögunartíma á leiðinni inn - því ekki aðlögunartími á leiðinni út líka?

Heimssýn, 28.2.2013 kl. 20:48

6 identicon

Annað hvort eru þá margir Evrópusambandssinnaðir á Íslandi að blekkja, eða þeir eru hreinlega ekki upplýstir. Margir hverjir hafa verið að halda því fram að ekkert mál væri að ganga úr ESB, en ríkin vildu það einfaldlega ekki, því að það væri þeim svo gott að vera þarna í samfélagi þjóðanna.

Hvað er það sem Guðbirni finnst barnalegt við þessi skrif? Er ekki Rompuy að segja það að það verði Bretum dýrkeypt að ganga úr ESB? Þeir missa þá aðgengi að innri markaði og auk þess fríverslunarsamninga. Nákvæmlega þetta gerir Evrópusambandið að Hotel California. Það er hægt að ganga inn, en ógerlegt að ganga út aftur.

Guðrún (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 21:07

7 Smámynd: Elle_

Endilega fórnum fullveldinu fyrir tollfríðindi á nokkrum sílissporðum, eins og við getum ekki verið með fríverslunarsamninga og milliríkjasambönd sjálf.  Við erum með gamlan fríverslunarsamning við Brussel núna og eigum að fara úr EES og nota hann. 

Við getum lækkað okkar tolla sjálf, í alþingi Íslendinga, löggjafarhúsi okkar fullvalda ríkis.  Við þurfum enga evrópska heimsveldamiðstýringu til að lækka tolla.  Voðalega halda sumir annrs að við hin séum græn.  Þið megið alveg okkar vegna njóta ykkar sporða í Brussel.

Elle_, 28.2.2013 kl. 21:38

8 identicon

Þarna er einfaldlega verið að segja að það að ganga út er ekki einfalt mál. Staða Breta sem starfa og búa utan Bretlands breytist. Staða útlendinga frá ESB innan Bretlands breytist. Staða Breskra fyrirtækja sem starfa á ESB svæðinu breytast og staða fyrirtækja frá ESB svæðinu sem starfa innan Bretlands breytist. Sumir gætu þurft að yfirgefa Bretland, aðrir ESB ríkin. Sum fyrirtæki gætu þurft að skella í lás þar sem starfsemi þeirra í því ríki er aðeins heimil vegna þess að Bretar eru í ESB.

Bretar stæðu á byrjunarreit og þyrftu að fara að semja við ESB um tollaívilnanir, flæði fjármagns, rétt til vinnu og búsetu, aðgang að mörkuðum, flugsamgöngur, skipasiglingar, o.s.frv.

Þannig að eins og greinin segir: "Það er ekki einfalt að ganga úr ESB". Frekar en að ganga frá öðrum samningum sem þróast hafa í áratugi og þjóðfélög, fyrirtæki og einstaklingar byggja hagsæld sína á.

Skilnaðir geta verið erfiðir, það er samt ekki ástæða til að hafna giftingum.

Ufsi (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 12:22

9 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þarna er hann Hermann "Göring" þeirra í ESB, farinn að sýna Bretum hnefana. "Þið skuluð ekki voga ykkur að hóta úrsögn".

Og er nokkur furða þótt Bretar vilji út úr þessu ESB þar sem allt logar í illdeilum, sundrungu og spillingu, og þar sem tugir milljóna manna eru atvinnulausir, - sumsstaðar meira en helmingur manna, - og ástandið versnar stöðugt.

Dettur einhverjum í hug að Ísland eigi eitthvert erindi inn í þetta hörmungar ástand í ESB ?

Tryggvi Helgason, 1.3.2013 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 1439
  • Frá upphafi: 1160461

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1277
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband