Leita í fréttum mbl.is

Viðræður ESB við Noreg voru allt annars eðlis

bjarni hardarsonBjarni Harðarson skrifar skemmtilega og áhugaverða grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar ber hann saman aðferðir svokallaðra svindilbraskara sem höfðu jarðir og fé af sunnlenskum bændum fyrr á tíð við aðferðir ESB í dag.

Bjarni segir meðal annars:

,,Með tröllauknu skrifræði hefur Evrópusambandið búið til þann heim að enginn einn maður getur þar haft skilning á merkingu pappíra þess eða ákvarðana. Samningur sá sem Íslendingum er nú boðið að undirrita við ESB er marghöfða og hefur sumt þegar verið fastmælum og svardögum bundið af embættismönnum utanríkisráðuneytis, jafnvel með undirskriftum sem engar atkvæðagreiðslur standa á bak við. Þannig höfum við nú þegar breytt okkar stjórnsýslu á fjölmörgum sviðum vegna ESB og t.d. undirgengist að vera ESB fylgispakir í þeirra utanríkisstefnu og hernaði, þeim mikla friðarklúbbi!

Áður en að því kemur að samningum lýkur verða íslensk stjórnvöld að gera margar slíkar skuldbindandi undirskriftir og um leið breytingar á eigin stjórnkerfi, lögum og reglum. ''

Ennfremur segir Bjarni:

,,Í umræðu um innlimun ESB á hinu íslenska lýðveldi hefur sjálft sambandið ekki legið á því að það sé ekkert það til sem heitir aðildarviðræður að ESB heldur aðeins aðlögun að regluverki þess. En til þess að slá ryki í augu almúga og þingmanna eru hafðir íslenskir pótintátar sem klifa á því að við séum að „semja“ um sérstaka aðild þar sem í „boði“ séu undanþágur, fríðindi, fé og frægð. Og líki okkur ekki við herlegheitin getum við ætíð gert eins og Norðmenn, kosið um samning og hafnað honum.

Allt er þetta þó skrök og það Evrópusamband sem nú hyggst innlima Ísland er gerólíkt því Evrópusambandi sem átti fyrir áratugum í raunverulegum viðræðum við Noreg. Þá fólst ekki í viðræðum fyrirfram aðlögun að regluverki ESB og Evrópusamband þess tíma leyfði sér ekki að senda áróðursskriðdreka sína inn í norskt samfélag til þess að hóta og múta Norðmönnum. ''

Og enn segir Bjarni: 

,,Mörg okkar sem varlegast vildum fara í ESB-málum töldum engu að síður mögulegt að hér yrði efnt til lýðræðislegrar umræðu þar sem þjóðin fengi sjálf að ákveða sína framtíð í þessu efni. Ef stjórnkerfið hefði fylgt þeirri ályktun sem Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þar sem kveðið var á um að Ísland undirgengist enga aðlögun áður en til aðildar kæmi væri staðan strax önnur en sennilegast er að Evrópusambandið hefði aldrei samþykkt aðildarviðræður á þeim forsendum.

Ef svo ríkisstjórnarflokkarnir hefðu staðið við þau loforð Steingríms J. Sigfússonar að í þessu máli yrði „ekki borið fé á dóminn“ þá gætum við talað um eðlilega stöðu málsins í hinni lýðræðislegu umræðuhefð. Staðreyndin er að nú er svo komið að Evrópusambandið ver hundruðum milljóna til áróðurs í íslenskri stjórnmálaumræðu. Jafnvel á dögum kalda stríðsins leyfðu íslensk stjórnvöld aldrei þannig opinber afskipti erlendra aðila af umræðunni. Helftin af sveitarfélögum og opinberum stofnunum gælir nú við Evrópustyrki sem aðeins eru veittir þjóðum sem standa utan Brusselmúra líkt og sætabrauðið utan á húsi nornarinnar í frægu þýsku ævintýri.''


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Alþingi samþykkti að fela ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG að sækja um aðild að Evrópusambandinu 16 júlí 2009. Á þeim heilaga degi 17 júní 2010 veitti Evrópusambandið Íslandi foraðild að Evrópusambandinu, það er engin tilviljun að þessi dagur var valin enda breytist staða Íslands í samfélagi þjóðanna við þessa ákvörðun sambandsins. Kannski átti þetta að vera 17 júní gjöf frá sambandinu til þjóðar sem ÆTLAR  að ganga í sambandið, þeir voru kannski ekki búnir að fá að vita það að íslendingar voru bara í pakkaleik.

Við foraðild(Pre-accession) fór þjóðin úr því að vera sjálfstætt ríki í endurhæfingarríki á áhrifasvæði Evrópusambandsins enda er gert ráð fyrir að þjóðin undirgangist allar þær breytingar sem sambandið ætlast til. Þegar endurhæfingarferlinu er lokið þá kjósa allar þjóðir Evrópusambandsins, ásamt Íslandi, um það hvort Ísland fái fullgilda aðild að sambandinu. Ef einn af þessum aðilum segir nei (Ísland líka) þá verða gerðar frekari "breytingar" og kosið aftur þangað til svarið verður já hjá öllum. Ástæðan fyrir því að sambandsinnar vilja ljúka aðlögunarferlinu er að þá verður mun auðveldara að dúndra endalausum atkvæðagreiðslum um aðild á þjóðina næstu þúsund ár eða svo.

Samfylkingin og VG spila á fávísa með því að lofa pakkaleik sem er að sjálfsögðu innihaldslaus enda er engin "special deal for you my friend" samningur í spilunum. 

Því er nauðsynlegt að hætta þessu ferli samstundis og hefja það ekki fyrr en þjóðin ÆTLAR SÉR Í ALVÖRU AÐ GANGA Í ESB.

Eggert Sigurbergsson, 2.3.2013 kl. 12:32

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Hún "ætlar sér" ekkert að "ganga í" Evrópusambandið, ekki frekar en Austurríkismenn "ætluðu sér" að "ganga í" Großdeutschland 1938. -JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 3.3.2013 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 293
  • Sl. viku: 2389
  • Frá upphafi: 1165306

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2044
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband