Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi eykst enn á evrusvæðinu

Atvinnulausum fjölgar á evrusvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Eurostat (eins konar hagstofu ESB) síðastliðinn föstudag voru 19 milljónir manna í 17 evrulöndunum án atvinnu. Í lok janúar voru 11,9% vinnufærra manna án atvinnu, en það er örlítil aukning frá því í desember.

Þetta kemur fram í EUobserver í dag, sjá: http://euobserver.com/tickers/119266


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki um ykkur en þetta setur að mér hroll.  Við erum að selja mest allan fisk okkar inn á evrópumarkað !  Þið vitið væntanlega að okkar þjóð lifir á því að selja fiskinn okkar inn á evrópumarkaðinn ?

Ætli þið að halda eitthvað partý, vegna þessa ?

JR (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 22:23

2 Smámynd:   Heimssýn

Auðvitað er þetta hrollvekjandi og engin ástæða til veisluhalda. Það hefur verið margtekið fram af þeim sem birta hagspár hér á landi að helsta hættan fyrir íslenskan útflutning um þessar mundir er hið óvissa ástand á evrusvæðinu, minnkandi eftirspurn og atvinna. Þetta er verulegt áhyggjuefni fyrir alla þá sem flytja út vörur og þjónustu á evrusvæðið. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars það óhagræði sem evran veldur. Gengi landanna er læst saman og sum löndin hafi bætt samkeppnisstöðu sína á kostnað annarra, svo sem Þjóðverjar á kostnað Ítala - vegna mismunandi þróunar framleiðslukostnaðar - sem á m.a. þátt í hinu gífurlega atvinnuleysi sem á sér stað á Ítalíu, Spáni og Grikklandi. Það er rétt að skoða þennan vanda eins og hann er, greina ástæðurnar og velta fyrir sér úrlausnum - annars vegar fyrir evruríkin - og hins vegar að skoða hvaða leið sé heppilegust fyrir Íslendinga í þessu samhengi. 

Heimssýn, 4.3.2013 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 368
  • Sl. sólarhring: 471
  • Sl. viku: 2108
  • Frá upphafi: 1177747

Annað

  • Innlit í dag: 328
  • Innlit sl. viku: 1864
  • Gestir í dag: 299
  • IP-tölur í dag: 297

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband