Leita í fréttum mbl.is

Vonir Þorgerðar Katrínar við lok ferils

Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum um aðild að ESB samhliða kosningum til Alþingis er athyglisverð.

Þarna er væntanlega á ferðinni úthugsuð tillaga frá henni og aðildarsinnaða hópnum í kringum hana. Áróðurinn fyrir því að ljúka eigi viðræðum hefur verið þungur og umtalsverðum fjármunum varið í auglýsingar því sjónarmiði til stuðnings.

En af hverju ekki að skilyrða jáið við það að fólk vilji þá að Ísland gangi í ESB. Spurningin gæti hljóðað á þessa leið, með svipaðri aðferð og hjá Samfylkingunni fyrir áratug:

Vilt þú að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið og gerist síðan aðili að sambandinu?

Þessi spurning er einfaldari en sú hjá Samfylkingunni forðum, því hún er bara tvíhlaðin. Spurning Samfylkingarinnar var þríhlaðin og á þessa lund: Vilt þú að Ísland skilgreini samningsmarkmið sín, sæki um aðild að Evrópusabandinu og að væntanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.

Það má svo sem segja að Þorgerður Katrín sé ekki alveg fullnuma í spurningafræðum Samfylkingarinnar - en það er enn hægt að kenna henni og bæta spurningarnar.

Það er rétt að minna á að sú aðferð sem Þorgerður Katrín heldur að muni duga, sem er að fólk samþykki þá stefnu að vilja fá að kíkja í pakkann, getur orðið okkur dýrkeypt. Það er ekki bara svo að samningaviðræðurnar kosti okkur og ESB milljarða króna. Það þarf að samþykkja væntanlegan samning á þjóðþingum allra aðildarlanda ESB. Ætli íbúar Evrópu, stjórnvöld þar og forysta ESB sé eitthvað hrifin af því að vera að semja við þjóð sem vill ljúka þessu þunga ferli - bara til að kíkja í pakkann - og hafna samningi svo eins og til dæmis Norðmenn gerðu? Það gæti orðið okkur dýrkeypt því vert er að hafa í huga að stöðugur meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild að ESB.

Það má svo skjóta því hér inn að Þorgerður Katrín er með þessu uppátæki sínu að villa um fyrir kjósendum, að minnsta kosti ef miðað er við málflutning aðildarsinna til þessa. Það er búið að taka viðræður um sjávarútvegsmál til hliðar. Þótt vitað sé að þar muni engar undanþágur fást, samanber viðtal við Stefán Má Stefánsson prófessor í lögfræði á nýjum vef NeiESB.is í dag, þá vonast Þorgerður væntanlega til þess að þar sem ekki er farið að ræða sjávarútvegsmálin þá muni sá málaflokkur ekki þvælast fyrir henni í þessari síðustu pólitísku orustu sem hún háir á Alþingi.

Þetta eru því að mestu leyti látalæti í Þorgerði Katrínu.

Sjá hér viðtalið við Stefán Má: Afar ósennilegt að Íslendingar fái undanþágu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 374
  • Sl. viku: 2674
  • Frá upphafi: 1166048

Annað

  • Innlit í dag: 217
  • Innlit sl. viku: 2308
  • Gestir í dag: 207
  • IP-tölur í dag: 206

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband