Leita í fréttum mbl.is

Aðalsmanninn Carl Bildt dreymir um tign í Evrópu

BildtCarl Bildt utanríkisráðherra Svía, sem var hér í vikunni til að sannfæra Íslendinga um ágæti ESB, er enginn venjulegur Kalli. Hann á uppruna sinn í þeim aðalsættum sem höfðu í aldir skipt með sér völdum í Evrópu, en sjálfur á hann rætur meðal aðals í Noregi. Það er því ekkert undarlegt að Carl Bildt skuli líta á alla Evrópu sem sinn vettvang. Ætt hans hefur jú gert það í aldir.

Það er annað í fari hans sem minnir dálítið á valdaelítu Evrópu til forna. Carl Bildt kvongaðist svo að segja til valda, því hann yfirgaf fyrstu eiginkonuna til að kvænast dóttur fyrrum flokksforingja og helsta áhrifamanns flokksins. Stuttu síðar tók hann við valdasprotunum í flokknum. Þegar Bildt var á uppleið innan Hægfara hægriflokksins í Svíþjóð varð nefnilega á vegi hans dóttir leiðtogans, Mia Bohman, sem hann leiddi svo upp að altarinu tveimur árum áður en Bildt tók við flokkssprotunum af arftaka Bohmans gamla. Fljótlega eftir það kulnaði undir hjónasænginni, eins og reyndar er algengt hjá kóngafólkinu – nema Bildt og frú Bohman gengu lengra og skildu.

KRoveNú ganga þær sögur, ættaðar að einhverju leyti frá Wikileaks, um að Bildt hafi verið uppljóstrari fyrir Bandaríkin á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hann var ungur maður á uppleið í pólitík. Þá var kappinn nefnilega í vinfengi við annan Karl með Rove að eftirnafni, sem síðar varð helsti ráðgjafi Bush yngri. Carl á nefnilega að hafa lekið til Karls upplýsingum um langanir og óskir helstu stjórnmálaleiðtoga í Svíþjóð, en ungi Carl komst yfir þær upplýsingar við stjórnarmyndunarviðræður. Þessu heldur enginn annar fram en Kristinn okkar Hrafnsson sem sænska síðdegisstórblaðið Expressen vitnar í. Reyndar má skilja á Expressen að Hrafnsson og Wikileaks ætli að leka þessum upplýsingum vegna þess að sænsk stjórnvöld vilji ná í hnakkadrambið á foringja Wikileaks sem er sakaður um brot gegn sænskum konum. Sjáum til hvernig það fer allt saman.

KGustafCarl Bildt er sem sagt ekki síður aðalborinn en þriðji karlinn, þ.e. Karl Gustaf sextándi Svíakóngur. Munurinn á þeim er kannski sá að Carl kvænist konum og skilur við þær þegar langanir hans til þeirra breytast, sem er allt annað en sagt er um kónginn í slúðurblöðunum og því alls ekki hafandi eftir. Ekki fer heldur neinum sögum af glannalegum akstri Bildts á meðan kóngurinn hefur iðulega verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Kóngurinn á það meira að segja til að verða glaður og reifur með víni. Það varð hins vegar að stórfrétt í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þegar Carl Bildt reyndi að vera alþýðlegur og fékk sér lítinn bjór á pöbb einhvers staðar í Bandaríkjunum þar sem hann var í embættiserindum. Við vitum nú að þetta var allt að undirlagi ímyndarsmiða fyrir kosningar, en það segir nú sitt um Bildt og Svía að þetta hafi getað orðið að frétt. Bildt hvorki hélt ræðu fullur svo bragð yrði að né keyrði hann bíl undir áhrifum, Guði sé lof. Þannig að Carl Bildt verður aldrei neinn Kalli, hvorki meðal sænska fólksins né annars staðar.

Hann er bara í sama valda-elítu-leiðangrinum og forverar hans í Evrópu hafa alltaf verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ofboðslega er þetta málflutningur á lágu plani.

Málflutningur eins og þessi er ykkur, sem að þessari að mörgu leiti ágætu síðu, til skammar.

Á umræðan um inngöngu Íslands í ESB og upptöku evru hér á landi virkilega að vera á þessu plani?

Kosningarnar um aðild eða ekki aðild verða ekki einu sinni spennandi ef það er svona málflutningur sem þið ætlið að byggja málflutning ykkar á.

Hér kemur í heimsókn til landsins einn af frambærilegustu stjórnmálamönnum Norðurlandanna með mjög málefnlegan málflutning um ESB og evruna og þið getið ekki svarað því á annan hátt en fara að tala um ætterni mannsins og kvennamál.

Ótrúlegt...

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 20:33

2 Smámynd: Elle_

Af hverju verður nokkur maður eiginlega að vera málefnalegur í þessu ofbeldismáli?  Verða þeir að vera prúðir og stilltir meðan þið hin valtið yfir okkur og gerið allt í ykkar valdi til að eyðileggja fullveldið frá 1944? 

Spennandi, segirðu?  Það á bara að stoppa þetta nákvæmlega eins og það hófst og megi villikettirnir hvæsa þangað til.

Elle_, 20.3.2013 kl. 23:17

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Elle. Það er meðal annars svona málflutiningur eins og hjá þér sem setur umræðunar um kosti og galla ESB aðldar Íslands niður á það lága plan sem hún er.

ESB er ekki þjóríki heldur samstarfsvettvangur 27 og frá júlí í ár 28 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu. Það er því engin að "eyðileggna fullveldið frá 1944". Við höldum fullveldi okkar og sjálfstæði þó við gðngum í ESB.

Svona málflutningur er einkennandi fyrir þá sem skorir rök máli sínu til stuðning. Koma með innistæðulausan hræðsluáróður eða að ráðast að persónu þeirra sem eru annarrar skoðunar en þeir sjálfir eins og greinaskrifarinn hér er að gera í stað þess að fjalla um rök hans.

Sigurður M Grétarsson, 21.3.2013 kl. 06:15

4 Smámynd: Elle_

Sigurður, sambandsríkin lúta miðstýringu, yfirstjórn, æðri lögum.  Það kallast fullveldisframsal.  Þar með eyðilegging á fullveldi og sjálfstæði sambandsríkjanna.  Friðrik veit þetta og vill það samt.  Það finnst mér ófyrirgefanlegt.  Þú neitar þessu hinsvegar.

Elle_, 21.3.2013 kl. 14:50

5 Smámynd:   Heimssýn

Það þarf eitthvað að skoða þetta. Pistlahöfundur ætlaði bara að fjalla á léttan máta um hluti sem hafa verið í opinberri umræðu víða. Það þarf greinilega að gæta að því hvernig húmorinn er!

Heimssýn, 21.3.2013 kl. 19:34

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Elle. ESB er ekki moiðstírt sambandsríki heldur samráðsvettvangur aðildarríkjanna. Það eru aðildarríkin sem stjórna ESB en ekki öfugt.

Þetta er einfaldlega samstarfsvettvangur þar sem aðildarríki koma sér saman um það hvernig þau vilja viðhafa samskiptm sín á milli. Vissulega bindur það hendur þjóða jafnt sem einstaklinga að gera samninga við aðra en að kalla það fullveldisafsal er álíka og að tala um það sem afsal á sjálfræði þegar einstaklingar gera samninga við aðra sem binda hendur þeirra.

Sigurður M Grétarsson, 21.3.2013 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband