Leita í fréttum mbl.is

Nýr vefur - www.neiesb.is

Nei við ESB (www.neiesb.is) heitir nýr vefur sem opnaður hefur verið í dag, en að honum standa nokkur samtök sem telja það ekki þjóna hagsmunum Íslendinga að Ísland gerist aðli að ESB. Á vefnum verður að finna upplýsingar um Evrópusambandið, málefni þess og þróun, um stöðu einstakra ríkja í sambandinu, um evruna og Gjaldmiðilsbandalag Evrópu og um stöðu Íslands í þessu samhengi.
 
Samtímis því sem vefurinn er opnaður hefur sendinefnd á vegum Nei við ESB lagt í stutta kynnisferð til Brussel til að kynna sjónarmið Íslendinga og heyra jafnframt sjónarmið stjórnmálamanna og embættismanna í Brussel. Í ferðinni taka þátt Ásmundur Einar Daðason þingmaður, Halldóra Hjaltadóttir formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild, Tómas Ingi Olrich fyrrverandi þingmaður, ráðherra og sendiherra, Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi og Gunnlaugur Ólafsson starfsmaður samtaka ESB andstæðinga. Sendinefndin mun í ferðinni ræða sérstaklega um stöðu aðildarviðræðna Íslands, sjávarútvegsmál, verkalýðsmál og landbúnaðarmál, en auk þess kynna sér þau mál sem eru ofarlega á baugi, eins og t.d. á Kýpur.
 
Þau samtök sem standa að opnun vefjarins Nei við ESB í dag og að ferð fimmmenninganna til Brussel eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.
 
Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þarfur vefur. Getum við ekki safnað atkvæðum strax og stuðlað líka að þjóðarkosningu með alþingiskosningunum næstkomandi.

Valdimar Samúelsson, 20.3.2013 kl. 21:28

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

glæsilegt - núna getið þið bullað uppí hvorn annan - og fengið jákvæð comment

Rafn Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 22:05

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Skil þig ekki rafn???

Valdimar Samúelsson, 20.3.2013 kl. 22:15

4 Smámynd: Elle_

Valdimar, það ætti bara að stoppa þetta í alþingi eins og það hófst í júlí, 09.

Elle_, 20.3.2013 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 259
  • Sl. sólarhring: 377
  • Sl. viku: 2668
  • Frá upphafi: 1166042

Annað

  • Innlit í dag: 211
  • Innlit sl. viku: 2302
  • Gestir í dag: 202
  • IP-tölur í dag: 201

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband