Föstudagur, 29. mars 2013
Kýpur nú - Lúxemborg, Lettland, Slóvenía eða Malta næst?
Fámennar þjóðir með ofvaxið bankakerfi eru í hættu staddar. Eftir bankahrunið á Kýpur beinast augu fjármálaspekúlanta nú að öðrum fámennum þjóðum með bankakerfi í yfirstærð. Athyglin beinist þannig að Lettlandi, Lúxemborg, Möltu og Slóveníu.
Það er því líklegt að í Lettlandi hafi almenningur þessa dagana meiri áhyggjur af bankakerfinu en áhættusæknum dorgveiðimönnum sem fara út á hafís og reka frá landi.
Hið virta breska fjármáladagblað, Financial Times, fjallar í gær um evrukreppuna og beinir blaðið einkum sjónum sínum að fámennu fjármálaþjóðunum í ESB. Þannig er minnt á ummæli Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollendinga, en hann sagði að í ljósi Kýpurkreppunnar ættu þjóðir eins og Lúxemborg og Malta að taka til í bankakerfinu hjá sér áður en vandinn yrði of stór. Bankar í þessum löndum þyrftu að styrkja eiginfjárstöðu sína því nú væri ekki lengur víst að ESB og AGS, ásamt Seðlabanka Evrópu, kæmu svo skjótt til bjargar.
Stjórnvöld og almenningur í Lúxemborg tóku þessum ummælum hollenska fjármálaráðherrans skiljanlega ekki vel, en endurtekið hafa birst ásakanir á hendur bönkum í smáríkinu um að þeir þvætti peninga.
Af þessu tilefni fjallar Financial Times nánar um þau fjögur ríki sem að ofan eru nefnd og nefnir nokkur atriði um hvert þeirra:
Lúxemborg er skattaparadís fyrir fjölþjóðafyrirtæki. Landið er mikil fjármálamiðstöð en eignir bankanna eru meira en tvítugföld landsframleiðsla í ríkinu. Tekið er fram að þetta sé tvisvar til þrisvar sinnum stærra hlutfall en gilti um Kýpur, Írland og Ísland fyrir bankakreppuna. Stjórnvöld í Lúxemborg sáu ástæðu til þess í fyrradag að senda frá sér tveggja síðna yfirlýsingu um að stærð bankakerfisins þar þar í landi fæli ekki í sér hættu fyrir ríkið.
Malta er talin líkjast Kýpur að ýmsu leyti. Eignir fjármálakerfisins eru á við áttfalda landsframleiðslu þar í landi. Rekstur bankakerfisins er þó talinn heilbrigður, meðal annars þar sem bankar eiga litlar eignir í skuldabréfum banka í krepptum ríkjum evrusvæðisins. Opinberar skuldir Möltu eru þó áhyggjuefni, en þær nema nú um 73% af landsframleiðslu.
Vandamálið í Slóveníu er fyrst og fremst niðursveiflan í efnahagslífinu sem bitnað hefur bæði á rekstri bankakerfisins og afkomu ríkisins með tilheyrandi skuldasöfnun. Slóvensk yfirvöld hafa orðið að gefa frá sér yfirlýsingar um að bankar þar í landi stæðu traustum fótum.
Lettland er fjórða ríkið sem Financial Times beinir sjónum sínum að. Ástæðan er hvorki stór fjármálageiri né miklar opinberar skuldir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að um helmingur allra innlána í bönkum í Lettlandi eru í eigu útlendinga, fyrst og fremst Rússa. Yfirvöld í Lettlandi hafa orðið að gefa frá sér yfirlýsingu um að það væri ekkert líkt með Lettlandi og Kýpur: Bankakerfið í Lettlandi væri aðeins á við rúma landsframleiðslu og fjármálaeftirlitið í landinu sæi til þess að bankakerfinu stafaði ekki hætta af innlánum erlendra aðila. Opinberar skýrslur, meðal annars frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, benda þó til þess að innlán erlendra aðila hafi vaxið gríðarlega mikið á síðasta ári eða um nær 20%, sem er helmingi meira en innlán innlendra aðila, og að 80-90 prósent innlána erlendra aðila hafi komið frá íbúum fyrrum Sovétlýðvelda sem eigi erfitt með að ávaxta sitt fé í þeim evruríkjum þar sem erfiðleikar hafa steðjað að. Talið er að þessi staða gæti torveldað Lettum að taka upp evru.
Sagan sem Financial Times segir í blaðinu í gær minnir á umræðu sem kom upp eftir að Grikkir lentu fyrst í erfiðleikum í bankakreppunni fyrir nokkrum árum. Þá fóru sjónir manna að beinast að Írlandi, en írsk stjórnvöld sendu út yfirlýsingar um að það væri ekkert líkt með Grikklandi og Írlandi. Þegar bankakreppan á Írlandi var orðin staðreynd fóru sjónir manna að beinast að Portúgal, og yfirvöld þar í landi brugðust við með álíka yfirlýsingum og hin írsku. Þegar Portúgal var fallið upphófst sami söngur stjórnvalda á Spáni. Bæði þar og á Ítalíu eru vandamál í efnahagslífinu viðvarandi, svo sem fréttir bera með sér.
Erfiðleikar ESB- og evruríkjanna eru ekki að baki, en framtíðin ein mun leiða í ljós hvort útbreiðsla bankaerfiðleika smáríkja í ESB verði með þeim hætti sem óttast er.
Yfir 200 Lettar hætt komnir á ísjaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 80
- Sl. sólarhring: 301
- Sl. viku: 2015
- Frá upphafi: 1184422
Annað
- Innlit í dag: 73
- Innlit sl. viku: 1736
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 68
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óli minn eitthvað fyrir þig. m
mamma (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 01:14
Eru ekki íbúar á bráðnaða ísjakanum Íslandi næst?
Grunnstoðir Íslands-búa voru víst byggðar á bráðnandi ís og sandi, af óheiðarlegum hagfæðingum og óheiðarlegum verkfræðingum, sem "trúðu" meira að segja á Landeyjarhöfn og innistæðulaus píramída-verðbréf bankaræningja-heimsmafíunnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.3.2013 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.