Leita í fréttum mbl.is

Katrín Jakobsdóttir ítrekar andstöðu við aðild að ESB

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekar andstöðu sína við aðild Íslendinga að ESB í viðamiklu viðtali við blaðamann Morgunblaðsins í dag. Hún segir að viðbrögð ESB við fjármálakreppunni endurspegli að sambandið hafi ekki hagsmuni almennings að leiðarljósi heldur þrengri hagsmuni tiltekinna fjármagnseigenda.

Svo hljóðar sá hluti viðtalsins þar sem fjallað er um ESB:

- Þú hefur lýst þig andvíga aðild að Evrópusambandinu. Hvernig rökstyður þú það?  

- - Fyrir mér er Evrópusambandið mjög markaðssinnað fyrirbæri. Það byggist í grunninn á að búa til markað fyrir Evrópu. Að sumu leyti á það líka við um EES. Síðan hefur margt gerst innan ESB í félags- og umhverfismálum, en drifkrafturinn hefur frá upphafi verið viðskipti og kapítalismi. Það sést greinilega þegar ESB tekst á við fjármálakreppuna, þá eru kallaðir til tíu karlar yfir miðjum aldri, sem allir eru beintengdir fjármálageiranum, til að veita ráðgjöf um hvert eigi að fara. Þetta er mjög kapítalískt fyrirbæri og þess vegna hef ég sagt að við Íslendingar getum farið okkar eigin leið.

Ég sat með hins vegar í nefnd sem Björn Bjarnason stýrði frá 2003 til 2007 og eftir að hafa kynnst ESB frá ólíkum hliðum er mín niðurstaða ekki svarthvít. Það hvort við eigum að ganga inn eða ekki er stórpólitískt viðfangsefni sem hefur verið í umræðunni í 20 ár eða síðan við gerðumst aðili að EES. Þess vegna stóð ég með þeirri ákvörðun að sækja um aðild, því ég tel þetta mál sem á endanum komi til kasta þjóðarinnar. Fólk hefur ólíka sýn og kannski snýst þetta á endanum um hvar við staðsetjum okkur. Ég átta mig á að myndin er ekki svarthvít og þess vegna stóð ég með því að fara í þennan leiðangur, sem hefur verið umdeild ákvörðun innan míns flokks og minnar hreyfingar. - -

 - Það vakti athygli að þú varðst undir í atkvæðagreiðslu um ESB á landsfundinum. Þú vildir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræðum yrði haldið áfram, en það varð ofan á að tímasetja aðildarviðræðurnar.

- - Ég taldi þjóðaratkvæðagreiðslu líklegri til að sætta ólík sjónarmið. En önnur tillaga var samþykkt og ég stend með þeirri tillögu. Hún gengur út á að ljúka aðildarviðræðunum og leggja efnislegar niðurstöður í dóm þjóðarinnar innan tilskilins tíma. Við höfum rætt um ár, án þess að dagsetningin sé nákvæm, og það tengist því að mörg okkar höfðum þá trú þegar við fórum út í þetta ferli að við yrðum komin með niðurstöðuna núna. - -

- Erfiðustu kaflarnir hafa ekki enn verið opnaðir. Hvað ef þessi tímarammi helst ekki?

- - Það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu, en það er rétt að stór mál eru eftir, sjávarútvegur, landbúnaður, byggðamál og gjaldmiðillinn. Við leggjum áherslu á að fá fram niðurstöðu eins hratt og mögulegt er. - -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 83
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 2018
  • Frá upphafi: 1184425

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 1738
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband