Leita í fréttum mbl.is

Evran veldur atgerfisflótta

Ástæðan fyrir því að Þýskaland er að soga til sín menntað vinnuafl frá jaðarríkjum evrusvæðisins í suðri er sú að í myntsamstarfinu hefur Þjóðverjum tekist að bæta samkeppnisstöðu sína umfram keppinautana í suðri.

Þjóðverjum hefur tekist að halda verði betur niðri, sem hefur gert útflutningsvörur þeirra ódýrari fyrir vikið í samkeppni við útflutning frá Grikkjum, Ítölum og Spánverjum. Atvinnustigið er hærra fyrir vikið í Þýskalandi - og þeir þurfa nú frekar á nýju og menntuðu vinnuafli að halda en hinar suðrænu þjóðir.

Evrusamstarfið gerir það þannig að verkum að Þjóðverjar verða ekki aðeins betur efnaðir en samkeppnisþjóðirnar í suðri - heldur soga Þjóðverjar líka til sín best menntaða vinnuaflið frá jaðarsvæðunum. Þannig stuðlar evrusamstarfið að miklum atgerfisflótta frá jaðarsvæðunum.

Þetta er líklega það sem Samfylkingin og Björt framtíð vilja. En mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu.


mbl.is Vilja erlenda lækna og verkfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þjóðverjar eignast um 1,4 börn á hverja konu á meðan hún er á bilinu 1,9 - 2,1 hér á landi, sem er hæsta fæðingatíðni í Evrópu. Þetta leiðir til fækkunar Þjóðverja og fækkar þeim um 150.000 manns á ári og gæti þannig fækkað úr 82 milljónum nú í 60-65 milljónir árið 2060.

Ég sé ekki að þetta hafi eitthvað með evruna að gera, þar sem fæðingartíðni í evrulaust Pólland og í Úkraníu, sem er utan ESB er enn lægri.

Það er einmitt af þessum sökum að Þjóðverjar þurfa á vinnuafli að halda, en ekki sökum evrunnar. En það er rétt að Þjóðverjum gengur vel með evruna og það sama gildir t.a.m. um Finna, Hollendinga og Eista.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.3.2013 kl. 18:13

2 identicon

Eftirsóttustu erlendir læknar í Þýskalandi í dag eru Grikkir. Þeir auglýsa sérstaklega eftir þeim.

Það var alltaf, alveg frá tímum "Wirtschaftswunder", atgerfisflótti til Þýskalands og Sviss. Það hefur ekkert með Evruna að gera. Please, ekki svona aula áróður! 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 20:23

3 Smámynd:   Heimssýn

Það þarf að skoða málið í heild sinni. Fæðingartíðni skiptir auðvitað máli til lengri tíma litið, en það sem hefur verið að gerast frá því að evran var tekin upp er það sem að ofan er lýst: Mismunandi verðþróun og þá einkum launaþróun veldur mismunandi vinnuaflskostnaði og mismunandi eftirspurn eftir vörum annars vegar frá Þýskalandi og hins vegar frá jaðarsvæðunum. Hið gífurlega atvinnuleysi á jaðarsvæðunum sem minnst er á í fréttinni er afleiðing af þessari mismunandi samkeppnisstöðu sem evrusamstarfið veldur. Og það er það sem ýtir undir aukinn atgerfisflótta frá jaðarsvæðunum núna. Ungt Kýpurfólk er svartsýnt vegna þeirrar stöðu sem evran hefur komið efnahagslífinu í, Grikkir eru heldur daprir, Ítalir eru súrir, Spánverjar ekki kátir og uggur er í mörgum víðar - allt vegna evrunnar. Meira að segja Tékkar og Pólverjar sem hafa ekki evru hræðast afleiðingar þess að þurfa að taka hana upp.

Heimssýn, 30.3.2013 kl. 23:03

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Flóttafólk heimsins er af ólíkum ástæðum á flótta.

Mér finnst alltaf jafn undarlegt að einhverjir trúi því að gjaldmiðill (vörugjalda-ígildi), geti bjargað einhverju, þegar stjórnendur gjaldmiðilsins eru eign áhættusækna verðbréfa-píramída-lottóspilara-lífeyrissjóða og Seðlabanka-prentsmiðju-starfsemi!

Á bara að sleppa því að láta spillta Evrópu-seðlabanka-stjórnsýslu og lífeyrissjóða-glæpastarfsmenn taka ábyrgð á því sem þeim ber að taka ábyrgð á?

Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér á skiljanlegu mannamáli, þannig að ég geti mögulega skilið það?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.3.2013 kl. 23:22

5 identicon

Mér skilst að lítil fæðingatíðni sé að finna jafnvel utan Euro svæðisins. Jafnvel í Kína.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 23:39

6 identicon

Það er að sjálfsögðu hið besta mál að Þjóðverjar og aðrar þjóðir ESB, þar sem atvinnuleysið er lítið, sækist eftir vinnukrafti þaðan sem atvinnuleysið er mest.

Þegar betur horfir heima fyrir má búast við að flestir snúi aftur því að römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til.

Með ESB-aðild Íslands breytist ekkert hvað þetta varðar. EES-samningurinn áskilur frjálst flæði vinnuafls.

Ber að skilja þetta sem svo að Heimssýn vilji að Ísland segi sig úr EES og að Íslendingum verði svo jafnvel bannað að starfa erlendis?

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 11:31

7 identicon

"Hið gífurlega atvinnuleysi á jaðarsvæðunum sem minnst er á í fréttinni er afleiðing af þessari mismunandi samkeppnisstöðu sem evrusamstarfið veldur."

Þessi fullyrðing Heimssýnar stenst ekki skoðun.

Þrátt fyrir verstu heimskreppu síðan á fjórða áratug síðustu aldar er atvinnuleysi núna á Spáni svipað og það var á tíunda áratugnum.

Atvinnuleysi á Írlandi varð mun meira en undanfarið bæði á níunda og tíunda áratugnum.

http://www.tradingeconomics.com/spain/unemployment-rate

http://www.tradingeconomics.com/ireland/unemployment-rate

Þessi gögn sýna að atvinnuleysi á Spáni og Írlandi hefur að meðaltali verið mun minna eftir upptöku evru en á álíka löngu tímabili áður en evran var tekin upp.

Fróðlegt væri að sjá gögn um atvinnuleysi ESB-landa sem ná lengra aftur í tímann. Ég hef ekki fundið þau.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 12:05

8 Smámynd:   Heimssýn

Það verður að skoða atvinnuleysisþróunina eftir tímabilum. Atvinnuleysið var lækkandi fyrst eftir upptöku evrunnar, eins og víðast í hinum vestræna heimi, en um miðjan síðasta áratug gerðist álíka á Spáni og á Ítalíu og víðar að atvinnuleysið fór vaxandi eftir að samkeppnisstaða þeirra hafði versnað að verulegu leyti vegna samkeppni við Þjóðverja. Þjóðverjum tókst að halda verðlagi niðri og bæta sína stöðu á kostnað hinna. Atvinnuleysi helst enn mjög hátt í þessum jaðarlöndum, allt að 50% í sumum héruðum og álíka meðal yngstu aldurshópanna vegna þeirra vandræða sem evran hefur sett þessar þjóðir í.

Heimssýn, 31.3.2013 kl. 12:24

9 identicon

Bara af forvitni, ef þessi lönd lönd hefðu haft sína gömlu gjaldmiðla hvað hefði þá gerst ?

Hefðu þau haft aðgang að björgunarsjóðum (ESB) ?

Hefðu þau einfaldlega farið á hausinn ?

Hefðu þau fellt gengið og "allt í sómanum" einsog á Íslandi ?

mbk.

Jón Ingi

Jón Ingi (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 16:51

10 Smámynd:   Heimssýn

Ef og hefði spurningar geta verið varasamar. Það má hins vegar slá því föstu að ef löndin hefðu ekki verið með evruna hefði þróunin orðið öðruvísi. Við verðum að hafa í huga að ríki fella að jafnaði ekki gengi gjaldmiðla sinna heldur aðlagast gengið að þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi. Væntanlega hefði það gerst eins og þú segir, að gengið hefði sigið ef verðlagsþróun hefði verið hraðari hjá þeim eins og raun var. Samkeppnisstaða ríkjanna hefði þá væntanlega orðið skárri fyrir vikið en hún er í dag og atvinnuleysi minna. Ríkin hefðu ekki haft aðgang að björgunarsjóðum ESB, en öll ríki sem eru aðilar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum geta vænst einhvers konar aðstoðar þaðan, að minnsta kosti faglegrar, ef ekki líka lána eins og við Íslendingar fengum. En ríkin hefðu ekki verið læst inni í evrukrísunni. Svo er á það að líta að hagstjórn er eilífðarverkefni og það er engin ein leið sem skapar endanlega lausn til frambúðar.

Heimssýn, 31.3.2013 kl. 17:06

11 identicon

Það er alls ekki aðeins Þýskaland sem vegnar vel með evru. Mörgum öðrum ríkjum gengur vel og sumum jafnvel betur en Þýskalandi.

Atvinnuleysi er td minna í Austurríki, Lúxemborg og Hollandi. Þessi fjögur lönd ásamt Möltu eru með minnsta atvinnuleysi í ESB. Það er athyglisvert að þau eru öll á evrusvæðinu.

Mesta atvinnuleysið í Evrópu er hins vegar í þrem löndum utan ESB: Kósovó, Makedóníu og Bosníu Herzegóvinu.

Minnstu evruríkjnumum hefur vegnað sérstaklega vel. Undantekningin er Kýpur. Vanda Kýpur má einkum rekja til náinna tengsla við Grikkland. Mikil innlán frá Rússum hafa einnig haft sitt að segja.

Meðan öðrum ríkjum í hópi fámennustu ríkja ESB, Möltu, Lúxemborg og Eistlandi, vegnar vel, berjast stærstu ríkin í bökkum að Þýskalandi undanskildu.

Of miklar erlendar skuldir, annaðhvort skuldir ríkisins eða þjóðarbúsins, nema hvortveggja sé, er vandinn sem glímt er við. 

Eigin gjaldmiðill hefði fallið niður úr öllu valdi og valdið mikilli hækkun erlendra skulda. Menn leysa ekki skuldavanda með því að auka skuldirnar eins við ættum að vita manna best.

Stöðugleikinn sem fæst með evru er því kærkominn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 17:38

12 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Aðalhag­fræðingur Deutsche Bank, Thomas Meyer, hefur vakið upp spurningar um stöðu Lúxemborgar og Möltu í ljósi bankakreppunnar á Kýpur og bendir á að bankakerfið á Möltu sé átta sinnum stærra en hagkerfi eyjunnar og að bankakerfi Lúxemborgar sé 22 sinnum stærra en hagkerfi borgríkisins.

Tikk Takk Tikk Takk...

Eggert Sigurbergsson, 31.3.2013 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 86
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 2021
  • Frá upphafi: 1184428

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 1741
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband