Leita í fréttum mbl.is

Finnskur prófessor segir lýðræðið verða að fjúka svo laga megi galla evrusvæðisins

Evrusvæðishörmungin mikla (The Great Eurozone Disaster) er heiti á bók eftir finnska stjórnmálafræðiprófessorinn Heikki Patomäki, en bókin var nýverið þýdd á ensku. Patomäki segir að evran fái ekki staðist í núverandi mynd. Ástæðan sé meðal annars sú að ekki sé hægt að ná samtímis þrennu sem flest samfélög í Evrópu hafi búið við.

Hið fyrsta er lýðræði. Annað atriðið er fullvalda ríki. Þriðja atriðið er alþjóðavæðing eða algjörlega opnir markaðir.

Patomäki segir að tvennt af þessu geti farið saman, en ekki allt í einu. Hann vitnar m.a. í Dani Rodrik sem fjallar um þetta í bókinni The Globalization Paradox. Patomäki segir ennfremur að megin viðbrögð stjórnmálaleiðtoga og embættismanna í Evrópusambandinu í evrukrísunni, sem skapast hefur m.a. af ofangreindri mótsögn, hafi verið að draga úr lýðræðinu til þess að styrkja markaðsþróunina.

Jafnframt segir Patomäki að evrukreppan sé annað stig hinnar alþjóðlegu kreppu sem hófst árin 2007-2008.

Hann segir að önnur leið, næst á eftir því að draga úr lýðræðinu eins og gert hefur verið, væri að takmarka alþjóðavæðinguna – og það megi reyndar greina umræðu í þá átt í gögnum embættismannakerfisins í Brussel, þótt þær hugmyndir séu víkjandi og hverfandi.

Þriðja leiðin er að alþjóðavæða lýðræðið, eða að minnsta kosti að Evrópuvæða það. Þannig verði Evrópubúar að deila með sér lýðræðinu. Þetta hafi þó ekki verið rætt að marki meðal leiðtoga Evrópusambandsins.

Patomäki er þó þeirrar skoðunar að það sé eina lausnin. Hann segir að vænlegasta lausnin út úr kreppu evrusvæðisins sé sú að íbúar í Evrópu gefi eftir fullveldi ríkja sinna og deili algjörlega lýðræðinu með öðrum þjóðum í álfunni. Annað hvort það eða að evran hverfi.

Þess vegna sé eina lausnin út úr þessu hörmungarástandi að stofna Sambandsríki Evrópu. Og það sem meira er: Patomäki segir að þetta eigi að verða að Sambandsríki á grunni jafnaðarmennskunnar! Íslendingar eigi því að deila fiskimiðunum með öðrum þjóðum.

Það er ólíklegt að margir deili þessari sýn Patomäki á lausn evrukreppunnar. Greining hans á vanda evrusvæðisins og tilkomu hans er hins vegar athyglisverð – og verður væntanlega fjallað um þá greiningu nánar hér á þessu bloggsvæði síðar. Meðal þess sem Patomäki segir er það sama og ýmsir sögðu áður en stofnað var til myntsamstarfsins: Myntbandalag án stjórnmálabandalags (með sama stjórnkerfi, einni yfirstjórn sem tekur ákvarðanir um skatta og útgjöld) fær ekki staðist til lengdar.

Það sem verra er: Þær leiðir sem leiðtogarnir hafa ákveðið að fara til lausnar á evruvandanum bitna fyrst og fremst á hinum tekjulægri í löndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vesen.

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 83
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 2018
  • Frá upphafi: 1184425

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 1738
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband