Leita í fréttum mbl.is

Enn eru stíf gjaldeyrishöft á Kýpur

Gjaldeyrishöftin í evruríkinu Kýpur eru enn umfangsmikil og stíf, þótt eitthvað sé rýmra nú um úttektir úr bönkum en áður var eins og meðfylgjandi frétt Morgunblaðsins ber með sér.

Þegar höftin voru sett á vonuðust einhverjir ráðmenn að þau yrði ekki lengur en fáeina daga. Þeim hefur ekki orðið að ósk sinni.

Íslendingar hljóta hins vegar að hafa samúð með Kýpverjum, sérstaklega í ljósi þess að gjaldeyrishöftin snerta almenning í þessu evruríki af mun meiri þunga en höftin hér á landi hafa gert.


mbl.is Dregið úr höftum á Kýpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bankar á Kýpur opnuðu aftur á skírdag. Síðan hafa eingöngu verið tveir virkir dagar þar svo að það er vonum framar sem létt er á gjaldeyrishöftum.

Gjaldeyrishöftin á Íslandi eru miklu alvarlegri en á Kýpur þar sem þau eru væntanlega aðeins í stuttan tíma og hafa engin áhrif á gengi gjaldmiðilsins.

Við sjáum hins vegar enga leið út úr höftunum nema ESB-aðild og upptöku evru.

Gjaldeyrishöftin á Kýpur eru eingöngu vegna hættu á bankaáhlaupi sem gengur væntanlega fljótt yfir.

Sem ESB-land nýtur Kýpur verndar gegn fjármagnsflótta úr landi því ECB er skyldugur til að lána kýpverskum bönkum sömu upphæð og hverfur úr landi eftir því sem mér skilst.

Ein á báti njótum við hins vegar engrar slíkrar verndar gegn alvarlegum afleiðingum hafta eða haftaleysis.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 17:29

2 Smámynd:   Heimssýn

Hér á landi voru bankar aldrei lokaðir í kreppunni eins og á Kýpur. Efnahagurinn skreppur enn saman á evrusvæðinu, sérstaklega í þeim löndum sem hafa lent í mestum erfiðleikum. Höftum hefur verið létt af smám saman hér á landi og þau bitna ekki á almenningi í daglegu viðskiptum í neinum sambærilegum mæli og höftin á Kýpur.

Heimssýn, 2.4.2013 kl. 18:10

3 identicon

Lokun banka í nokkra daga er mjög léttvæg í samanburði við gjaldeyrishöftin og þá skuldakreppu sem Ísland hefur búið við í fimm ár án þess að neitt lát virðist á.

Hraðbankar voru opnir og væntanlega var hægt að nota greiðslukort. Eftir að bankarnir voru opnaðir gátu menn tekið út um sem svarar nærri 50.000 krónum á dag. 

Þetta var ekkert neyðarástand fyrir almenning. Og nú er strax farið að aflétta höftum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 1771
  • Frá upphafi: 1186378

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1552
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband