Leita í fréttum mbl.is

Vaxtamunur á evrusvæðinu eykst

Þrátt fyrir markmið evrulandanna um að draga úr ýmsum mun í efnahagsþróun, svo sem verðbólgu og vöxtum, þá eykst vaxtamunur nú í bönkum á evrusvæðinu. Þetta kemur fram í danska vefritinu Börsen.

Í fréttinni kemur fram að þótt Seðlabanka Evrópu hafi tekist að lækka ávöxtun á ríkisskuldabréfum í Suður-Evrópu, þá hafi munur á vöxtum á lánum banka á svæðinu til lítilla og meðalstórra fyrirtækja aukist.

Þannig þurfi fyrirtæki í Suður-Evrópu að greiða vexti sem séu 3,7 prósentum hærri á lánum til nýrra fjárfestinga en fyrirtæki í Þýskalandi. Ástæðan er meðal annars sú að framleiðni fyrirtækja á suðurjaðri evrusvæðisins, og þar með samkeppnishæfni þeirra, er lægri. Ástæðan er m.a. sú að Þjóðverjum hefur tekist að gera kjarasamninga með minni launahækkunum, sjá hér.

Það sem gerir vandann enn verri er að lítil og meðalstór fyrirtæki standa undir stærri hluta af atvinnustarfsemi á jaðarsvæðunum en í Þýskalandi, eða um 50% á móti 40% í Þýskalandi.

Það er því ljóst af þessu að peningastefna Seðlabanka Evrópu virkar engan veginn eins og hún var hugsuð. Erfiðleikasvæðin þyrftu nú lægri vexti, en eru samt með miklu hærri vexti en góðærissvæðin í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv. frétt rúv þá hækkuðu vextir af húsnæðislánum í Danmörku í 7% í marz. það kalla ég ekki lága vexti og ekkert í stíl við sem Esb sinnar boða.

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 13:56

2 identicon

Evran tryggir minni verðbólgu, ef hún hefur verið vandamál, því að miklar sveiflur á gengi minni gjaldmiðla valda verðbólgu.

Vextir eru hins vegar háðir framboði og eftirspurn á lánsfé og hve örugg skuldabréfin eru talin vera.

Þetta kemur þannig út alls staðar í heiminum að þeir borga hæstu vextina sem eru í mestri þörf fyrir lága vexti vegna erfiðrar stöðu. Það er mest hætta á að þeir peningar verði ekki greiddir tilbaka.

Ég kannast ekki við að ESB hafi ætlað að greiða niður vexti hinna verst settu nema þegar kom til lána úr björgunarsjóðunum. Dæmin sýna hins vegar að ESB-aðildin stuðlar að hagkvæmari vöxtum en ella.

Fyrir hrun var munur á vöxtum innan ESB tiltölulega lítill vegna þess að þá lék allt í lyndi. Þá voru raunvextir í ESB-löndum miklu lægri en hér á landi.

Ég held að háir raunvextir á Íslandi hafi meðal annars verið nauðsynlegir til að koma í veg fyrir að sparifé færi úr landi.

Íslenskir bankar urðu einfaldlega að bjóða hærri vexti en erlendir bankar til að vega upp á móti þeirri hættu sem fólst í óstöðugri krónu.

Það er fróðlegt að bera vexti sem íslenska ríkinu bjóðast saman við vexti sem hinar ýmsu ESB-ríki þurfa að greiða.

Ávöxtunarkrafan á 10 ára skuldabréfum Íslands er 6.29%, Danmerkur 1.51%, Finnlands 1.56% og Svíþjóðar 1.76% og Noregs 2.17%.

Jafnvel sum ESB-ríki í vanda njóta miklu betri kjara en við;  Írland 4.22%, Ítalía 4.63% og Spánn 4.97%.

Ef íslenska ríkið nyti sömu kjara og írska ríkið myndi vaxtakostnaður ríkisins á ári minnka um upphæð sem skiptir tugum milljarða.

Og ef við nytum svipaðra kjara og hin norðurlöndin væri sparnaðurinn margir tugir milljarðar á ári.

Athyglisvert að ESB-norðurlandaþjóðirnar njóta mun betri vaxtakjara en Noregur. Skýringin er eflaust aðild þeirra að ESB.

http://www.tradingeconomics.com/country-list/government-bond-10y

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 94
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 1844
  • Frá upphafi: 1183701

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 1602
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband