Leita í fréttum mbl.is

ESB með leikaraskap á Suðurnesjum

HjalmararnasonHjálmar Árnason fyrrum skólameistari og nú framkvæmdastjóri Keilis er hlessa á loddaraskap fulltrúa ESB sem fóru um landið útdeilandi loforðum um styrki, loforðum sem ekkert var að marka meðal annars vegna þess að forsendum var breytt í miðju kafi.

Þetta leiðir hugann að því að forsendur geta sumar breyst hjá ESB. Þótt grunnreglur, t.d. stjórn ESB á fiskimiðum allra landa, breytist ekki, þá geta ýmsar aðrar forsendur breyst eins og dæmin sanna.

Með orðum Hjálmars í grein í Morgunblaðinu í vikunni hljómar þetta svona:

 "Þau veifuðu 1,5 milljörðum framan í samfélagið á Reykjanesi, byggðu upp miklar væntingar en drógu svo allt til baka og sviku öll hin fögru fyrirheit."

Í greininni segir Hjálmar:

Nýlega var afhjúpuð ótrúleg svikamylla gagnvart íbúum á Reykjanesi. Ekki er hægt annað en opinbera hana. Málavextir eru þessir: Haustið 2011 var boðað til fundar í Eldey á Ásbrú. Þangað var stefnt öllum bæjarstjórum á Reykjanesi, fulltrúum atvinnulífs, skóla, þróunarfélaga o.s.frv. Allstór hópur mætti. Fundarboðendur komu fimm talsins í nafni Evrópusambandsins. Og boðskapurinn var ekkert smáræði: Ákveðið var að bjóða Reykjanesi rúmlega einn milljarð ÍKR í svokallaða IPA-styrki. Vegna hins bága atvinnuástands á Reykjanesi hefði verið ákveðið að fé þetta rynni til Suðurnesja. Viðstaddir tóku þessu kostaboði af stillingu en fögnuði þó. Eftir miklar og góðar skýringar á ferlinu varð niðurstaðan sú að skipaðir yrðu tveir vinnuhópar til að vinna hvor sína tillöguna. Hvorki meira né minna en fimm sérfræðingar, launaðir, voru fengnir til að vinna með hópunum. Allt á kostnað Evrópusambandsins.

Síðan segir Hjálmar:

Best og fyrst!                                       

Skipaðir voru tveir hópar sem tóku þegar til starfa og unnu sleitulaust næsta árið með dyggri aðstoð ráðgjafanna og góðri hvatningu. Eftir nokkurra mánaða starf var tilkynnt um „smá“ breytingu: Peningarnir ættu ekki allir að fara til Suðurnesja heldur yrði þeim jafnað milli landsvæða: „En þið hafið svo gott forskot og eruð með svo flottar hugmyndir að þið skulið ekki hafa áhyggjur,“ voru huggunarorð forkólfsins við undrun heimamanna. Og enn urðu breytingar: Eftir um átta mánaða vinnu var tilkynnt – án skýringa eins og í fyrra skiptið – að peningarnir væru í raun samkeppnissjóður þar sem bestu hugmyndir myndu fá mest. Og aftur vorum við hughreyst: „Engar áhyggjur. Þið erum með flottustu verkefnin og mesta forskotið.“ „Enda með sérfræðinga frá Evrópusambandinu til að gera umsóknir ykkar.“

Þá segir Hjálmar:

Milljarður verður að engu

 Svo var tillögunum skilað, færðar í réttan búning og hinir reyndu ráðgjafar lofuðu verkið, enda unnu þeir það með okkur á vikulöngum undirbúningsfundum. Nú væri bara að bíða því allt yrði þetta að fara í gegnum flókið ferli. Tillögur heimamanna voru tvær: Önnur um auðlindagarð og hin um rannsóknar- og kennslumiðstöð. Báðar miðuðu að því að efla menntun, rannsóknir, nýsköpun og atvinnulíf en umfram allt samstarf fyrirtækja og stofnana á svæðinu. Ráðgjafarnir launuðu hrósuðu hugmyndum heimamanna í hásterkt og töldu nef sitt reynda segja að þarna færu hugmyndir sem rynnu í gegn. Algjör samstaða ríkti meðal allra sem að komu. Ætla má að samtals hafi um 50 manns komið með ýmsum gætti að tillögunum og verulegum tíma varið í úrvinnslu. Væntingar voru miklar enda sérfræðingarnir ósparir á að veifa þeim. Um einu og hálfu ári síðar komu svo niðurstöðurnar. Milljarðurinn ríflegi sem átti að koma til Reykjaness reyndist vera 0 krónur. Já, þetta er ekki ritvilla. Ekki ein króna kemur hingað því önnur verkefni „voru talin betri“.

Í lokin segir Hjálmar:

Hvers vegna sögðu þau ósatt?

Einhvern veginn svona er ferlið. Ég fullyrði að þetta sé með einkennilegri uppákomum. Ekki amast ég við þeim verkefnum sem styrkinn hljóta og samfagna þeim sem hlutu (veit lítið um þau). Ég hins vegar fordæmi þá sem að ferlinu stóðu. Þeir beinlínis lugu að samfélaginu hér suður frá. Aldrei stóð til að fjármunir þessir rynnu allir til Suðurnesja. Heiðarlegt fólk hefði sagt frá því strax í byrjun. Sumir af þessum góðu ráðgjöfum reyndust svo líka vera á launum í öðrum byggðarlögum. Ugglaust hafa þau flutt sömu ræðuna þar – lofað gulli og grænum skógum. Hafi þau skömm fyrir óheiðarleg og óvönduð vinnubrögð þar sem heilt landsvæði er hreinlega platað. Þetta eru svik af verstu gerð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Ég er nú mest hissa á að fólk skuli láta þessa evróskriffinna plata sig til að trúa þeim í byrjun. Hitt er svo það að mér finnst sérkennilegt hvað margir sveitarstjórnarmenn eru tilbúnir til að taka við "mútufé" !!!

Högni Elfar Gylfason, 20.4.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 1765
  • Frá upphafi: 1183622

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1539
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband