Leita í fréttum mbl.is

Til varnar krónunni

Halldór I. Elíasson, stærðfræðingur, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann minnir á hvaða áhrif aðilar vinnumarkaðar geta haft á þróun verðbólgu. Það leiðir hugann að þeim mikla mun sem hefur orðið á verðbólguþróun í ESB-löndunum með þeim afleiðingum að á evrutímabilinu hefur gífurlegt ójafnvægi skapast í viðskiptum á milli evrulandanna.

Með orðum Halldórs I. Elíassonar, en hann beinir fyrst orðum sínum til Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ:


Í Fréttablaðinu 10.4. birtist ósvífin en barnaleg árás forseta ASÍ á íslensku krónuna í viðtali um „þjóðarsátt“. M.a. segir Gylfi að krónan hafi „valdið efnahagssveiflu“ og „verið upphaf efnahagssveiflu“. Það getur verið að Gylfi vilji núna kenna krónunni um frekar en ríkisstjórninni, að markmiðum kjarasamninga um kaupmátt var ekki náð um síðustu áramót. Þetta voru hins vegar kjarasamningar sem hann sjálfur stóð að upp á von og óvon að við kæmumst fljótt upp úr kreppunni.

Síðar segir Halldór:

Hins vegar er rétt að benda á að gengi gjaldmiðla er almennt mjög óstöðugt um þessar mundir. Spákaupmenn hafa í mörg ár sagt fyrir um hrun dollarans vegna mikilla skulda BNA. Kínverjar vilja ekki slíkt og heldur ekki ESB, sem óttast þá um sína samkeppnisstöðu. Núna eru Bandaríkjamenn loksins farnir að reyna sjálfir að veikja dollarann. Þjóðverjar þora ekki út úr evrunni, því að þá yrði nýi gjaldmiðillinn of sterkur. Þeir borga frekar skuldir þeirra sem kaupa af þeim. Við þurfum að spyrja okkur sjálf, hvort við teystum okkur til að gæta eigin hagsmuna. Þeir sem vilja fela erlendum ríkisstjórnum stjórn landsins ættu ekki að fela þá skoðun með barnalegum ummælum.

(Leturbreyting er Heimssýnar).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 387
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband