Leita í fréttum mbl.is

Pólverjar enn efins um evruna

eurobrokenPólverjar eru og hafa lengi verið efins um evruna, eins og endurspeglast í þessum ummælum fjármálaráðherra Póllands um það þeir muni ekki geta tekið hana upp næstu tólf árin.

Ummæli ráðherrans eru m.a. birt í vefritinu EUobserver

Það eru meðal annars evruvandræðin í ESB sem valda því að Pólverjar vilja fresta því í lengstu lög að taka upp evruna þótt það ætti að fara að koma að þeim eftir dágóða veru í ESB, en þeir gengu í ESB árið 2004. 

En það eru ekki bara vandræði núverandi evruríkja við að leysa vandann sem evran sjálf skapar að hluta sem veldur Pólverjum áhyggjum, heldur hefur það komið fram að þeir óttast að geta lent í svipaðri aðstöðu og Ítalir eða Spánverjar, sem hafa tapað miklum fjármunum í utanríkisviðskiptum í samkeppni við þýsk, hollensk og austurrísk fyrirtæki.

Pólverjar óttast að geta lent í svipaðri aðstöðu og geta sig þá hvergi hrært í evrusamstarfinu og með peningastefnu sem stýrt yrði í Frankfurt. Skoðanakannanir sýna að meirihluti Pólverja er á móti því að taka upp evruna, auk þess sem meirihluti þingsins hefur verið á móti því. Í samningum við ESB er ekki kveðið á um neina fresti í þeim efnum, svo sjálfsagt bíða ESB- og evrusinnar þess að vindáttir breytist eitthvað í þessu.

Fjölmiðlar minna á að Pólland sé eina ríkið á ESB svæðinu sem hefur sýnt hagvöxt á árunum 2007-2009, þökk sé sjálfstæðum gjaldmiðli, slótýinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Danir og Svíar eru einnig vel sáttir við sinn gjaldmiðil og ólíklegt að Bretar vilji fórna sinni mynt. Á Möltu eru menn hins vegar einnig vel sáttir við Evruna, það ríki með álíka marga íbúða og á Íslandi.

Sigurður Gunnarsson, 20.4.2013 kl. 17:37

2 Smámynd:   Heimssýn

Sumir telja reyndar að Malta sé ásamt Slóveníu og Lúxemborg í erfiðri aðstöðu og að ESB og AGS þurfi að beina sjónum sínum þangað .....

Heimssýn, 20.4.2013 kl. 19:20

3 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Ég held að Malta sé ekki í slæmum málum. Þeir hafa áður lifað af slæma tíma og hafa hefð fyrir því að fólk flytur úr landi og kemur aftur, eins og hér tíðkast einnig. Ástandið þar er eins og á Akureyri, þar var aldrei neinn uppgangur og því engin kreppa heldur. Þar er hægt að fá ódýra gistingu, gott veður og saga eyjarinnar er löng. Hvernig væri að íslenskar ferðaskrifstofur myndu bjóða upp á vikulegt flug, etv með stuðningi Evrópustofu ;o) til að sýna landanum smáríki sem dafnar með Evrunni. Aðrir gætu séð þetta sem undantekninguna sem sannar regluna!

Það er ekki alveg rétt sem ég sagði,að þeir íbúafjöldinn sé sá sami, þeir eru líklega um 400.000 og annað eins sem býr erlendis. Á sumrin eru margir ferðamenn og allmargir þeirra búa þar hluta úr ári. Áður voru þar mest Bretar, en þeir hafa losað sig mikið undan áhrifum þeirra eftir að þeir gengu í ESB og eru hluti af Schengen, þannig að nú þarf passaskoðun til að komast til Englands. ESB þarf ekki að vera alsæmt fyrir alla, en ég tel að fyrir okkur séu gallarnir margir. Heiðarlegur málflutningur borgar sig og víst eru kostir við aðild. Einkum ef menn bera ekki gæfu til að halda innlendum glæpalýð og fjárglæfragengi í skefjum. Það er mannlegt að mistakast, en ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur, þá er etv betra að vera hluti að stærri heild. Án betri löggjafar um viðskipti er nánast örugg að illa fari, enda þjófnaður og svik of auðveld í dag.

Sigurður Gunnarsson, 21.4.2013 kl. 08:29

4 Smámynd:   Heimssýn

Þakka þér fyrir innleggið, Sigurður. Þegar þetta var nefnt með Möltu þá var þetta m.a. haft í huga:

Kýpur nú - Lúxemborg, Lettland, Slóvenía eða Malta næst?

Heimssýn, 21.4.2013 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 224
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 1974
  • Frá upphafi: 1183831

Annað

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1710
  • Gestir í dag: 180
  • IP-tölur í dag: 179

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband