Leita í fréttum mbl.is

Þetta er eins og að skjóta dúfu með kjarnorkusprengju!

Ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti Kýpur líkir ESB og AGS við hernámslið sem hirði ekkert um mannréttindi. Auk þess segir hann aðferðir ESB og AGS vera eins og að skjóta dúfu með kjarnorkusprengju.

Þetta hefur Evrópuvaktin eftir Kýpur-fréttum.

Svo segir Evrópuvaktin: 

Christos Patsalides, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu á Kýpur, sagði á fundi með rannsóknarnefnd, sem rannsakar nú ástæður falls bankanna á Kýpur að líkja mætti meðferð Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Kýpur við það að kjarnorkusprengja væri notuð til að drepa dúfu. Hann lýsti lánardrottnum Kýpur við hernámslið, sem hirti ekkert um mannréttindi. Patsalides tók þátt í samningaviðræðum Kýpur við Evrópusambandið og AGS.

Á fundi rannsóknarnefndarinnar var Patsalides spurður, hvort skynsamlegt hefði verið af þáverandi ríkisstjórn í maí 2012 að eignast 84% í Laiki banka sem kostaði ríkið 1,8 milljarða evra og svaraði ráðuneytisstjórinn að hefði bankinn verið látinn fara á hausinn hefði það haft hrikalegar afleiðingar fyrir bankakerfið á Kýpur. Hann sagði að það hefði ekki verið neitt leyndarmál að samkomulagið á milli forseta landsins, fjármálaráðherra og seðlabankastjóra hefði árum saman mátt vera betra.

Patsalides sagði að þegar horft væri til baka væri ljóst að mörg viðvörunarljós hefðu kviknað en gekk ekki svo langt að segja, að fyrri stjórnvöld væru sek um aðgerðarleysi.

Hann sagði að lánardrottnar Kýpur hefðu eyðilagt efnahagskerfi lýðveldisins.

Frá þessu segir Cyprus-Mail.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Veit einhver um síðustu fréttir af Kýpur? Verður fordæmi annars staðar af þarlendri lausn, hvernig er samanburður á aðferð við lausn vanda á Írlandi, Íslandi og Kýpur?

Sigurður Gunnarsson, 20.4.2013 kl. 20:16

2 Smámynd:   Heimssýn

Kýpur virðist vera komið í gegnum mesta brimskaflinn þótt sjór sé mjög ókyrr eins og þjóðfélagsástandið sýnir. AGS og ESB virðast beita misjöfnum aðferðum í evrulöndunum sem markast sjálfsagt eitthvað af aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Þannig að það er ekki hædigt að gera ráð fyrir að nákvæmlega sömu aðferðir verði viðhafðar í Slóveníu ef björgunaraðgerða verður krafist þar, svo nokkuð sé nefnt. Aðgerðirnar á Kýpur eru svo ólíkar því sem var hér á landi, t.d. hin langa lokun bankanna á Kýpur og svo skattarnir á innstæður þar. Hið opinbera er þar að bjarga bönkunum - svipað og var á Írlandi - og fyrir vikið verða skuldir hins opinbera þar þeim mun meiri. Hér á landi bjargaði ríkið ekki erlendum hluta íslensku bankanna  - aðeins innlendum hluta - og fyrir vikið verða skuldir íslenska ríkisins mun minni. Ef við hefðum verið þvinguð til að taka á okkur allar skuldir bankanna - eins og ESB vildi  - þá værum við í verri stöðu en Grikkir.

Heimssýn, 20.4.2013 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 312
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 2062
  • Frá upphafi: 1183919

Annað

  • Innlit í dag: 251
  • Innlit sl. viku: 1777
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 241

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband