Leita í fréttum mbl.is

Evrópa = Þýskaland ?

þyradhÞessi frétt ber með sér að Þjóðverjar séu komnir í varnarstöðu. Fregnir berast af þeim sjónarmiðum innan úr AGS og víðar að of mikil áhersla hafi verið á niðurskurð og samdrátt í opinberri starfsemi í sumum Evrópulöndum. Þetta er greinilega til umræðu á vorfundum AGS og Alþjóðabankans sem nú eru haldnir í Washington. Þýski ráðherrann er í vörn.

Þjóðverjar hafa verið helstu hvatamenn harkalegra aðgerða í skuldamálum ríkja álfunnar og jafnframt þeir sem harðast berjast gegn því að verðbólgu verði leyft að aukast aðeins til að auka eftirspurn í álfunni og þar með draga úr atvinnuleysi.

Nú svara Þjóðverjar því til að þetta hafi ekki verið kröfur þeirra heldur kröfur allrar Evrópu. Þeir líta sem sagt á sig sem Evrópu. Eða hvað?


mbl.is Ekki krafa Þýskalands heldur Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Þetta er ekki alveg rétt. Finnar Bretar og Svíar hafa einnig verið strangir og viljað að menn legðu sig fram en fengu ekki fé frá öðrum ríkjum án þess að leggja sig fram sjálfir. Frakkar og Ítalir telja slæmt að spara of mikið. Mín skoðun að ekki hefði átt að hækka skatta í þessum ríkjum, bara sjá til þess að stoppa þjófana þar eins og hér (sjá mitt innlegg á þræði um Pólland og Evru).

Vandinn er að stór hluti efnahagskerfisins í Grikklandi og Ítalíu er ekki á yfirborðinu. Svo eru aðrir í vonlausri samkeppnisstöðu að því að þeir borga skatt. Með hærri sköttum verður samkeppnisstaða þeirra enn vonlausari!

Mér finnst mikilvægt að málflutningur Heimsýnar sé málefnalegur og þetta síðasta innlegg er það varla. Ég er hræddur við að málefnið hljóti af skaða, ef menn fara fram með augljósum áróðri. Þið þurfið fyrst og fremst að ná til þeirra sem eru ESB sinnar í dag. Við þurfum ekki að hatast út í Evrópu og gera lítið úr öllu sem þar er sagt og gert. Þjóðverjar hefa einnig verið okkur afar vinveittir. Hins vegar viljum við flest nýta okkar eigin auðlindir og bera ábyrgð á okkur sjálfum, en þá þurfum við einnig að sýna að við séum vandanum vaxin. Barátta Heimsýnar verður því einnig að snúa að þeim þætti, að við komum upp betra regluverki en það sem við fáum með ESB og var einnig hluti af orsökum hrunsins.

Sigurður Gunnarsson, 21.4.2013 kl. 08:55

2 Smámynd:   Heimssýn

Þakka þér fyrir ábendinguna, Sigurður, en hérna er fyrst og fremst verið að endurspegla þær fréttir sem um þetta fjalla. Umræðan um að of harkalega hafi verið farið í sparnaðaraðgerðir var áberandi fyrir stuttu síðan, sem sést ef maður gúgglar slíkt - sjá meðal annars hér: http://www.nytimes.com/2013/04/16/business/global/europe-split-over-austerity-as-a-path-to-growth.html?pagewanted=all

Heimssýn, 21.4.2013 kl. 10:32

3 identicon

Áhugavert fyrir þá sem skilja þýsku!

http://www.tagesschau.de/inland/antieuro100.html

Fyrir þá sem ekki skilja þýsku. Þetta er frétt um nýjann stjórnmálaflokk sem vill þýskaland útúr myntbandalaginu og að þýska markið verði tekið aftur í notkun....

anna (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 11:48

4 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Þetta er martröð fyrir Angelu. Hún á góða von um að sigra í kosningum, þrátt fyrir að hafa þurft að glíma við mikinn vanda. Ástæðan er m.a. að hún hefur staðið sig allvel og ekki verið of mikið á ysta hægri væng. Svo eru Jafnaðarmenn ekki í góðum málum með leiðtoga sinn. Helmut Schmidt og Villy Brandt voru augljósar stjörnur, hvort sem menn voru sammála þeim eða ekki, en foringi þeirra nú minnir á margt um leiðtoga sænskra jafnaðarmanna síðustu misseri, þar tekur hvert smámennið við af öðru. Þar er leiðtogakrísa eins og hérlendis í flestum flokkum. Ekki fólk sem glansar af frumkvæði og öryggi.

Þetta framboð kemur Angelu illa, því með því að fara inn að miðju hefur hún opnað glufu á ysta hægri væng fyrir þá sem vilja bara "Þýskaland fyrir Þjóðverja og gefum skít í Evrópu"

Leiðtogakrísa og skortur á almennu frumkvæði á hægrivæng stjórnmála hér á Íslandi er hættulegt. Ef ekki verður tekið á þeim málum erum við betur settir innan bandalagsins, sem þó veitir okkur lágmarksvörn ef illa fer. (Ef glæpagengið verður ekki stöðvað á næstu árum). Við erum of lítil þjóð til að þola frekari áföll af þeim toga. Vinstri maður að nafni Rúnar Kristjánsson bloggar um þetta, en leyfir engar athugasemdir á síðu sinni.

Hann biður menn um að kjósa ekki flokka sem bera ábyrgð á hruninu, en þá eru fáir eftir! nema VG, sem gengur að öllu atvinnulífi dauðu.

Ég segi hins vegar að það sé mannlegt að gera mistök, en slæmt að halda áfram á sömu braut. Þar má vitna í einn fjölhæfasta andans mann sem Danir hafa haft, hönnuður, stærðfræðingur og ljóðskáld, Piet Hein: "Den bedste kan begå en bommert.

Men bliver man ved er man en dummert" Því miður finnst mér, þrátt fyrir alla grósku í stjórnmálastarfi sem kemur fram í fjöld nýrra flokka og miklum sviptingum í fylgi flokka, þá finnst mér lítið benda til að seinni setning Piet Hein eigi ekki við. Sérstaklega er þögnin innan Sjálfstæðisflokksins alveg ærandi, manni verkjar í eyrun! Þetta er skylduverkefni hægri manna eins og niðurskurðurinn eftir hrun var óljúft verk vinstri manna. Ef menn ætla ekki að vinna vinnuna sína, þá eiga þeir ekkert gott skilið, hvorki nú né lengi síðar. Ef ég væri páfi, myndi ég lýsa yfir eilífri bannfæringu á liðinu ;o) enda beri þeir ábyrgð á að hætta þjóð okkar að missa sjálfstæði, eftir alda harða baráttu við hungur og harðræði náttúrunnar og loks þegar 2007 herinn er farinn burt og við getum kallað okkur raunverulega fullvalda þjóð, þá byrjar eigin ógæfa að ná tökum á okkur, of sorglegt til að tárum taki. :(

Sigurður Gunnarsson, 21.4.2013 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 458
  • Frá upphafi: 1121178

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 411
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband