Leita í fréttum mbl.is

Stjórnvöld í Lettlandi vilja taka upp evru en ţjóđin er á móti

latviaŢađ lítur út fyrir ađ Lettar veriđ 18. ríkiđ til ađ taka upp evruna ţótt ađeins lítill hluti ţjóđarinnar sé ţví fylgjandi. Bankar í landinu er taldir standa tćpt, međal annars vegna ţess hve stór hluti innlána er í eigu útlendinga.

Í nýlegu hefti af fréttatímaritinu The Economist, frá 20. apríl,  er fjallađ um ţessi mál. Ţar kemur fram ađ ţrátt fyrir ađ Kýpur og Slóvenía hafi veriđ ađ sigla inn í evrukreppuna sé Dombrovskis forsćtisráđherra Lettlands stađráđinn í ţví ađ Lettland taki upp evru í byrjun nćsta árs. Hann hafi flogiđ til Parísar í liđinni viku til ţess ađ sannfćra frönsk stjórnvöld um ţađ, en Frakkar ásamt Spánverjum hafa veriđ hvađ vantrúađastir á ađ Lettland vćri tilbúiđ ađ taka upp evru.

Samt er taliđ ađ Lettland uppfylli Maastricht-skilyrđin fyllilega og til ţessa hefur ESB ekki hafnađ neinu ríki sem uppfyllt hefur skilyrđin (reyndar má deila um ţađ hvort ađ Lettum hafi ekki veriđ hafnađ áđur ţótt ţeir hafi uppfyllt skilyrđin). Sem stendur hefur hagvöxtur tekiđ bćrilega viđ sér í Lettlandi, gjaldmiđill landsins, latiđ, hefur veriđ tengt viđ evruna í um áratug og um 90% af skuldum fyrirtćkja og heimila eru í evrum. Eistland tók upp evru áriđ 2011 og Litháen vonast til ađ geta tekiđ upp evru áriđ 2015.

Erfiđleikar í Lettlandi
Leiđ Lettlands hefur ţó ekki veriđ neinn dans á rósum. Miklar ţrengingar hafa átt sér stađ eftir ađ fjármálakreppan hélt innreiđ sína. Áriđ 2009 dróst landsframleiđsla saman um 20%. Í desember 2008 samţykktu ESB og AGS ađ lána Lettlandi 7,5 milljarđa evra (jafnvirđi um tćplega 1200 milljarđa króna) vegna björgunarađgerđa í landinu. Í kjölfariđ var gripiđ til mjög harkalegra sparnađarađgerđa í opinbera geiranum, bćđi međ samdrćtti í ţjónustu, uppsögnum starfsmanna og launalćkkunum. Fyrir vikiđ jókst atvinnuleysi talsvert og fátćkt einnig, en Lettland er í dag taliđ ţriđja fátćkasta ESB-ríkiđ.

Bankarnir eru áhyggjuefni
Rekstur banka í Lettlandi veldur stjórnvöldum ennfremur áhyggjum, ekki hvađ síst vegna ţess ađ útlendingar, eđa fólk sem er búsett í öđrum löndum á yfir helming af innlánum í bönkunum. Um 90% ţessa er sagt koma frá Rússlandi eđa öđrum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna. Ţetta fólk geymir fé sitt í Lettlandi ţar sem ţađ er taliđ öruggara en á heimavelli, auk ţess sem stór hluti Letta talar rússnesku og viđskiptasiđferđiđ er sagt vera á svipuđu stigi.

Erlendir fjölmiđlar hafa bent á ţetta stóra hlutfall innlána erlendis frá sem veikleikamerki hjá Lettum, en forsćtisráđherra landsins ţvertekur fyrir ađ ţessar ađstćđur eigi nokkuđ skylt viđ ástandiđ á Kýpur, en bankar ţar voru jú fullir af fé frá Rússum. Ráđherrann bendir á ađ bankageirinn í Lettlandi sé hlutfallslega minni, betur fjármagnađur og ađ ríkisstjórnin hafi hert mjög eftirlit og varnir gegn peningaţvćtti.

Almenningur á móti
Stćrsta vandamál forsćtisráđherrans ţessa dagana er ţó taliđ vera ţjóđin sjálf. Samkvćmt nýlegum skođanakönnunum er ađeins um ţriđjungur ţessarar ţjóđar sem telur 2,2 milljónir manna hlynntur ţví ađ taka upp evru.  Sérstök stjórnmálahreyfing hefur veriđ sett á laggirnar, ađallega skipuđ Rússum, til ađ krefjast ţess ađ haldin verđi ţjóđaratkvćđagreiđsla um máliđ, en landiđ á ađ taka upp evru samkvćmt samningum viđ ESB.  Almenningur hrćđist ástandiđ á evrusvćđinu og ţađ hrćđist ţađ ađ taka upp nýjan gjaldmiđil. Ţegar latiđ var tekiđ upp í stađ rússnesku rúblunnar fylgdi ţví mikil verđbólga og ţađ merkilega er ađ almenningur, einkum ţeir sem eldri eru, óttast ađ slíkt hiđ sama gćti gerst viđ upptöku evru. Sparnađur fólks fauk út í veđur og vind viđ fyrri gjaldmiđlaskiptin – og ótti er um svipađ nú. Traustiđ á evrunni er ţví ekki mikiđ.

Dombrovskis forsćtisráđherra vonast ţó til ţess ađ ţróunin á nćstu misserum verđi stjórninni hagstćđ, t.d. ađ fjárfesting og útflutningur muni aukast og ađ ţađ muni breyta afstöđu fólks og gera ţađ jákvćđara gagnvart evrunni. Ráđherrann vonast jafnframt til ţess ađ skýrsla sem er í smíđum hjá Seđlabanka Evrópu um Lettland og birta á í nćsta mánuđi muni sýna jákvćđa niđurstöđu fyrir stjórnvöld í Lettlandi.

Vandamáliđ er hins vegar hvernig taka eigi á lettnesku ţjóđinni sem sé alls ekkert á ţví ađ taka upp evru. Spurningin er hvort vilji hennar verđi virtur ađ vettugi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 131
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 2500
  • Frá upphafi: 1165128

Annađ

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 2132
  • Gestir í dag: 105
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband