Leita í fréttum mbl.is

Íslandsbanki fjallar um mikla verðlækkun húsnæðis á evrusvæðinu

Greiningardeild Íslandsbanka fjallar í morgunfréttum sínum í dag um mikla verðlækkun húsnæðis í sumum löndum á evrusvæðinu. Það endurspeglar kreppuna á evrusvæðinu að húsnæðisverð lækkaði þar um tæplega 2 prósent á síðasta fjórðungi síðasta árs. Verst var ástandið á Spáni þar sem verðið lækkaði um tæplega 13%.

Með orðum og framsetningu Íslandsbanka lítur þetta svona út:

Húsnæðisverð að lækka á evrusvæðinu

Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta á þessum tíma. Lækkaði verð mest á Spáni en þar fór húsnæðisverð niður um 12,8% á tímabilinu. Þar næst koma Slóvenía, Holland og Portúgal með 8,8%, 6,1% og 6,0% lækkun. Tölur fyrir Grikkland vantar hins vegar inn í samanburðinn. Af þeim fáu löndum innan evrusvæðisins þar sem verð hækkaði var hækkunin mest í Eistlandi, eða um 5,8%, og á Möltu um 5,4%. Kemur þetta fram í gögnum sem hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti fyrir skömmu.

Fylgir hagsveiflunni
Eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008 lækkaði húsnæðisverð talsvert á evrusvæðinu og náði botni á árinu 2009. Hækkaði það síðan nokkuð samhliða uppsveiflu á svæðinu fram á fyrri hluta árs 2011. Síðan þá hefur það verið að lækka og er nú orðið lægra en það fór lægst á árinu 2009. Hefur verðið ekki verið lægra síðan á seinni hluta árs 2006. Lækkun húsnæðisverðs á svæðinu frá árinu 2009 hefur hangið saman við samdrátt á svæðinu sem var 0,9% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og hefur verðlækkunin innan svæðisins verið mest í þeim löndum þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Þannig var 1,9% samdráttur á Spáni á fjórða fjórðungi í fyrra, 2,8% samdráttur í Slóveníu, 0,9% samdráttur í Hollandi og 3,8% samdráttur í Portúgal. Þá var 6,0% samdráttur í Grikklandi á sama tíma.

Ólík þróun hér á landi
Hér á landi hefur verð íbúðarhúsnæðis þróast með nokkuð öðrum hætti en á evrusvæðinu. Verð íbúðarhúsnæðis náði botni seinna hér en á evrusvæðinu eftir að fjármálakreppan skall á, eða á árinu 2010. Verðið hefur síðan verið að hækka þó svo að nokkuð hafi dregið úr hækkunartaktinum undanfarið. Húsnæðisverðið hefur þannig fylgt hagsveiflunni hér á landi sem hefur verið nokkuð hagfelldari undanfarið en á evrusvæðinu. Á fjórða fjórðungi í fyrra, þegar hagvöxtur mældist hér á landi 1,5%, hækkaði húsnæðisverð um 4,7% hér á landi frá sama ársfjórðungi árinu áður en lækkaði um 1,8% á evrusvæðinu líkt og áður sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 1033
  • Frá upphafi: 1119476

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 882
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband