Leita í fréttum mbl.is

ESB beitir smáríki þvingunum

Eins og meðfylgjandi frétt ber með sér beitti ESB Kýpur þvingunum. Það er að minnsta kosti mat forseta landsins.

Þegar bjarga þarf Þýskalandi, Frakklandi og öðrum stórríkjum - skipta þá sparifjáreigendur í smáríkjum einhverju máli?

 

Frétt Morgunblaðsins er svohljóðandi:

Kýpur var tilraunadýr fyrir Evrópusambandið vegna aðgerða sem sneru að því að skattleggja bankainnistæður. Þetta sagði forseti Kýpur, Nicos Anastasiades, á fundi í forsetahöllinni í höfuðborginni Nicosiu með fulltrúum frá Evrópuþinginu.

Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) samþykktu formlega í síðustu viku að veita Kýpur björgunarpakka vegna efnahagserfiðleika eyríkisins að upphæð 10 milljarða evra. Skilyrði þess er að kýpversk stjórnvöld útvegi sjálf 13 milljarða evra í viðbótartekjur. Stærstur hluti þess á að skila sér í gegnum skattlagningu á innistæður.

„Kýpur er ekki að biðja um sérmeðferð en vill fá réttláta og sanngjarna meðferð með sömu skilyrðum og önnur Evrópusambandsríki sem átt hafa í erfiðleikum,“ sagði Anastasiades.

„Við erum einfaldlega að fara fram á það sem við eigum rétt á: samstöðu. Því miður hafa þessi grundvallargildi Evrópusambandsins ekki verið virt. Þvert á móti hafa ákvarðanir, sem teknar hafa verið fyrirfram af hagsmunaaðilum, verið framkvæmdar með þvingunum.“


mbl.is Segir Kýpur hafa verið beitt þvingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 1771
  • Frá upphafi: 1186378

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1552
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband