Leita í fréttum mbl.is

Frosti Sigurjónsson: Að fara upp í ESB-vagninn en vilja samt ekki fara með

FrostiFrosti Sigurjónsson hitti naglann á höfuðið þegar Evrópusambandið var til umræðu í Kastljósinu í kvöld. Hann sagði að þegar stöðugur og mikill meirihluti væri gegn aðild að Evrópusambandinu væri umsóknar- og aðlögunarferli Íslendinga að ESB á við það að Íslendingar tækju sér far með ESB-vagninum til Brussel án þess að vilja lenda áfangastað.

Könnunin sem birt var í kvöld sýnir að 65 prósent þeirra sem taka afstöðu eru á móti því að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Eins og hér á þessari síðu hefur verið marglýst þá felur umsóknar- og aðildarferlið, sem réttnefnt er aðlögunarferli, það í sér að á meðan við erum í ferlinu þá eigum við að uppfylla smám saman ákvæði væntanlegs samnings. Þessu var einnig lýst af Bjarna Harðarsyni í umræðunum í kvöld þar sem hann vísaði til gagna sjálfs Evrópusambandsins um það hvað aðlögunarferlið felur í sér. Svo notuð sé samlíking Frosta þá eigum við Íslendingar, á meðan við erum í skoðunarferðinni í ESB-vagninum að uppfylla samninginn áður en á leiðarenda er komið, þ.e. áður en skrifað verður undir samning og hann lagður fyrir þjóðina. Þegar skoðunarferðin er á enda þá verðum við í raun orðin félagar í ESB-klúbbnum, því við eigum að vera búin að breyta okkar lögum og samþykktum, vinnureglum og stofnunum, til samræmis við kröfur ESB, eða lýsa því hvernig við ætlum að gera það. Fyrr verður ekki hægt að skrifa undir samning.

Þeir sem krefjast þess að viðræðunum verði lokið eru því að krefjast þess að Ísland lúti kröfum ESB og aðlagi sig í einu og öllu. Fyrr fáum við ekki að fara út úr ESB-skoðunarvagninum. Málið er að þjóðin vill í raun og veru ekki fara með vagninum á leiðarenda.

Miðað við hve miklu lengri tíma aðlögunarviðræðurnar hafa tekið en í upphafi var áætlað má búast við því að ferðin með ESB-vagninum geti orðið æði löng og þreytandi áður en okkur verður hleypt út.


mbl.is Meirihluti á móti inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og talað út úr mínu hjarta, hvernig er hægt að koma þeim skilaboðum til þjóðarinnar að hér eru engar samningaviðræður í gangi, bara aðlögun.  Það er bara svo sárt að sjá og heyra á hvaða villigötum fólk er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2013 kl. 22:09

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er fátt sem sameinar vinstri og hægri eins og langferðin í rútunni til Brussel.  Reyndar svo að jaðrar við fáránleikann einan.

Ég á vini, gallharða kommúnista og harðsoðna kapítalista, sem sitja hlið við hlið í þessari rútu og hafa aldrei verið kátari með samferðamenn sína en núna.

Veit að vísu ekki hvað verður eftir að ferðalangarnir hafa stigið úr rútunni, en maður verður nú að hafa eitthvað til þess að hlakka til að sjá - ekki satt?

Kolbrún Hilmars, 23.4.2013 kl. 22:29

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Svo virðist sem fólk hreinlega skilji ekki ennþá þessa einu einföldu og skýru málsgrein sem nokkrir hafa bent á um skilyrði fyrir inngöngu í ESB að umsókn eins og sú sem er í gangi frá Íslandi er ekki umsókn um samning heldur aðild.

ESB gefur ekki kost á samningum við nýja aðila um aðild heldur aðlögun þeirra að regluverki ESB. Punktur!
Það er það sem hefur verið í gangi eftir að Samfylkingin og Vinstri græn lögðu inn umsókn um aðild að ESB, aðlögun Íslands að regluverki ESB en ekki samninar um varanlegar undanþágur eins og myndi henta Íslandi.

Kristinn Snævar Jónsson, 23.4.2013 kl. 23:16

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Líklega hefur því verið þannig háttað með Jón Bjarnason fv. ráðherra að þegar hann áttaði sig á þessu þá fór hann að spyrna við fótum vegna þess að hann vildi ekki að Ísland hæfi aðlögun að ESB.

Kristinn Snævar Jónsson, 23.4.2013 kl. 23:20

5 identicon

Að sjá málsgreinina svart á hvítu óþýdda, er miklu áhrifaríkara því getur enginn hugsað að verið sé að mistúlka eða rangsegja þetta: 


"What is negotiated?

The conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and enforcement of all current EU rules (the "acquis").

These rules are divided into 35 different policy fields (chapters), such as transport, energy, environment, etc., each of which is negotiated separately.

They are not negotiable:

- candidates essentially agree on how and when to adopt and implement them.
- the EU obtains guarantees on the date and effectiveness of each candidate's measures to do this."

og vísa svo beint á síðuna þar sem þetta er að finna:  http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Sem sagt þegar síðasta kafla er lokað erum við búin að innleiða allar reglurnar á þeim 100.000 bls sem eru í Lissabon sáttmála og allir geta lesið. Þar að auki eru ógrynnin öll af reglum sem eru alger óþarfi fyrir okkur hér eins og t.d. ljósaperuruglið! Það er því bara alls ekki þannig að við séum eitthvað spennt að sjá hvað sé í pakkanum, við erum bara að fá sama pakka og allar hinar þjóðirnar hafa fengið!! Ég bara skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og þeir sem halda því fram að þeir vilji sjá hvað í boði er, komast upp með að draga okkur svona á asnaeyrunum. Annað hvort hafa þeir bara ekki lesið þetta nema þeir trúi virkilega að okkur bjóðist eitthvað betra en öllum hinum......mér finnst að það eigi að sækja þá til saka og láta endurgreiða þessar 300 miljónir sem búið er að eyða í þessa vitleysu/endileysu, fyrir utan ómældan tíma sem hefði verið betur varið í að huga að hagsmunum Íslands og þjóðinni hér heima við. Það er ekki að furða að Jóni Bjarnasyni hafi verið vikið frá sjávarútvegsráðherra stóli þar sem hann var að þráast við að innleiða og aðlaga regluverkið okkar á þeim bæ fyrir þann kaflann.  Þetta er hreinlega sakamál við íslensku þjóðina!

Auður Svanhvít Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 09:21

6 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, alveg prýðilegt hjá þér Auður að sýna þessa afgerandi klausu hreint og beint.
En, ertu ekki með góða þýðingu löggiltra skjalaþýðenda á henni? Sýndu hana endilega hér til viðbótar.
Útskýringar mættu gjarnan fylgja með fyrir þá sem ekki geta lesið sér til skilnings, ásamt hvatningum um að þeir fái jafnframt einhverja til að útskýra það fyrir sér (þ.e. aðra en hlutdræga össura).

Kristinn Snævar Jónsson, 24.4.2013 kl. 09:58

7 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

PS. Íslensk þýðing á þessari aðildarsamnings-klausu mætti gjarnan tróna efst á þessari bloggsíðu fólki til stöðugrar áminningar og viðvörunar.

Kristinn Snævar Jónsson, 24.4.2013 kl. 10:00

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er búin að birta þessa skýrslu núna lengi og oft.  Ég heyri hvernig skilningarvitinn á ESBliðinu lokast þegar þetta ber fyrir augu.  Það er alveg með ólíkindum hvernig hægt er að heilaþvo heila þjóð með lyginni um að kíkja í pakkann.   Þetta er aðlögun og ekkert annað, enginn pakki, engir samningar, engar undanþágur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2013 kl. 10:39

9 Smámynd: Elle_

Satt hjá Ásthildi.  Fjöldi manns er búinn að benda á þetta lengi.  Sem dæmi, Atli Gíslason og Jón Bjarnason:
Allt viðræðuferlið lýtur algerlega geðþótta ESB og regluverki þess. Það eru því helber ósannindi, sett fram gegn betri vitund, að við séum í samningaviðræðum við ESB.
Atli Gíslason og Jón Bjarnason: Stöðvum innlimunarviðræður ESB

Hans Haraldsson skrifaði:
Lagt var upp í Brusselför Samfylkingarinnar með viljandi mistúlkun á aðildarferlinu að leiðarljósi. Hluti ferlisins heitir upp á ensku "accession negotiations" og létu menn sem að úr þeim hluta kæmi samningur þar sem skilyrði aðildar væru fest á blað og hægt væri að þýða og dreifa svo hægt væri að taka "upplýsta ákvörðun" í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hans Haraldsson

Páll Vilhjálmsson skrifaði svipað og oft fyrr:
Eina leið inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp laga og regluverk ESB.

Olli Rehn þáverandi stækkunarstjóri gaf út árið 2007 samantekt á skilyrðum sem umsóknarríki þurfa að sæta við inngöngu. Þar segir á bls. 6

First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Þetta er sem sagt útgáfa sem kemur út tveim árum áður en Samfylkingin fíflaði VG að samþykkja umsókn á alþingi Íslendinga sumarið 2009. Hér kemur skýrt fram að umsóknarríki eru ekki í samningaviðræðum við ESB í neinum venjulegum skilningi þess orðs. Umsóknarríkin eru í aðlögunarferli þar sem þau taka jafnt og þétt upp reglubákn sambandsins. Tveim árum síðar er Stefan Füle orðinn stækkunarstjóri. Hann gefur út sömu útgáfu uppfærða sumarið 2011. Hér er sagt á bls. 9

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.
pallvil.blog.is

Elle_, 24.4.2013 kl. 18:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Elle, við erum búnar ásamt fleiru fólki að reyna að benda fólki á þetta lengi, og gott að loksins eru menn að vakna upp við þennan vonda draum að hér er ekki neinn pakki, eða samningur til að skoða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2013 kl. 21:28

11 Smámynd: Elle_

Frosti er ekki nógu fastur fyrir gegn þessu Brusselrugli (eða ICESAVE) þó hann skrifi sannfærandi oft og líka þarna.  Fæstir flokkar eru nógu fastir fyrir vegna þess að innan um er lint fólk sem snýst í sífellu, þorir ekki að vera á móti þessu rugli.  Þessvegna kaus ég J (svokallaða villiketti).

Elle_, 25.4.2013 kl. 01:22

12 Smámynd: Elle_

Ætla að taka það fram samt að ég get ekki fyrirgefið 2 J-mönnum ICESAVE, en slíkir JÁ-menn finnast þó í öllum flokkum, nema kannski litlu Alþýðufylkingunni.

Elle_, 25.4.2013 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 480
  • Sl. viku: 2448
  • Frá upphafi: 1176139

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2219
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband