Leita í fréttum mbl.is

Hálaunaðir embættismenn á rándýrum bensínhákum

sclassÁ sama tíma og atvinnuleysi og örbirgð breiðist út í evrulöndunum þeysast hálaunaðir starfsmenn ESB um á rándýrum þýskum lúxusbílum, sem kosta á bilinu 12 til 23 milljónir króna. Dýrustu módelin af Benz, BMW og Audi eru í sérstöku uppáhaldi hjá embættismönnunum. Þessir lúxusbílar eru líka algjörir bensínsvampar. Fáir embættismenn ESB nenna að vera að keyra um á umhverfisvænum farartækjum.

Embættismennirnir hafa líka efni á því að slá um sig. Stofnanir ESB borga embættismönnum og sérfræðingum há laun. Byrjunarlaun viðvaninga eru vart undir sem svarar einni milljón króna á mánuði. Þingmenn ESB skora aðeins hærra og eru með um það bil eina og kvartmilljón króna á mánuði. Það er þó lítið á við það sem margir embættismenn og sérfræðingar hafa, því laun þeirra nema yfirleitt sem nemur fáeinum milljónum króna á mánuði.

Víða á Norðurlöndum þykja laun embættismanna vera hærri en góðu hófi gegnir, enda oft miklu hærri en laun þeirra embættismanna og stjórnmálamanna sem starfa á heimavelli. Þar er kannski að einhverju leyti komin skýringin á því hversu velviljaðir margir embættismenn og stjórnmálamenn eru ESB?

Nýlega voru sagðar fréttir af því að 1.600 af 125.000 embættismönnum ESB hefðu hærri laun en forsætisráðherra Danmerkur. Í Svíþjóð er með reglulegu millibili fárast yfir því hvað embættismenn, t.d. fyrrum stjórnmálamenn, hafa í laun í Brussel. Algeng laun embættismanna eru sem svarar tæplega þremur milljónum króna. Samt er það svo, nú eftir að Svíar eru búnir að kynnast ESB, að það þykir ekki lengur sérstaklega eftirsóknarvert að hafa ESB á starfsferilskránni. Færri og færri Svíar nenna að hanga í Brussel og skófla pappírum fram og til baka. Þeim er því ekki alls varnað frændum vorum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér á Íslandi æpa umhverfissinnar og taka andköf ef einhver ekur á Amerískum pallbíl, og telja eigandann algjörann umhverfissóða. þetta fólk virðist ekki vita að ströngustu reglurnar og harðasta eftirlitið er í bandaríkjunum. Þaðan koma sparneytnustu bílarnir miðað við þyngd og fluttningsgetu. Mestu eyðsluhákarnir eru frá ESB og heita bens og Audi.

Karl Birgisson (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 115
  • Sl. sólarhring: 307
  • Sl. viku: 1803
  • Frá upphafi: 1220558

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 1655
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband