Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason tók fréttamenn RUV í kennslustund

jonbÞað var fróðlegt að fylgjast með því áðan hvernig Jón Bjarnason uppfræddi fréttamenn Ríkisútvarpsins um eðli samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Honum tókst smám saman að koma þeim í skilning um að þetta væru ekki neinar samningaviðræður, heldur einhliða aðlögun Íslands að regluverki ESB.

Þess vegna væri það rangnefni og misskilningur í skoðanakönnunum þar sem spurt er hvort fólk vilji ljúka samningaviðræðum til að sjá endanlegan samning og kjósa um hann. Verði viðræðurnar kláraðar verða Íslendingar búnir að stíga í raun langflest skref sem þarf til að ganga inn í Evrópusambandið. Eðlilegt væri að spyrja fólk um það hvort það vilji ganga þá braut og með þeim hætti inn í ESB.

Þetta eru engar samningaviðræður heldur einhliða aðlögun Íslands

Málið er nefnilega að þessar svokölluðu samningaviðræður felast í því, eins og Jón Bjarnason sagði, að Ísland lýsi því yfir hvenær og hvernig það ætli að taka upp reglur, reglugerðir og regluverk ESB, og hvenær og hvernig það ætli að breyta ýmsum lögum. Áður en mögulegur samningur verður undirritaður þarf því að liggja fyrir að Ísland sé búið að uppfylla hann og breyta sínu samfélagi, fyrir utan einhver minniháttar atriði sem tímabundinn frestur er veittur til að aðlaga.

Milljörðum veitt úr sjóðum ESB til að hafa áhrif á skoðanir Íslendinga

Það var líka fróðlegt að heyra Jón Bjarnason uppfræða sjónvarpsspyrla RUV um IPA-styrki og muninn á þeim og ýmsum menningarstyrkjum sem eru á allt öðrum grunni. Það er nefnilega þannig, eins og sumir hafa bent á, að IPA styrkjunum er meðal annars ætlað að hafa áhrif á skoðanir Íslendinga til aðildar að ESB um leið og þeim er ætlað að aðlaga Ísland að ESB fyrirfram og eru þeir því, ásamt þeim hundruðum milljóna sem fara í ESB-áróður í gegnum Evrópustofu, ekkert annað en það að bera fé á dóminn, eins og sagt er.

Það er nú vonandi eftir þessar skýringar Jóns Bjarnasonar að fréttamennirnir og fleiri fari nú að skilja það hvers konar viðræður eru í gangi og að af þeim sökum sé eðlilegt að hætta þeim nema að skýr þjóðarvilji sé til að ganga í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Varð svo upp með mér að ég tíundaði þetta á facebook.

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2013 kl. 23:13

2 identicon

þið voruð greinilega ekki að horfa á sama þátt og ég

rafn gudmundsson (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 00:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta var frábær frammistaða hjá Jóni Bjarnasyni, sem sagði það sem þurfti að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2013 kl. 00:16

4 identicon

Heyr, heyr mál til komið, það er svo vonandi að fréttamenn fari að skoða þetta mál og kynna með réttum hætti fyrir alþjóð!  Auðvitað þarf svo að orða skoðanakannanirnar rétt, vill þjóðin innleiða allt regluverkið og vera svo spurð álits???  Það efa ég stórlega!

Auður Svanhvít Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 00:36

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Samstaða þjóðar, 26.4.2013 kl. 00:42

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Jón var flottur og ekki öfundsverður að fá tvo heilþvegna og illa upplýsta fréttamenn á móti sér.

Eggert Sigurbergsson, 26.4.2013 kl. 02:22

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hugmyndir fréttamannanna um "samning", sem þjóðin á síðan að kjósa um, eru álíka gáfulegar og að gluða málningu á húsið sitt og ætla síðan að ákveða hvort þú ætlir að mála húsið eða ekki.

Furðulegt að fréttamenn, sem eiga að vera með gagnrýna hugsun, láti sér ekki detta í hug að ekki sé allt með feldu eftir árangurslausa "samninga" í fjögur ár!

ÞAÐ ER EKKI BÚIÐ AÐ SEMJA UM EITT NÉ NEITT Á FJÓRUM ÁRUM!

Eggert Sigurbergsson, 26.4.2013 kl. 02:42

8 identicon

Haha... "fréttamönnunum" svíður sennilega sárt, að það skuli hafa verið Jón Bjarna sem flengdi þau svo eftirminnilega.

Það verður æ ljósara, að spúla þarf duglega út úr Efstaleitinu.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 05:01

9 Smámynd: Skarfurinn

Jón Bjarnason er "risaeðla" sem veit ekkert hvað er í gangi í dag, forpokaður verndari gamla dýra landbúnaðrins, enda bóndasonur úr Bjarnarhöfn. Fáranlegt að láta út úr sér að við borgum mikið fyrir viðræður við ESB eða 300 milljónir en á sama tíma hefur Ísland fengið 6,5 milljarða í styrki (gjöf) frá ESB, er erfitt að reikna hvar hagnaðurinn liggur ?

Skarfurinn, 26.4.2013 kl. 09:20

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aha við þurfum sem sagt snýkjur og gylliboð til að láta kaupa okkur inn í ESB.  Hvar er stoltið í fólki sem talar þannig?  Jón er einn af þeim heiðarlegu mönnum sem þora að standa við sannfæringu sína og þau loforð sem hann gaf kjósendum, ólíkt flestum VG og Samfylkingarfólki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2013 kl. 09:23

11 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það er merkilegt að sjá, að ESB-sinnar telja mútu-greiðslur eðlilegar í samskiptum Samfylkingar við umheiminn. Hérna talar einn af þessum mútu-þegum um 6,5 milljarða sem hann og félagar hans hafa fengið frá Brussel, en þá er sjálfsagt ekki allt talið.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 26.4.2013 kl. 09:32

12 Smámynd: Skarfurinn

Ásthildur afhverju heldurðu að framboðs Jóns fá innan við 1% atkvæða (samkv. könnunum), er ekki einhver ástæða fyri hans óvinsældum ?

Skarfurinn, 26.4.2013 kl. 09:38

13 Smámynd: Skarfurinn

Loftur talar eins og ég persónulega hafi fengið styrk, þetta eru aðallega verkefnastyrkir til félaga og fyrirtækja og einnig til vísindatilrauna, veitir varla af eins og ríkissjóður stendur illa, er ekki sama hvaðan gott kemur ? 

Skarfurinn, 26.4.2013 kl. 09:41

14 identicon

Heldur skarfurinn að ESB haldi áfram að múta "rétta" fólkinu á Íslandi, þegar búið er að aðlaga og innlima Ísland?

Ef hann heldur það, er rétt að hann líti á þjóðirnar sem þjást unda kúgun ESB, eins og t.d Kýpur.

Og af hverju notar ESB mútuféð ekki til að gefa svöngum i ESB að éta, eða hjálpa þeim um lyf?

Næg er neyðin innan ESB, þar sem hvert atvinnuleysismetið á fætur öðru, er sett.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 10:03

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég gef frekar lítið fyrir skoðanakannanir í dag, við skulum sjá þegar talið er upp úr kössunum.  Annars kýs ég ekki Jón, ég er frambjóðandi í Dögun bara svo það sé á hreinu.  En ég þekki heiðarleikann þegar ég sé hann, og reyni að verja hann hver sem í hlut á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2013 kl. 10:04

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tæru snillingarnir í ríkisstjórninni herteknu, höguðu setningunum þannig á  minnisblaðinu  sem heimilaði "umsóknina", að ekki væri hægt að sækja um aðild, nema með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í lokin. Nú er umsóknin farin af stað. Enginn þorir þó að segja frá þessum raunveruleika opinberlega, og fyrir því eru eflaust margar ólíkar ástæður. Allir eru mannlegir og gera mistök. Sumir viljandi og sumir óviljandi.

Hringlanda-þvælunet snillinganna í æðstu fílabeinsturnunum kunna að blekkja og svíkja þá sem eru neðar í píramída-fílabeinsturninum. Það stendur í raun skýrt í minnisblaðinu frá 2009!

Það dugar ekkert annað en samstaða allra gegn þessu hernámi bankamafíunnar. En það sér enginn raunveruleikann eins og hann er í raun, því fjölmiðlarnir hafa leikið höfuðhlutverk í banka-blekkingarleiknum í áratugi!

Jón Bjarnason hefur gert allt sem var í hans takmarkaða valdi, til að tryggja almenningi á Íslandi einhverja lífsbjörg úr sjó, áður en heljarhöndin valdamikla og ósýnilega tæki restina! Jón Bjarnason á heiður og þakkir skilið!

Heimsbyggðin verður að vakna!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.4.2013 kl. 12:44

17 Smámynd: Skarfurinn

Mikið rosalega ertu fáfróð Anna Sigríður, ég á bara ekki orð, ertu heilaþvegin eða hvað ? til hvers að kjósa framboð sem nær bara 1% atkvæð, er það ekki að henda atkvæðinu útum gluggann ?

Skarfurinn, 26.4.2013 kl. 14:04

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef Jón hefur fengið fréttamannina inn á þá skoðun að við séum í aðlögunarferli en ekki samningaferli þá hefur honum ekki tekist að uppfræða þá heldur að blekkja þá. Við erum nefnilega ekki í neinu aðlögunarferli vegna ESB umsóknar okkar. Við höfum hins vegar verið í stöðugu aðlögunarferli í tvo áratugi vegna EES aðildar okkar og eru það einu aðlaganirnar sem eru í gangi. Eða gat Jón nefnt einhver dæmi um aðlögun og fært rök fyrir því að hún hafi ekki verð nauðsynleg vegna EES samningisn. Það hefur engum þeirra sem halda þessu dómsdagsbulli með aðlögunarviðræður tekist að sýna fram á.

Viðræðurnar snúast um tímasetningar á aðlögun sem fer fram milli þess tíma sem aðild er samþykkt og þangað til að formlegri aðild verður og fer það ferli aðeins í gang verði aðild samþykkt. Það er aðalreglan þó vissulega verði hugsanlega undantekningar frá því varðandi breytingar sem taka lengri tíma en þetta.

En aðalatriðið er það að ef aðildarsamningur verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun ekkert óafturkræft hafa átt sér stað.

Sigurður M Grétarsson, 26.4.2013 kl. 16:15

19 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigurður M Grétarsson.

"En aðalatriðið er það að ef aðildarsamningur verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun ekkert óafturkræft hafa átt sér stað."

Hvernig má það vera?  Hvað með öll lög sem tekin hafa verið upp til að auðvelda innlimun.  Eitt af verkefnunum var að selja bankana.  Hvernig verður hægt að vinda ofan af þeim gjörningi  þannig að hlutirnir verði eins og fyrir sölu?  Er það ekki óafturkræfur gjörningur? 

Benedikt V. Warén, 26.4.2013 kl. 16:43

20 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þótt ég sé ekki tilbúinn að fyrirgefa Jóni Bjarnasyni Icesave-svikin, þá verður að segja að hann hefur staðið sig vel í baráttunni gegn ESB.

Jón benti á það í gær, að við eigum að ljúka viðræðunum við ESB með slitum. Það er einfaldlega eini kosturinn í þessari stöðu, nema menn vilji hafa þetta ógeðslega mál hangandi yfir þjóðinni allt nærsta kjörtímabil.

Ekki gagnar neitt að "leggja viðræður til hliðar" heldur verður að slíta þeim á sama hátt og þær voru hafnar, það er að segja með ályktun frá Alþingi. Til að knýja Alþingi til að gæta sóma síns og landsins, er mikilvægt að allir þjóðhollir Íslendingar undirriti áskorunina:

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1294722/

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 26.4.2013 kl. 16:51

21 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það verður ekki búið að setja nein lög fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu nema hugsanlega að það tengist liðum sem ekki er hægt að klára á einu og hálfu til tveimur árum. Í þeim tilfellum verður ef þau verða til staðar þá verður ekki búið að gera neitt sem ekki er hægt að taka til baka.

ESB reglur banna ekki ríkisbanka og það er því engin krafa um sölu banka í aðildarviðræðum við ESB. Það eina sem ESB reglur banna í því samhengi er að ríksibankanrir fái fyrirgreiðslu sem einkabankar fá ekki eins og til dæmis ríkisábyrð á skuldum þeirra. Það er reyndar eins gott eftir reynslu síðustu ára.

Sigurður M Grétarsson, 26.4.2013 kl. 16:54

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

I Króatíu eru tvö ár síðan köflum var lokað og þeir eru farnir að vinna samkvæmt ESB regluverkinu, en hafa ekki ennþá fengið að kjósa um "samninginn", þannig verður þetta líka hér ef þetta verður ekki stöðvað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2013 kl. 19:08

23 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er rangt Áshildur. Króatar samþykktu aðild að ESB fyrir ári síðan og eru því núna í því aðlögunarferli sem fer fram milli samþykktar og aðildar. Þeir verða formlega aðilar að ESB þann 1. júlí í ár ef ég man rétt. Hjá þeim var ekki búið að gera neinar óafturkræfar aðlaganir fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurður M Grétarsson, 26.4.2013 kl. 23:05

24 Smámynd: Samstaða þjóðar

Að loknum morgundeginum fær Samfylkingarfólk góðan (langan) tíma til að láta sig dreyma um ESB, ekki styttri en 100 ár  

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 26.4.2013 kl. 23:57

25 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Aðrir eins "fréttamannabjálfar", sem ætluðu sér að éta Jón Bjarnason í "sjónvarpi allra landsmanna", hafa tæpast orðið að meira athlægi á öldum ljósvakans. Þvílíkir amatörar og illa upplýstir spyrlar, hafa ekkert erindi í fjölmiðlum, sem þáttastjórnendur. Það er lágmarkskilyrði að fréttamenn á ríkisfjölmiðli sýni hlutleysi, en um leið ákveðna grimmd við pólitíska frambjóðendur fyrir kosningar, sem og ávallt. Að horfa á þetta spyrjendapar niðurlægt af Jóni Bjarnasyni, var ekkert annað en grátbroslegt og flutti manni heim sanninn um það að á fréttastofu RÚV vinnur lítið annað en forritað evrópusambandsaðildarsinnað fólk. Ömurlegt að ekki skuli vera hægt að segja sig frá því að borga fyrir þessa óværu. Fréttastofa RÚV er rúin trausti og algerlega ófær um að flytja fréttir á hulausan hátt, þegar kemur að öllu þessu blessaða evrópusambandskjaftæði öllu saman. Svona álíka truverðug og urriðakynlífsfræðingur á saga class og fimm stjörnu hótelum í Brussel. Frussss á fréttastofu RÚV!

Halldór Egill Guðnason, 27.4.2013 kl. 01:51

26 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Loftur. Þegar fólk áttar sig á því að ástæða þess að það ber mun þyngri byrðar vegna húsnæðislána en fólk í nágrannalöndum okkar er krónan en ekki verðtrygtgingin þá getur mikið breyst varðandi stuðning við ESB aðild. Verði verðtrygging bönnuð eins og margt bendir til þá áttar fólk sig fljótlega þegar engin þeirra vandamála sem henni eru ætluð leysast eða minnka. Þá fara böndin flótt að berast að hinum raunverulega sökudólg það er krónunni.

Svo skemmir ekki fyrir ef fólk verður meira upplýst um hvað felst raunverulega í ESB aðild. Þá áttar fólk sig á því að uppistaðan í áróðri ykkar ESB andstæðinga er lítið annað en mýtur og innistæðulaus hræðsluáróður. Fullyrðingin um að við séum í aðlögunarferli að ESB vegna ESB aðildar og því verði ekki aftur snúið ef ferlið fær að halda áfram er gott dæmi um það svo ekki sé talað um bullið um að við munum missa sjávarauðlindir okkar.

Sigurður M Grétarsson, 27.4.2013 kl. 08:24

27 Smámynd: Samstaða þjóðar

Sigurður, staðreyndin er sú að Flotkrónan veldur stöðugri verðbólgu. Hrunið var óvenju mikið gengisfall Krónunnar og af því leiddi óvenju mikil verðbólga. Verðtryggingin skapaði síðan þann forsendubrest húsnæðislána, sem ég og fleirri vilja leiðrétta með aðför að Hrægömmunum.

 

Samfelld lág verðbólga er ekki stórt vandamál, vegna þess að laun og aðrar hagbreytur hafa svigrúm til að aðlagast. Þeim sem telja verðbólgu vera gott hagstjórnartæki skjátlast, því að samfelld lág verðbólga nær ekki að skapa eignabruna eða lækka laun. Almenningur stendur af sér lága verðbólgu og gefur ekki gaum að skaðlegum áhrifum flotgengis á afkomu til lengri tíma.

 

Hins vegar koma við fyrirkomulag flotgengis alltaf tímabil þegar allt fer úr böndunum. Þetta er einkenni á smáum hagkerfum sem vegna smæðar eru háð utanríkisviðskiptum. Við gengisfall skellur á smáu hagkerfi flóðbylgja verðhækkana, sem stórt hagkerfi finnur ekki fyrir. Það er við gengishrun sem byrðar lenda á almenningi, bæði eignabruni og hlutfallsleg lækkun launa.

 

Ef taka á upp fastgengi verður að gera það strax eftir gengishrun, þegar fólk finnur skaðsemina á eigin skinni. ESB-sinnar benda á kosti fastgengis, en vilja eingöngu tala um fastgengi með Evru. Þess vegna sjá allir að röksemdir ESB-sinna eru blekkingar. Öðrum gjaldmiðlum fylgja ekki pólitískir ókostir Evrunnar. Þess vegna er mikilvægt að slíta viðræðum við ESB og hefja alvöru undirbúning að upptöku fastgengis.

 

Þegar öllum er orðið ljóst að Evran er úr sögunni, má jafnvel hugsa sér að fólk eins og þú leggir lið baráttu fyrir upptöku fastgengis, með öðrum gjaldmiðli en Evru. Fastgengi er hægt að ná með tveimur atferðum, sem eru jafngildar hvað varðar stöðugleika, en ekki varðandi hagkvæmi. Þessar lausnir hefur þú lesir um í blaðagreinum mínum.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 27.4.2013 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 142
  • Sl. sólarhring: 147
  • Sl. viku: 967
  • Frá upphafi: 1117859

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 860
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 130

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband