Leita í fréttum mbl.is

Góður meirihluti fyrir fullveldi

Niðurstaða kosninganna felur í sér góðan stuðning við áherslu á fullveldi Íslands, andstöðu við aðild að Evrópusambandinu og stöðvun viðræðna um aðild að sambandinu.

Í útlöndum eru blaðamenn og einstaklingar farnir að skrifa og tísta um að niðurstaða kosninganna hafi það í för sér að viðræður við ESB verði stöðvaðar.

Það er ein af niðurstöðum þessara kosninga. Því ættu stjórnmálaflokkarnir og næsta ríkisstjórn að huga að öðrum og brýnni málum. Nú þurfa tugir opinberra starfsmanna að fara að sinna öðru en að undirbúa breytingar á íslenskum lögum, reglum, vinnubrögðum og stofnanagerð til að slíkt þóknist stjórnsýslu ESB.

Nú er hægt að fara að snúa sér að þeim úrlausnarefnum sem kjósendur telja brýnni miðað við niðurstöður kosninganna.

Til glöggvunar er hér endurbirt ESB-stefna þeirra flokka sem fá fulltrúa á Alþingi í þessum kosningum:

Framsóknarflokkurinn: Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
http://www.framsokn.is/wp-content/uploads/2013/03/ályktanir.pdf

Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram. http://www.xd.is/malefnin/utanrikismal/


Vinstri hreyfingin - grænt framboð:
Landsfundur Vinstri grænna telur að Íslandi sé best borgið utan ESB en vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og setja ferlinu tímamörk, til dæmis 1 ár frá kosningum. Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun ennfremur beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi.
http://www.vg.is/wp-content/uploads/2013/02/alyktanapakkinnallur_loka_efnisyfirlit.pdf


Píratar: Það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka að taka afstöðu með eða á móti aðild en aftur á móti eiga þeir að vera undirbúnir undir hvora niðurstöðuna sem er.
http://www.piratar.is/stefnumal/

Björt framtíð: Löndum góðum samningi við ESB sem þjóðin getur eftir upplýsta umræðu samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.Þá opnast leið til gjaldmiðilssamstarfs við Evrópska seðlabankann (ERM II), sem strax getur aukið stöðugleika. Svo getum við tekið upp evru þegar skilyrði skapast til þess. Það er auðvitað ekki töfralausn en þó að öllum líkindum sigurstranglegasta leiðin í átt að efnahagslegum stöðugleika.
http://www.bjortframtid.is/aherslur/


Samfylkingin: Það er forgangsatriði jafnaðarmanna að halda aðildarviðræðum áfram af fullri einurð og að leggja fullbúinn samning í þjóðaratkvæði. Aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru eru mikilvægasta skrefið í átt til efnahagslegs stöðugleika, hagvaxtar og betri rekstrarskilyrða fyrir heimili og fyrirtæki. http://www.samfylkingin.is/Portals/0/1_Skjalasafn/Landsfundur%202013/Stj%C3%B3rnm%C3%A1la%C3%A1lyktun%20Samfylkingarinnar%202013.pdf


mbl.is Geta myndað stjórn með 51% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...ef Ísland væri virkilega fullvalda þá myndi þessi grein meika sens.  En því miður....EES og WTO gera það að verkum að landið hefur afsalað sér fullveldinu og er því ekki fullvalda.  Leggið þið til að D og B segi upp EES samningnum og gangi úr WTO?  Því ef ekki, þá eruð þið ekki sjálfum ykkur samkvæmir.

Gaupi (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 233
  • Sl. sólarhring: 450
  • Sl. viku: 2666
  • Frá upphafi: 1176357

Annað

  • Innlit í dag: 206
  • Innlit sl. viku: 2411
  • Gestir í dag: 199
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband