Leita í fréttum mbl.is

Evrukreppan er að ná til Danmerkur, Svíþjóðar og Hollands

„Fram að þessu hafa vandamál evruríkjanna fyrst og fremst verið við Miðjaðarhaf og á Írlandi. Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland hafa þurft á neyðarlánum að halda og nú síðast Kýpur. Þó ber að taka fram að aðstoðin við Spán snýr til þessa eingöngu að spænskum bönkum.“

Svo segir Styrmir Gunnarsson á vef Evrópuvaktarinnar.

Hann segir ennfremur:

„Nú eru vaxandi umræður um að Ítalía eigi eftir að lenda í sömu stöðu og verði að leita neyðarláns og er bandaríska matsfyrirtækið Moody´s í hópi þeirra, sem það hafa sagt opinberlega. Jafnframt eru vaxandi áhyggur af efnahagslegri stöðu Frakklands.

En það sem þó vekur mesta athygli þessa dagana er að vandamálin eru að leita enn norðar en til Frakklands. Í gær á 1. maí var aðsúgur gerður að Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, þegar hún hugðist halda ræðu í tilefni af hátíðisdegi verkalýðsins, Forsætisráðherrann, sem jafnframt er leiðtogi danskra jafnaðarmanna varð að hætta við flutning ræðunnar vegna mótmæla, sem að henni beindust. Sú reiði, sem þarna braust fram beindist ekki bara að forsætisráðherranum heldur líka að öðrum fulltrúum ríkisstjórnarinnar, sem töluðu eða ætluðu að tala á 1. maí.

Þessi viðbrögð almennings hafa að vonum vakið mikla athygli í Danmörku og benda til þess að ekki sé allt með felldu í dönsku þjóðlífi. Evrukreppan sé líka farin að láta finna fyrir sér þar.

Hingað til hefur verið litið á Holland í sama flokki efnahagslega og Þýzkaland. Nú er upplýst í Daily Telegraph að svo er ekki og fullyrðir blaðið að Holland sé komið nálægt því að falla í svipaða kreppu skuldsetningar og verðhjöðnunar og hrjáð hefur Japan í tvo áratugi. Þetta þýðir að það er heldur ekki allt með felldu hjá Hollendingum og rétt að halda því til haga að bæði Danir og Hollendingar töluðu niður til Íslendinga haustið 2008.

Í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag kemur fram, að þegar námufyrirtæki í Norður-Svíþjóð auglýsti 400 störf laus sóttu hvorki meira né mina en 22 þúsund manns um þau störf. Í ljós kemur að atvinnuleysi í Svíþjóð er komið í 8,8% sem þýðir að nær hálf milljón Svía er án atvinnu. Jafnvel í því mikla velmegunarríki Svíþjóð er nú svo komið að evrukreppan og fjármálakreppan í heild teygir anga sína þangað.

Evrukreppan er ekki lengur staðbundið vandamál Miðjarðarhafsríkjanna og Írlands. Hún er að breiðast út um allt evrusvæðið og til ESB-ríkja, sem ekki hafa tekið upp evru.

Það er gott fyrir Ísland að Samfylkingin mun ekki öllu lengur ráða ríkjum í utanríkisráðuneytinu.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru menn ekki að verða þreyttir á þessum endalausum „negative“ skrifum Styrmis um Evruna og nágrannalönd okkar í Evrópu?

Á sinn hátt er þetta einnig tragikómískt, þegar haft er í huga að íhaldsmaðurinn Styrmir, sem reynt hefur að vekja athygli á okkar ógeðslega klíkusamfélagi, hefur frá blauti barnsbeini verið hlýðinn og þægur fylgjandi þeirrar stefnu Íhaldsins sem endaði með allsherjar hruni og rústalagningu landsins.

Hefur þessi lögfræðingur burði til að gefa nágrönnum okkar í Evrópu holl ráð?

Tími til kominn að einhver taki kallinn tali og reyni að koma vitinu fyrir hann.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 22:32

2 identicon

Haukur: Ástandið í Evrópu batnar ekkert ef Styrmir hættir að skrifa um það.

Hvar var það annars sem fór í allsherjarrúst hér á Íslandi?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 145
  • Sl. viku: 896
  • Frá upphafi: 1118784

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 802
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband