Sunnudagur, 5. maí 2013
Nýr flokkur ef ekki er farið að þjóðarvilja
Fráfarandi ríkisstjórn sótti um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina álits, og reyndar án þess að stjórnin væri öll á bak við umsóknina. Síðan hefur meirihluti þjóðarinnar verið andvígur aðild að ESB. Ef gengið verður áfram gegn þjóðarvilja með þessum hætti er líklegt að hér spretti upp stór ESB-andstöðuflokkur líkt og er að gerast í Bretlandi, Þýskalandi og víðar.
Þetta kemur m.a. fram í nýlegum pistli Björns Bjarnasonar á Evrópuvaktinni.
Um þetta segir Björn:
Flokkur breskra sjálfstæðissinna eða fullveldissinna, UKIP, sem er í andstöðu við aðild að ESB hlaut um 23% atkvæða í sveitarstjórnakosningum á Englandi fimmtudaginn 2. maí. Þessi mikli árangur hefur valdið pólitískum jarðskjálfta í Bretlandi og sérstaklega innan Íhaldsflokksins.
David Cameron, forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsmanna, sagði föstudaginn 3. maí þegar úrslitin lágu fyrir og flokkur hans var í sárum: Það ber að sýna kjósendum UKIP virðingu. Hann hafði áður lýst UKIP og fylgismönnum flokksins sem sérvitringum, furðufuglum og rasistum í dulargervi.
UKIP-flokkurinn var stofnaður 1993 eftir að Maastricht-sáttmálinn og sameiginlega myntsamstarfið kom til sögunnar. Helsta baráttumál flokksins er að Bretar segi tafarlaust skilið við Evrópusambandið. Þá leggur hann einnig áherslu á harðari stefnu gegn innflytjendum.
Undanfarið hefur Íhaldsflokkurinn boðað aðgerðir til að sporna gegn komu innflytjenda til Bretlands og í janúar 2013 flutti David Cameron ræðu þar sem hann hét Bretum að þeir gætu kosið um aðild að ESB fyrir árslok 2017 yrðu íhaldsmenn þá enn við völd en kosið verður til breska þingsins 2015.
Sagan kennir Bretum að stóru flokkarnir segjast ætla að bera aðildina að ESB eða þætti tengda henni undir atkvæði kjósenda en svíkja hins vegar loforð í þá veru þegar á hólminn er komið. Margir telja því Cameron hafa búið til enn eina kosningabrelluna með loforði um þjóðaratkvæði fyrir árslok 2017.
David Davis, áhrifamaður í þingflokki íhaldsmanna, brást við útreið flokksins í sveitarstjórnakosningunum með kröfu um að þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði flýtt til að ná ESB-málinu úr höndum UKIP. Theresa May innanríkisráðherra hefur hafnað þessari hugmynd en sagt að almenningur eigi rétt á meiri fullvissu um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Hér á landi bíða menn eftir nýjum stjórnarsáttmála til að átta sig á næstu skrefum í ESB-málinu. Þau hljóta að felast í fyrirheiti um að þjóðin eigi síðasta orðið um hvort haldið verði áfram á umsóknarbrautinni og úr því verði skorið á þessu kjörtímabili með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fráfarandi ríkisstjórn klúðraði ESB-umsókninni áður en hún var send til Brussel af því að hún leitaði ekki álits þjóðarinnar áður en aðlögunarferlið hófst. Án náins samráðs við íslensku þjóðina í ESB-málum verður til flokkur hér á landi í anda UKIP og sambærilegra flokka hvarvetna í ESB-löndunum. Almenningur sættir sig ekki við fyrirmæla- og ofríkisstefnuna frá Brussel og undirgefni heimastjórnmálamanna gagnvart Brusselvaldinu.
Nýjustu færslur
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
- Ormagryfjan djúpa
- Hve stór er Evrópa?
- Passaðu þrýstinginn maður!
- Orkumálaráðherra Svíþjóðar er bláreið við Þjóðverja
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 220
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 2193
- Frá upphafi: 1182957
Annað
- Innlit í dag: 196
- Innlit sl. viku: 1916
- Gestir í dag: 181
- IP-tölur í dag: 181
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þær voru nokkrar skoðunarkannarnir á árinu 2009 sem sýndu alltaf sömu niðurstöðuna...það var alltaf meirihluti fyrir þessari umsókn, það er ekki hægt að þræta fyrir það og halda eitthvað allt annað!
Átti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla hvort það ætti að leggja fram ESB-frumvarp fyrir þingið!..ég kannast ekki við svoleiðis vinnureglur hjá Alþingi.
Alþingi samþykkti að fara í viðræður og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.
Þetta er ekki flókið.
Friðrik Friðriksson, 5.5.2013 kl. 21:51
Friðrik,
http://euobserver.com/enlargement/28524
http://visir.is/article/20090126/FRETTIR01/140609051/-1
http://vefblod.visir.is/index.php?s=2985&p=73056 (efst til vinstri)
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/11/24/minnkandi_ahugi_a_esb_adild/
Eyjólfur (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 22:22
Friðrik, það er ægilega flókið ef þú ætlar að fara um Moggabloggið með rangfærslur.
Elle_, 5.5.2013 kl. 23:03
þetta er auðvitað rétt hjá Friðrik - og svo eru þið komin með svona nei flokk - xJ en hann fékk 1,1% í síðustu kostningum
rafn gudmundsson (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 23:15
Rafn, dálítið órökrétt að kalla 59,8% (nú hærra) minnihluta. Það er enginn svona grænn að segja þetta ekki viljandi.
Elle_, 5.5.2013 kl. 23:44
Þjóðin er að átta sig á því að það verður engin samningur til að blaða í yfir góðum kaffibolla.
Þjóðin er að átta sig á því að það er búið að ljúga að henni um að hún fái að ráða enda verður aðlögun lokið þegar hún fær aðkomu að málinu.
Þjóðin situr uppi með fulla aðlögun að öllu regluverki sambandsins hvort sem hún kýs að standa fyrir utan sambandið eða ekki.
Þjóðin er að átta sig á að markmið sambandsinna er að klára aðlögunarferlið hvað sem það kostar enda verður þá hægt að kjósa endalaust um inngöngu í sambandið með engum fyrirvara ef það hefst ekki í fyrstu atrennu.
Þjóðin vill ekki ganga í sambandið en samt er fullur þriðjungur hennar sem skilur ekki aðildarferlið og fellur fyrir lyginni um að það sé "samningur" í boði sem ábyrgðarlaust sé að kíkja í.
Þjóðin hefur aldrei fengið tækifæri til að sjá "samning" sem gerður hefur verið eftir nýja fyrirkomulaginu frá 2000 sem allar nýjar þjóðir verða að gangast undir enda eru þeir ekki til þótt fjöldi Austur-Evrópuþjóða hafi gengið í sambandið.
Þjóðinni stendur til boða að fá að sjá lista yfir gálgafresti sem veittir hafa verið í aðildarferlum frá 2000 enda er það eina sem er í boði.
Þjóðin er að átta sig á því að krafa sambandssinna sem byggir á skoðanakönnun sem byggð er á vanþekkingu vegna gengdarlausrar lygi fráfarandi stjórnvalda er aðför að þjóðinni.
Eggert Sigurbergsson, 6.5.2013 kl. 07:54
Aðlögun að ESB var ekki samþykkt af þinginu.
Það var samþykkt með fyrirvara, að fara í samningaviðræður og þjóðin fengi að kjósa áður en aðlögun hæfist.
Rétt skal vera rétt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2013 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.