Leita í fréttum mbl.is

Svíar gera sér grein fyrir skaðsemi evrunnar

sviarSvíar gera sér grein fyrir skaðsemi evrunnar á þróun efnahagsmála í Evrópu. Það er mat sænskra vísindamanna í dag. Aðeins 9% Svía vilja taka upp evru, en 76% eru á móti því. Jafnframt hefur stuðningur Svía við aðild að ESB minnkað.

Morgunblaðið segir svo frá:

„Evrunni hefur, með réttu eða röngu, verið að mestu kennt um það sem gerst hefur í efnahagslífi Evrópusambandsins sem hefur síðan haft óbein áhrif á sænska hagkerfið,“ segir Sören Holmberg, prófessor í stjórnmálafræði við Gautaborgarháskóla, í samtali við sænska ríkisútvarpið Sveriges Radio, en samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem unnin var í tengslum við rannsókn sem hann stendur að vilja einungis 9% Svía skipta evrunni út fyrir sænsku krónuna. 76% eru því andvíg.

Fram kemur í fréttinni að um ítarlega rannsókn hafi verið að ræða á afstöðu Svía til Evrópusambandsins sem náði allt frá trausti til Evrópuþingsins til þess hvernig veran í sambandinu hafi haft áhrif á stefnu Svíþjóðar í áfengismálum. Niðurstöður hennar séu mjög afdráttarlausar en þær bendi til þess að afstaðan til Evrópusambandsins hafi almennt versnað síðan efnahagserfiðleikarnir hófust á evrusvæðinu árið 2010.

Holberg segir að það sé ljóst að erfiðleikarnir á evrusvæðinu valdi auknum efasemdum Svía í garð Evrópusambandsins en samkvæmt könnuninni hefur stuðningur við aðild Svíþjóðar að sambandinu minnkað og styðja nú 42% hana en 25% vilja ganga úr því. Árið 2010 var stuðningur við aðild 53%. 30% telja að veran í Evrópusambandinu hafi haft frekar eða mjög jákvæð áhrif á möguleika Svía á að hafa áhrif innan sambandsins en 27% frekar eða mjög neikvæð áhrif. 40% telja hins vegar að aðildin að Evrópusambandinu hafi haft frekar eða mjög neikvæð áhrif á sjálfstæði Svíþjóðar en 9% frekar eða mjög jákvæð áhrif.

Þá vilja einungis 11% Svía að Evrópusambandið verði að einu sambandsríki. „Afgerandi meirihluti Svía er andsnúinn þróun í átt að Bandaríkjum Evrópu. Þeir vilja efnahagsbandalag en vilja ekki fara lengra en staðan er í dag,“ segir Holberg sem bætir við að ef þessar efasemdir Svía um Evrópusambandið verði áfram til staðar í svo miklum mæli gæti það haft áhrif á kosningarnar til Evrópuþingsins á næsta ári.


mbl.is 9% Svía vilja taka upp evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 175
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 2148
  • Frá upphafi: 1182912

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 1877
  • Gestir í dag: 146
  • IP-tölur í dag: 146

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband