Leita í fréttum mbl.is

Svíar gera sér grein fyrir skađsemi evrunnar

sviarSvíar gera sér grein fyrir skađsemi evrunnar á ţróun efnahagsmála í Evrópu. Ţađ er mat sćnskra vísindamanna í dag. Ađeins 9% Svía vilja taka upp evru, en 76% eru á móti ţví. Jafnframt hefur stuđningur Svía viđ ađild ađ ESB minnkađ.

Morgunblađiđ segir svo frá:

„Evrunni hefur, međ réttu eđa röngu, veriđ ađ mestu kennt um ţađ sem gerst hefur í efnahagslífi Evrópusambandsins sem hefur síđan haft óbein áhrif á sćnska hagkerfiđ,“ segir Sören Holmberg, prófessor í stjórnmálafrćđi viđ Gautaborgarháskóla, í samtali viđ sćnska ríkisútvarpiđ Sveriges Radio, en samkvćmt niđurstöđum nýrrar skođanakönnunar sem unnin var í tengslum viđ rannsókn sem hann stendur ađ vilja einungis 9% Svía skipta evrunni út fyrir sćnsku krónuna. 76% eru ţví andvíg.

Fram kemur í fréttinni ađ um ítarlega rannsókn hafi veriđ ađ rćđa á afstöđu Svía til Evrópusambandsins sem náđi allt frá trausti til Evrópuţingsins til ţess hvernig veran í sambandinu hafi haft áhrif á stefnu Svíţjóđar í áfengismálum. Niđurstöđur hennar séu mjög afdráttarlausar en ţćr bendi til ţess ađ afstađan til Evrópusambandsins hafi almennt versnađ síđan efnahagserfiđleikarnir hófust á evrusvćđinu áriđ 2010.

Holberg segir ađ ţađ sé ljóst ađ erfiđleikarnir á evrusvćđinu valdi auknum efasemdum Svía í garđ Evrópusambandsins en samkvćmt könnuninni hefur stuđningur viđ ađild Svíţjóđar ađ sambandinu minnkađ og styđja nú 42% hana en 25% vilja ganga úr ţví. Áriđ 2010 var stuđningur viđ ađild 53%. 30% telja ađ veran í Evrópusambandinu hafi haft frekar eđa mjög jákvćđ áhrif á möguleika Svía á ađ hafa áhrif innan sambandsins en 27% frekar eđa mjög neikvćđ áhrif. 40% telja hins vegar ađ ađildin ađ Evrópusambandinu hafi haft frekar eđa mjög neikvćđ áhrif á sjálfstćđi Svíţjóđar en 9% frekar eđa mjög jákvćđ áhrif.

Ţá vilja einungis 11% Svía ađ Evrópusambandiđ verđi ađ einu sambandsríki. „Afgerandi meirihluti Svía er andsnúinn ţróun í átt ađ Bandaríkjum Evrópu. Ţeir vilja efnahagsbandalag en vilja ekki fara lengra en stađan er í dag,“ segir Holberg sem bćtir viđ ađ ef ţessar efasemdir Svía um Evrópusambandiđ verđi áfram til stađar í svo miklum mćli gćti ţađ haft áhrif á kosningarnar til Evrópuţingsins á nćsta ári.


mbl.is 9% Svía vilja taka upp evruna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 385
  • Sl. sólarhring: 461
  • Sl. viku: 2160
  • Frá upphafi: 1209889

Annađ

  • Innlit í dag: 352
  • Innlit sl. viku: 1966
  • Gestir í dag: 328
  • IP-tölur í dag: 325

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband