Leita í fréttum mbl.is

ESB saumar að Færeyingum

ESB ætlar að taka hart á móti Færeyingum í deilum um veiðar í Atlantshafi, eins og meðfylgjandi frétt á visir.is ber með sér. ESB ætlar greinilega að taka deilurnar við Færeyinga og Íslendinga í nokkrum skrefum:

 

ESB gefur Færeyingum mánaðarfrest í síldardeilunni

ESB gefur Færeyingum mánaðarfrest í síldardeilunni

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í dag að Færeyingar hefðu eins mánaðar frest til að svara ESB um hvort þeir ætluðu að endurskoða ákvörðun sína um stóraukinn kvóta úr síldarstofninum í Norður Atlantshafi.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að ef svar komi ekki innan þessa fresta munu refsiaðgerðir ESB á hendur Færeyingum taka gildi. Þær fela m.a. í sér bann á sölu á færeyskri síld og síldarafurðum innan ESB sem og löndunarbann á færeysk síldarskip í öllum höfnum sambandsins.

Deila þessi hefur staðið frá því í desember í fyrra. Þá ákváðu Færeyingar að segja sig frá samningaviðræðum um síldaveiðar í Norður Atlantshafi. Auk þeirra og ESB áttu Íslendingar, Norðmenn og Rússar aðild að þessum viðræðum. Í framhaldinu ákváðu Færeyingar einhliða að auka síldarkvóta sinn um 145% frá þeim kvóta sem þeir höfðu fengið árið áður.

Hinar þjóðirnar, og ESB, höfðu áður ákveðið að skera síldarkvótann niður um 26% en það var talið nauðsynlegt til þess að viðhalda stofninum í þeirri stærð sem hann er núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta blogg vekur fleiri spurningar en það svarar. 

Það vantar útskýringar á því hver sé aðkoma ESB og Rússa varðandi  norsk-íslenska síldarstofninn.

Kolbrún Hilmars, 17.5.2013 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 1765
  • Frá upphafi: 1183622

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1539
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband