Sunnudagur, 26. maí 2013
Nú ríður á að efla Heimssýn
Heimssýn vann síðustu orustuna um ESB-málið hér á landi. Stríðið er þó langt frá því unnið. Það þarf að fylgja eftir sigrinum í síðustu kosningum og tryggja að ESB-daðrinu verði hætt fyrir fullt og fast. Ísland og Heimssýn geta einnig miðlað af reynslu sinni til hrjáðra evruþjóða. Það yrði þó allt önnur útrás frá Íslandi en var fyrir hrun.
Erlendis horfa margir til Íslands vegna þess hvernig Íslendingar hafa tekið á bankakreppunni, Icesave-málinu og ESB-aðildarviðræðum nú í síðustu kosningum. Vissulega hefur hvert land sínar séraðstæður og sjaldnast er hægt að yfirfæra reynsluna hráa til nota fyrir aðrar þjóðir. En Íslendingar þykja að sumu leyti fyrirmynd í ýmsu sem þeir hafa gert að undanförnu. Við skulum ekkert vera feimin að tala um það. Evrópubúar vilja hlusta á okkur og við höfum einnig gott af því að heyra aðeins nánar af reynslu Evrópubúa. Heimssýnarfólkið, Icesave-baráttufólkið og ýmsir aðrir af því tagi ættu að láta rödd sína heyrast í Evrópu jafnframt því sem við ættum að hlusta betur eftir því sem er að gerast í álfunni.
Með því að efla tengsl á milli grasrótarstarfsemi og almennings hér á landi og á meginlandinu má áreiðanlega stuðla að því að stýra málum til betri vegar en toppembættismanna- og stjórnmálaelítunni hefur tekist til þessa. Þar er mikið verk að vinna.
En það er líka feykimikið verk óunnið hér á landi við að fylgja eftir sigrinum í síðustu kosningum og því sem stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Þess vegna þurfum við að halda baráttunni áfram á fullum dampi þótt hún verði ef til vill með eitthvað öðru sniði en verið hefur.
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 45
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 2008
- Frá upphafi: 1176862
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 1828
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ESB er farið að lauma sér í sokkaskúffuna hjá alsaklausum Íslendingum, þá er nú fokið í flest skjól!
http://www.gys.is/gys/LesaFrett.aspx?ID=318
Gyssur Galan (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 14:02
Tek undir með greinarhöfundum hér á Heimssýnar blogginu.
"Nú ríður á að efla Heimssýn" Reyndar sem aldrei fyrr.
Þó svo að við getum að hluta til fagnað áfanga sigri í ESB málinu.
Þá þurfum við að herða á því að þessi ríkisstjórn standi almennilega við kosningaloforð sín um að hætta ESB aðildarferlinu og loki á frekari aðlögun og aðlögunarstyrki frá ESB. Og engar refjar.
Einnig að þeir fari ekki upp úr þurru og að ástæðulausu að láta kjós um eitthvað sem að þeir lofuðu aldrei fyrir kosningar. Svo sem eins og að fara að láta kjósa um það hvort að hugsanlega eigi að halda áfram þessu aðlögunar- og aðildarferli og síðan kjósa um það.
Engar gildishlaðnar spurningar, sem í öðru atkvæðinu væru svo látnar snúast um það hvort að fólk sé fylgjandi eða andsnúið þjóðaratkvæðagreisðlum.
Ef að á að fá fram hreint og heiðarlegt svar frá þjóðinni - þá gæti spurningin verið þannig.
Villt þú að íslensk stjórnvöld stefni að ESB aðild þjóðarinnar ? JÁ eða NEI
Ef meirihluti þjóðarinnar svaraði þessari spurningu játandi með yfirgnæfandi hætti þá væru efni til þess að stjórnvöld ættu að halda þessu aðildar- og aðlögunarferli áfram.
Annars ætti að slíta þessum ESB ferli þjóðarinnar fyrir fullt og fast.
Við eigum heldur aldrei að sætta okkur við að svona þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum eða einhverjum öðrum lögbundnum kosningum.
ESB aðildarmálið er það stórt og mikilvægt fyrir þjóðina að það á að vera aðalmálið og þjóðin þarf að takast á um það án þess að önnur mál séu viljandi eða óviljandi látin skyggja á það.
Eftir þannig alvöru umræðu óttast ég ekki annað en þjóðin muni með upplýstum hætti hafna ESB aðild.
Gunnlaugur I., 26.5.2013 kl. 15:16
Takk fyrir Gyssur Galan að benda mér á þessa síðu, Gyssur Galan. Ég hef oft haft miklar áhyggjur af skopskyni Íslendinga eftir að Jón Múli og Flosi Ólafs liðu undir lok. Mig grunar, að síðan gys.is sé á vegum Baggalúts, sem eru þeir fyndnustu hérlendis.
Austmann,félagasamtök, 27.5.2013 kl. 12:44
Gunnlaugur, spurningin "Vilt þú að íslensk stjórnvöld stefni að ESB aðild þjóðarinnar?" er of loðin. Sjáðu til, ef Katrín Jakobsdóttir hefði verið spurð að þessu fyrir rúmum mánuði síðan, þá hefði hún svarað: "Nei, VG stefnir alls ekki að ESB aðild þjóðarinnar. Hins vegar viljum við klára aðlögunar... úps, ég meina aðildarviðræðurnar og fá að sjá samninginn. Síðan myndum við setja þann samning (les: Lissabon-sáttmálann) í dóm þjóðarinnar með (óbindandi) þjóðaratkvæðagreiðslu".
Svo að spurningin verður að vera einfaldlega: "Viltu að Ísland verði aðildarríki ESB, Já eða Nei"?
Austmann,félagasamtök, 27.5.2013 kl. 12:52
Gunnlaugur, spurningin "Vilt þú að íslensk stjórnvöld stefni að ESB aðild þjóðarinnar ? JÁ eða NEI" er allt of loðin. Ef Katrín Jakobsdóttir hefði verið spurð að þessu fyrir rúmum mánuði, þá hefði hún svarað: "Nei, við í VG viljum ekki að íslenzk stjórnvöld stefni að ESB aðild, en við viljum klára aðlögunar... úps, ég meina aðlögunarviðræðurnar og fá að sjá samninginn (les: Lissabon-sáttmálann), og leggja hann síðan í (óbindandi) þjóðaratkvæðagreiðslu bla bla bla."
Spurningin þyrfti að vera svona: "Viltu, að Ísland verði aðildarríki ESB, Já eða Nei?" og/eða "Viltu slíta öllum aðildarviðræðum við ESB þegar í stað, Já eða Nei?"
Og, eins og þú segir sjálfur, ætti þannig atkvæðagreiðsla að vera eins síns liðs og ekki samhliða neinu öðru.
Austmann,félagasamtök, 27.5.2013 kl. 18:20
Eitthvað gerðist, þannig að sams konar athugasemd frá mér kom tvisvar. Sú fyrri virtist ekki hafa birzt fyrr en ég hafði skrifað hana aftur. Jæja, enginn skaði skeður.
Austmann,félagasamtök, 27.5.2013 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.