Leita í fréttum mbl.is

Brynja Halldórsdóttir lýsir vanda Grikkja

Brynja-HalldorsdottirAðhaldsaðgerðir Evrópusambandsins bitna illa á grískum almenningi. Verst setti hópurinn eru konur af erlendum uppruna. Öfgahópar vaða uppi.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í fróðlegu viðtali neiesb.is við Brynju Halldórsdóttur, en hún fór á ráðstefnu í Grikklandi nýverið þar sem fjallað var um aðhaldsaðgerðir Evrópusambandsins.

Í viðtalinu við NeiviðESB segir:

Brynja Halldórsdóttir og Bjarni Harðarson fóru á ráðstefnu í Aþenu síðustu helgi sem var haldin til þess að mótmæla andfélagslegum aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins.
 
Blaðamaður neiesb.is tók Brynju á létt spjall.
 
„Það sem ég komst að á ráðstefnuninni er að verst útsetti hópurinn í Grikklandi eru konur að erlendum uppruna. Bæði eru þær konur og eru útlendingar. Ég fór á rosalega góðan fund sem var almennt verið að tala um stöðu kvenna í Grikklandi. Kona sem var þelþökk talaði á fundinum en hún kom til Grikklands árið 1993 og varð heimilisþræll og strauk þaðan síðar. Hún fékk aðra vinnu en má ekki fara út og missti vinnuna afþví að hún kom á ráðstefnuna. Það eru mjög margar konur af erlendum uppruna í þessari stöðu. Eina leiðin til að fá einhverja vinnu er að selja sig, sem er mjög algengt, eða vera á heimilum, gleymdar sem þrælar í raun og veru og fá ekki að fara út.“, sagði Brynja og sagði ástandið hafa versnað mikið í kreppunni.
 
„Útlendingahatur hefur verið vandamál lengi og hefur blossað upp í kreppunni. Margir Grikkir telja að útlendingarnir taki störfin þeirra.“.
 
Brynja sagði að heilbrigðiskerfið í landinu væri í hræðilegu ásigkomulagi. Hún sagði að konur þyrftu að borga gríðarlega háar upphæðir fyrir að fæða á sjúkrahúsum og ef þær gætu ekki borgað fyrir það væru dæmi þess að börnin væru tekin af þeim þangað til að þær gætu borgað.
 
„Þetta ýtir auðvitað konum út í heimafæðingar en þær virðast vera ólöglegar í Grikklandi þar sem konur hafa verið handteknar fyrir þær.“.
 
Brynja segir fjármálin í Grikklandi í algjörum ólestri. „Grikkir virðast ekki vera að taka á rót vandans. Þeir skera niður algjörlega á vitlausum enda. Þeir eru með útblásna stjórnsýslu og hlífa henni, en skera niður í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Þeir eru í raun að skera niður þar sem þeir eru veikastir fyrir.“.
 
Brynja segir að aðhaldsaðgerðir Evrópusambandsins skili sér ekki til fólksins. Fólkið líði fyrir þær.

„Það er verið að taka svo mikið af fólkinu að það veldur varanlegum skaða. Þau eru ekki bara að taka á sig smávegis lífskjaraskerðingu heldur er þetta svo miklu miklu meira.“, segir Brynja og hefur áhyggjur af því að aðhaldsaðgerðirnar muni skaða Grikkland til frambúðar og hafa gríðarlega skaðleg áhrif.
 
Mikill vöxtur er á öfgastjórnmálaflokkum í Evrópu eftir að kreppan skall á, og er Grikkland engin undantekning en hún segir að fasistaflokkur Grikklands hafi fengið 6% fylgi í síðustu þingkosningum, en hann sé mikið á móti, konum, útlendingum og samkynhneigðum og mikið áhyggjuefni sé að um 60% lögregluþjóna þar í landi hafi kosið flokkinn.
 
Brynja segir ráðstefnuna hafa endað með því að ráðstefnugestir fóru í miðborg Aþenu og mótmæltu aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband