Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð segir krónuna og fiskinn bjargvætti

SigmundurSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir krónuna vera einn þeirra þátta sem hefur hjálpað Íslandi út úr kreppunni og að nýta eigi áfram þá möguleika sem krónan veitir til bjargar út úr þeim erfiðleikum sem enn blasa við.

Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun.

Í þættinum undirstrikaði Sigmundur einnig mikilvægi neyðarlaganna svokölluðu á sínum tíma. Þá sagði Sigmundur að með sjálfstæðum gjaldmiðli, þ.e. krónunni, væri hægt að leysa mun betur en ella þann vanda sem fylgir svokallaðri snjóhengju, þ.e. þann vanda sem krónueign erlendra aðila skapar.

Í þættinum undirstrikaði Sigmundur einnig hversu mikilvægar fiskveiðar og fiskvinnsla væru Íslendingum og að góður gangur í þeim atvinnugeirum væru einnig að hjálpa Íslendingum út úr kreppuvandanum.

Sem sagt: Sjálfstæður gjaldmiðill og trygg yfirráð landsmanna yfir fiskveiðiauðlindinni eru grundvallaratriði sem við eigum ekki að gefa eftir í samskiptum við aðrar þjóðir. Það er lífsspursmál að þjóðin geti notið afraksturs fiskveiðiauðlindarinnar sem best, hér eftir sem hingað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Skemmtilegt og gott viðtal við Sigmund....annars að efnahagnum..við Íslendingar þurfum bara taka til í okkar fyrirtækjum...reka þetta eins og á að reka fyrirtæki...ekki skuldsetja of mikið.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 30.6.2013 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 314
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 1188531

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 2171
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband