Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð segir aðildarviðræður nú algjörlega út í hött

SigmundurÍ fróðlegu viðtali á Sprengisandi Bylgjunnar nú fyrir hádegi sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í raun að aðildarviðræður við ESB væru algjörlega út í hött. Þjóðin er á móti aðild, þingið sem þjóðin kaus er á móti aðild og ríkisstjórnin sem kjósendur kusu til valda er á móti aðild.

Aðspurður um hvort ekki þyrfti að ganga hreinlegra til verks gagnvart ESB minnti Sigmundur á að Svisslendingar hefði verið með umsókn að ESB í frysti í nokkra áratugi. Þótt það taki nokkra mánuði að ganga frá þessum málum hér á landi þurfa menn því ekki að fara af hjörunum.

Þá hefði sú aðferð sem síðasta ríkisstjórn viðhafði við umsóknar- og aðildarferlið verið fyrir neðan allar hellur. Það þýddi ekki, eins og síðasta ríkisstjórn gerði, að senda inn umsókn og bíða svo eftir tilboði um samning. Það væri mjög óeðlilegur gangur í aðildarferlinu. Það yrði að vera svo að þegar umsókn væri send inn þá meintu menn eitthvað með því, ekki hvað síst ríkisstjórnin, og það yrði að vera ríkur vilji til þess meðal þjóðarinnar og stjórnmálaaflanna að ganga í ESB. Slíku hefði ekki verið til að dreifa í tilviki fyrri ríkisstjórnar og því væri síður en svo til að dreifa nú.

Það þarf vilja þjóðar, þings og ríkisstjórnar til að endurvekja aðildarumsóknina eins og Vinstrivaktin segir í pistli.

Sigmundur hittir Barroso aðalframkvæmdastjóra ESB um miðjan næsta mánuð og mun þá gera honum nánari grein fyrir stöðunni.

Sigmundur ítrekaði að núverandi stjórnarflokkar vildu ekki að Ísland yrði aðili að ESB og að í stjórnarsáttmálanum stæði að ef til þess kæmi að halda ætti viðræðum áfram þá yrði slíkt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrst.

Sá tími er ekki kominn - og það er ekkert sem bendir til þess að hann komi á næstunni þar sem ríkisstjórnin og þjóðin eru á móti aðild að ESB.

Sigmundur bætti því svo við að sérfræðingar efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD teldu það mjög óhentugt fyrir Íslendinga að standa í aðildarviðræðum nú.

Í lokin sagði Sigmundur að það yrði í hæsta máta hjákátlegt að vera að standa í viðræðum við ESB þegar sambandið hótaði okkur refsiaðgerðum vegna makrílveiða.

Það yrðu ámóta ólögmætar refsiaðgerðir og hryðjuverkastimpillinn sem Bretar settu á okkur í október 2008 sem kostuðu íslenskt þjóðarbú ómælda fjármuni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 1741
  • Frá upphafi: 1176914

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband