Leita í fréttum mbl.is

Leynilegri skýrslu lekið sem segir að suðurevrusvæðið sé að bresta

Suður-Evrópa er að bresta efnahagslega. Viðbrögð evruríkjanna við skuldakreppunni þar hafa ekki skilað árangri. Endurreisn efnahags þessara ríkja hefur ekki orðið að veruleika. Skuldahlutfallið hækkar hratt. Pólitísk samstaða um aðhaldsaðgerðir er að splundrast í nær öllum evruríkjum.

Þetta kemur nýlega fram á Evrópuvaktinni, þar sem vitnað er í grein í Daily Telegraph eftir alþjóðlegan viðskiptaritstjóra blaðsins, Ambrose Evans-Pritchard. Á Evrópuvaktinni segir m.a. ennfremur:

Skýrsla sem tekin hefur verið saman á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og lekið hefur verið til fjölmiðla sýni að Grikkir séu ekki að ná þeim markmiðum, sem samið hafi verið um og að það muni miklu. Í skýrslunni sé því haldið fram, að Grikki skorti vilja og getu til að innheimta skatta. Raunveruleikinn sé hins vegar sá, að stjórnvöld í Aþenu nái ekki umsömdum markmiðum vegna þess að efnahagslífið sé í frjálsu falli og ástæðan fyrir því sé sú að of langt hafi verið gengið í aðhaldi. Grísk hugveita segir að samdráttur í efnahagslífi verði 5% á þessu ári. Í einkasamtölum við blaðamenn segja forráðamenn hugveitunnar að samdrátturinn verði nær 7%. Fréttir um aukinn stöðugleika í Grikklandi sé blekking.

Efnahagskrísan á Ítalíu sé vaxandi. Skuldastaðan sé komin í 129% miðað við verga landsframleiðslu. Það sé meira en ríki án eigin gjaldmiðils geti ráðið við. Samanlagður efnahagslegur samdráttur á Ítalíu frá árinu 2007 stefni í 10%. Þetta þýði að Ítalía sé í kreppu. Sá gjaldmiðill sem Ítalir notist við þyrfti að lækka um 20-30%.

Á Spáni sé komið upp stórfellt pólitískt hneyksli, sem Lýðflokkurinn geti ekki lengur lokað augunum fyrir. Flokkurinn geti ekki lengu fylkt þjóðinni að baki sér í aðhaldspólitík. Spænska dagblaðið El Mundo segir að andrúmsloftið á Spáni einkennist í vaxandi mæli af þvi að „bylting“ sé í aðsigi.

Portúgal er á fallanda fæti. Efnahagslægð sem nú nemi 3% dragi úr skatttekjum. Þess vegna nái stjórnvöld ekki settum markmiðum. Heildarskuldir Portúgala nemi 370% af vergri landsframleiðslu. Opinberar skuldir séu komnar í 123% af vergri landsframeiðslu. Fjölmiðlar í Portúgal haldi því fram að Evrópusambandið vinni nú í leynd að öðru björgunarláni fyrir Portúgal.

Þetta er pólitískt jarðsprengjubelti segir í grein Evans-Pritchard. Nýtt neyðarlán yrði að fara fyrir þýzka þingið. Ef það gerðist fyrir kosningar yrðu skilyrðin grimmdarleg.

Nú sé spurningin hvort forráðamenn evruríkjanna viðurkenni í fyrsta sinn að skattgreiðendur verði að taka á sig kostnað til að halda gjaldmiðilsbandalaginu saman. Hingað til hafi allt byggzt á lánum.

Á sama tíma hafi ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna um að draga úr kaupum á markaði haft þau áhrif að lántökukostnaður ríkja í Evrópu hafi hækkað um 70 púnkta. Raunvextir fari stórhækkandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband