Leita í fréttum mbl.is

Aðlögunferlið felur í sér aðlögun að ESB áður en samningur er undirritaður

Þegar lesin er lýsing ESB á því hvað umsókn að ESB felur í sér verður varla dregin önnur ályktun en sú að umsóknarferli feli í sér aðlögun að regluverki ESB og að umsóknarríkið eigi að uppfylla aðildarsamninginn fyrir undirritun.

Þetta sést þegar skoðuð er vefsíða á vegum ESB. Í tilviki Íslands var því með aðlögunarferlinu verið að þvinga Ísland inn í ESB án þess að þjóðin hefði verið spurð að slíku.

Umrædd vefsíða ESB er hér:

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/steps-towards-joining/index_en.htm


Brot af þessu hefur verið birt áður, en hér er lausleg þýðing á öllum textanum, að öðru leyti en því sem fjallar um löndin á Balkanskaga.

Það væri kannski ráð fyrir fréttamenn Ríkisútvarpsins og yfirmenn þeirrar stofnunar að kynna sér þessa síðu.

Skref í átt að aðild


Ferli aðildar að ESB (aðlögun) felst í stórum dráttum í þremur skeiðum:

1. Þegar land er reiðubúið verður það opinber umsækjandi (e. candidate) að aðild – en þetta felur samt ekki nauðsynlega í sér að formlegar samningaviðræður hafa verið opnaðar. (Athugasemd þýðanda: Hér er áhersla á að land sé reiðubúið.)

2. Umsækjandinn fer í formlegar aðildarsamningaviðræður, sem er ferli sem felur í sér upptöku þeirra laga sem eru í gildi í ESB, undirbúning þess að vera í almennilegri aðstöðu til að nota lögin og beita þeim, og auk þess að innleiða lögfræðilegar, stjórnsýslulegar og efnahagslegar umbætur sem landið verður að innleiða til þess að geta uppfyllt skilyrði um aðild, en þetta er þekkt sem aðlögunarskilyrði.


3.
Þegar samningaviðræðum og meðfylgjandi umbótum er lokið að mati beggja aðila getur landið orðið aðili að ESB.


Aðildarsamingaviðræður – í smáatriðum


Samningaviðræður um aðild geta ekki hafist fyrr en allar ríkisstjórnir ESB hafa samþykkt, með einróma ákvörðun ráðs Evrópusambandsins, ramma eða umboð til samninga við umsóknarlandið.Samningaviðræður eiga sér stað á milli ráðherra og sendiherra ríkisstjórna ESB og umsóknarlandsins á vettvangi sem kallaður er milliríkjaráðstefna (intergovernmental conference).

Samningaviðræður fyrir hvern kafla byggjast á eftirfarandi atriðum:

1. Skimun – framkvæmdastjórnin framkvæmdir nákvæma skoðun, ásamt umsóknarlandinu, á hverju málefnasviði (kafla), til þess að ákvarða hve vel landið er undirbúið. Niðurstöður úr skimun undir hverjum kafla birtir framkvæmdastjórnin hverju aðildarlandi í formi skimunarskýrslu. Niðurstaða þessarar skýrslu eru síðan meðmæli framkvæmdastjórnarinnar um að annað hvort hefja samningaviðræður beint eða meðmæli um að krefjast þess að sérstök skilyrði – opnunarviðmið – verði uppfyllt.

2. Samningastaða – áður en samningaviðræður geta hafist verður umsóknarlandið að greina frá stöðu sinni og ESB verður að fallast á sameiginlega stöðu. ESB setur lokunarviðmið fyrir flesta kafla sem umsóknarlandið verður að uppfylla áður en samningaviðræðum á viðkomandi málefnasviði er hægt að loka. Fyrir kafla 23 og 24 leggur framkvæmdastjórnin til að í framtíðinni verði þessir kaflar opnaðir á grunni aðgerðaáætlana, með tímabundin viðmið sem verður að uppfylla á grunni innleiðingar áður en lokunarviðmið eru sett.

Hraði samningaviðræða ræðst síðan af hraða umbóta og því hve fljótt ríki aðlagast lögum ESB. Lengd samningaviðræðna getur verið breytileg – það að ríki byrji á sama tíma er engin trygging fyrir því að þau ljúki samningaviðræðum á sama tíma.


Að ljúka samningaviðræðum

1. Einstökum köflum lokað

Samningaviðræðum um einstaka kafla er ekki hægt að loka fyrr en allar ríkisstjórnir í ESB eru sáttar við framför umsóknarríkis á því málasviði sem kaflinn fjallar um, eins og slíkt kemur fram í greiningu af hálfu framkvæmdastjórnarinnar. Samningaferlinu í heild sinni er svo ekki lokið fyrr en öllum köflum hefur verið lokað. 2. Aðlögunarsamningur

Aðlögunar(accession)samningurinn er það sem límir saman aðild landsins að ESB. Hann felur í sér sundurliðuð ákvæði og skilyrði fyrir aðild, öll bráðabirgðaákvæði og fresti, og auk þess nákvæma lýsingu á fjárhagslegum skuldbindingum og fyrirvörum.

Samningurinn er ekki endanlegur og bindandi fyrr en hann:


o
hlýtur stuðning ESB-ráðsins, framkvæmdastjórnarinnar og Evrópuþingsins

o er undirritaður af umsóknarlandinu og fulltrúum allra ESB-landa

o er fullgiltur af umsóknarlandinu og hverju einstöku ESB-landi, samkvæmt þeirra eigin stjórnarskrárreglum (afgreiðslu þings, þjóðaratkvæðagreiðslu, o.s.frv.) 3. Land í samþykktarferli
Þegar samningur hefur verið undirritaður, gerist umsóknarland land í samþykktarferli. Þetta felur í sér að gert er ráð fyrir að það verði fullgildur aðili að ESB á þeim degi sem tilgreindur er í samningi, að því gefnu að samningurinn hafi verið fullgildur. Í millitíðinni nýtur umsóknarlandið kosta sérstaks fyrirkomulags, svo sem þess að geta gert athugasemdir við drög að tillögum ESB, samskipti, tilmæli eða frumkvæði, og vera í virkri áheyrnarstöðu í stofnunum ESB og stjórnsýslueiningum (aðildarlandið hefur leyfi til að tjá sig en ekki greiða atkvæði). Svo er í lokin fjallað um atriði sem snerta löndin á Balkanskaga, en því er sleppt hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæl Hreifingin, Norðmenn gráta sárann yfir öllu þessu ESB ÖES  og allt það og meinar ALMENNINGUR að lítið fari fyrir einhverjum sætindum frá þessum risabáknum, heldur sé það neikvæða allsvakalegt með allskonar betlara dópista, dópsali í þúsundatali,morðinga,venjulega vasaþjófa, innbrota í heimahús, verktaka sem borga 20-30 € á tíman fyrir erfiðis og hættuvinnu,olíuþjófum verktaka og þungaflutnings bílstjóra sem ekki virða nein lög og borga ekki skatta og þetta eru norskir Norðmenn og gugna undan í útboðum að sjálfsögðu-((-20€-stolin olía,stolin verfæri og alment djöfuls mafía yfirgangur sem ekki er hægt að undirbjóða skyljanlega.. Og nú svo góðu gröfumenn fá ekki vinnu vegna þess að þessi líður borgar 20€ á tíman. Allir geta (og sem vilja)!! geta séð að þetta erum við að fá líka. Norsararnir felldi inngöngu, en samt er verið að pota þeim inn bakveginn eins og hér!! Hvenar verðum við strákarnir OF þreittir á þessu og hendum þessu pakki og reglum út í sjó í ALVÖRU?

Eyjólfur Jónsson, 18.7.2013 kl. 13:34

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta var vitað frá degi eitt en ríkisstjórn jóhönnu vildi blekkja okkur svo haldið var áfram á ligabrautinni þar til þau voru dissuð. Viðræðum hefir verið hætt og þær munu ekki byrja aftur. eða hvað.

Valdimar Samúelsson, 18.7.2013 kl. 15:42

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það má lesa það í umsóknar-fundarsamþykkt ríkisstjórnarinnar frá vorinu 2009, á alþingisvefnum, að ekki verður bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla, þegar samningsviðræðum (aðildar-samnings-viðræðum) er lokið. Það er alveg skýrt. Einungis verður ó-bindandi skoðanakönnun.

Þess vegna er það marklaust hjal hjá þeim sem fullyrða að þjóðin fái að kjósa um samning sem liggi á borðinu.

Heiðarleikinn er líklega ekki eins vel launaður og blekkinga-lygavefurinn.

Þeir fá líklega vel greitt fyrir blekkingarnar, sem fullyrða þau ósannindi, að þjóðin hafi eitthvað um það að segja eftir lok aðildar-samningsgerðar, hvað hún vill.

Sumir vilja græða á öllu. Það skiptir þá ekki máli hverjum það bitnar á, ef þeir fá bara sín sérréttindi, fyrir að ljúga að almenningi.

Skattborgara-þrælarnir eiga ekki neinn atkvæðisrétt í hugum þessara sölumanna ESB.

Þessi óheiðarleika-áróður segir allt um EES/ESB, og þann tvískinnung sem þar fær að þrífast. Yfirmenn ESB vita um þessar blekkingar, en vilja þó halda áfram þessari vegferð. Mannréttindi á pappír en ekki í raun.

Spillingin á Íslandi mun ekki hverfa við að ganga í ESB, heldur mun hún aukast. Það kemur enginn frelsandi engill frá stóra-bróður-ESB-fílabeins-musterinu, og tekur til í spillingunni á Íslandi. Það þurfum við að gera sjálf.

ESB þarf líka að taka til í sínum óreglu-rugl-höfuðstöðvum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.7.2013 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 309
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 2390
  • Frá upphafi: 1188526

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 2167
  • Gestir í dag: 257
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband