Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki Evrópu er ríki í sambandinu

Seðlabanki Evrópu er líklega sjálfstæðasti og valdamesti seðlabanki í heiminum. Samt er lítið vitað hvernig veigamestu ákvarðanir eru teknar þar á bæ og fundargerðir um vaxtaákvarðanir hafa ekki verið birtar. Nú vilja tveir fulltrúar í stjórn Seðlabanka Evrópu breyta þessu og birta fundargerðir um vaxtaákvarðanir.

Seðlabanki Evrópu á að stuðla að stöðugleika í verðlagi og vera sjálfstæður, en það er skrifað í sáttmála sambandsins. Stjórnendur bankans hafa síðan sjálfir útfært þetta þannig að bankinn eigi að fylgja verðbólgumarkmiði sem felur í sér að verðbólgan verði minni en samt sem næst 2%. Þar sem þessir hlutir eru skrifaðir í sáttmála Evrópusambandsins verður þeim málum ekki breytt með neinum lögum. Reyndar er bankastjóri Seðlabanka Austurríkis þeirrar skoðunar að lagagrundvelli Seðlabanka Evrópu sé varla hægt að breyta (sjá hér). Hann bætir því við að fræðilegur grundvöllur Seðlabanka Evrópu byggi á sömu hagfræðikenningum og réðu ferðinni í fjármálaheiminum í aðdraganda bankahrunsins en þá trúðu ríkjandi stefnumótendur staðfastlega á frjálsa og nánast óhefta markaði sem áttu að virka fullkomlega. Við vitum hvert það leiddi okkur árið 2008, en Evrópa er enn að súpa seyðið af þeim ógöngum.

Ósk tveggja stjórnenda evrópska seðlabankans byggir á því að aukið gagnsæi muni bæði auka virkni og trúverðugleika peningastefnu bankans. Þeir eiga þó við ramman reip að draga þar sem þessi lokaða hefð sem umvafið hefur Seðlabanka Evrópu á djúpar rætur í þýska seðlabankanum, en vinnubrögð þar hafa að ýmsu leyti verið fyrirmynd í þeim evrópska. Þeir sem aðhyllast þýsku viðhorfin vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir að fundargerðir um vaxtaákvarðanir verði birtar, því þeir óttast að þá muni skapast sú hætta að hægt verði með hagsmunapoti að hafa áhrif á fulltrúa einstakra landa í stjórn bankans.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu.

Evrópuvaktin skrifaði nýlega um þetta, en auk þess má sjá umfjöllun um þetta í Europaportalen.

Sjá einnig síðu Seðlabanka Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 311
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 2392
  • Frá upphafi: 1188528

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband