Leita í fréttum mbl.is

Seđlabanki Evrópu er ríki í sambandinu

Seđlabanki Evrópu er líklega sjálfstćđasti og valdamesti seđlabanki í heiminum. Samt er lítiđ vitađ hvernig veigamestu ákvarđanir eru teknar ţar á bć og fundargerđir um vaxtaákvarđanir hafa ekki veriđ birtar. Nú vilja tveir fulltrúar í stjórn Seđlabanka Evrópu breyta ţessu og birta fundargerđir um vaxtaákvarđanir.

Seđlabanki Evrópu á ađ stuđla ađ stöđugleika í verđlagi og vera sjálfstćđur, en ţađ er skrifađ í sáttmála sambandsins. Stjórnendur bankans hafa síđan sjálfir útfćrt ţetta ţannig ađ bankinn eigi ađ fylgja verđbólgumarkmiđi sem felur í sér ađ verđbólgan verđi minni en samt sem nćst 2%. Ţar sem ţessir hlutir eru skrifađir í sáttmála Evrópusambandsins verđur ţeim málum ekki breytt međ neinum lögum. Reyndar er bankastjóri Seđlabanka Austurríkis ţeirrar skođunar ađ lagagrundvelli Seđlabanka Evrópu sé varla hćgt ađ breyta (sjá hér). Hann bćtir ţví viđ ađ frćđilegur grundvöllur Seđlabanka Evrópu byggi á sömu hagfrćđikenningum og réđu ferđinni í fjármálaheiminum í ađdraganda bankahrunsins en ţá trúđu ríkjandi stefnumótendur stađfastlega á frjálsa og nánast óhefta markađi sem áttu ađ virka fullkomlega. Viđ vitum hvert ţađ leiddi okkur áriđ 2008, en Evrópa er enn ađ súpa seyđiđ af ţeim ógöngum.

Ósk tveggja stjórnenda evrópska seđlabankans byggir á ţví ađ aukiđ gagnsći muni bćđi auka virkni og trúverđugleika peningastefnu bankans. Ţeir eiga ţó viđ ramman reip ađ draga ţar sem ţessi lokađa hefđ sem umvafiđ hefur Seđlabanka Evrópu á djúpar rćtur í ţýska seđlabankanum, en vinnubrögđ ţar hafa ađ ýmsu leyti veriđ fyrirmynd í ţeim evrópska. Ţeir sem ađhyllast ţýsku viđhorfin vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir ađ fundargerđir um vaxtaákvarđanir verđi birtar, ţví ţeir óttast ađ ţá muni skapast sú hćtta ađ hćgt verđi međ hagsmunapoti ađ hafa áhrif á fulltrúa einstakra landa í stjórn bankans.

Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţessu.

Evrópuvaktin skrifađi nýlega um ţetta, en auk ţess má sjá umfjöllun um ţetta í Europaportalen.

Sjá einnig síđu Seđlabanka Evrópu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 40
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 2003
  • Frá upphafi: 1176857

Annađ

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 1825
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband