Leita í fréttum mbl.is

Samningahóparnir verkefnalausir og umboðslausir og því eðlilegt að leysa þá upp

Samningahóparnir um aðild að ESB hafa flestir hverjir verið verkefnalausir í mjög langan tíma og eru nú klárlega algjörlega umboðslausir. Því er eðlilegt að þeir verði leystir upp. Snúum okkur að öðru og þarfara!

Eyjan.is fjallar um málið  - og og einnig visir.is.

Sjá umfjöllun á Eyjunni.is (lesendum er þó bent á að sneiða hjá dónalegustu athugasemdum sem fylgja með):

Utanríkisráðherra íhugar að að leysa samninganefndina sem skipuð var til að leiða aðildarviðræður við Evrópusambandið og einstaka samningahópa frá störfum. Það gerir hann á grundvelli lögfræðiálits þar sem því er haldið fram að þingsályktun Alþingis bindi ekki hendur ríkisstjórnarinnar.

Á fundi utanríkismálanefndar í morgun lagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fram lögfræðilega álitsgerð vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að stöðva frekari vinnu samninganefndar og –hópa.

Álitsgerðin, sem unnin er af lögfræðingum utanríkisráðuneytisins, var unnin í kjölfar fyrirspurnar þriggja nefndarmanna í utanríkismálanefnd, sem óskuðu eftir að skýrð væru “þau stjórnskipulegu valdmörk sem framkvæmdarvaldinu eru sett gagnvart ferli umsóknar um aðild að Evrópusambandinu” samkvæmt ályktun Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Í álitsgerðinni er fjallað um lagalega þýðingu þingsályktana í þeim skilningi hvort þær geti haft bindandi áhrif. Niðurstaða hennar er sú að þingsályktanir sem ekki byggjast á sérstakri heimild í lögum eða stjórnarskrá bindi stjórnvöld ekki umfram það sem af þingræðisvenjunni leiðir.

Í bréfi til utanríkismálanefndar sem fylgir álitsgerðinni segir utanríkisráðherra að ályktun sú sem vísað sé til hafi verið samþykkt af öðrum þingmeirihluta er nú situr. Núverandi stjórnarflokkar hafi báðir haft á stefnuskrá sinni að gera hlé eða hætta þeim viðræðum sem ályktunin fjallar um og augljóst var fyrir kosningarnar að þeir stæðu henni ekki að baki. Að fengnu þessu áliti verði ríkisstjórnin því ekki talin bundin af að fylgja þessari ályktun eftir. Af sjálfu leiði að sama gildi um heimildir ráðherra til að víkja frá því skipulagi sem vísað var til í nefndaráliti með þingsályktunartillögunni.

Utanríkisráðherra hefur tilkynnt utanríkismálanefnd að hann íhugi nú að leysa upp samninganefndina, en í bréfi hans til nefndarinnar segir:

Að fengnu þessu áliti hef ég ákveðið að taka til skoðunar að leysa samninganefndina og -hópana frá störfum til að þeir semm þar hafa setið geti snúið sér að öðrum verkefnum.

Álitsgerðina og bréf utanríkisráðherra má nálgast á vef utanríkisráðuneytisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 232
  • Sl. viku: 1771
  • Frá upphafi: 1186378

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1552
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband