Leita í fréttum mbl.is

Heimssýn hvetur til þess að viðræðum við Evrópusambandið verði formlega hætt

Heimssýn hefur sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að viðræðum við ESB verði hætt með formlegum hætti. Jafnframt minnir Heimssýn á að afstaða og gögn æðstu stofnana ESB sýni að ESB líti á viðræðurnar sem hreinar og klárar aðlögunarviðræður.

Ályktunin hljóðar svo:

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hvetur stjórnarflokkana til þess að standa við stefnu sína um að hætta formlega aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Heimssýn hvetur einnig utanríkisráðherra til þess að sýna áfram staðfestu í málinu.

Nú hefur verið sannað að um er að ræða aðlögunarferli en ekki könnunarviðræður eins og oft hefur verið haldið fram. Sú staðreynd að IPA-styrkirnir hafa verið stöðvaðir af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leið og ferlið var stöðvað sýnir að þeir voru ætlaðir til þess að laga íslenska stjórnsýslu að lögum og reglum sambandsins.

Enn fremur segir Evrópusambandið sjálft að um aðlögunarferli er að ræða. Evrópusambandið hefur gefið út rit um stækkunarstefnu sambandsins. Þar segir um meintar „aðildarviðræður“:

„Hugtakið samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðildarsamningaviðræður miða fyrst og fremst við forsendur og tímasetningu fyrir samþykkt, framkvæmd og beitingu umsóknarríkis á Evrópusambandsgerðum – um það bil 100.000 blaðsíðum. Þessar gerðir eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki snýst þetta í grundvallaratriðum um það að fallast á hvenær og hvernig skuli innleiða reglur og starfshætti Evrópusambandsins. “ (upprunalegan texta má finna hér - neðst í vinstri dálki bls. 9) 

Á þessum texta sést að hér er um hreinar og klárar aðlögunarviðræður að ræða, eins og framkvæmdastjórn ESB hefur staðfest með því að fella niður IPA-styrkina.

Heimssýn áréttar að það beri að hætta viðræðum formlega við Evrópusambandið sem fyrst.


mbl.is Hvetja ráðherra að sýna áfram staðfestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 273
  • Sl. sólarhring: 348
  • Sl. viku: 2753
  • Frá upphafi: 1164960

Annað

  • Innlit í dag: 236
  • Innlit sl. viku: 2365
  • Gestir í dag: 217
  • IP-tölur í dag: 216

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband