Leita í fréttum mbl.is

Gallar í regluverki Evrópusambandsins

Orsakir bankahrunsins á Íslandi og þau vandamál sem hafa komið upp í íslensku samfélagi í kjölfarið eiga sér ekki eingöngu staðbundnar rætur. Að mati rannsóknarnefndar Alþingis eru ýmsir annmarkar á löggjöf Evrópusambandsins og umgjörð hennar sem hafa átt sinn þátt í að skapa þær aðstæður sem leiddu til bankahrunsins.

Svo hljóðar upphafið á kafla 21.4.9 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir og aðdraganda falls ísensku bankanna.  

Síðan segir í skýrslunni:

Tilskipanir Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana byggja á meginreglunni um gagnkvæma viðurkenningu sem felur efnislega í sér að aðildarríkjum er skylt að viðurkenna starfsleyfi lánastofnana annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins. Lánastofnanir geta þannig sett upp útibú í öðrum aðildarríkjum og stundað þar starfsemi á grundvelli starfsleyfis í heimaríki sínu. Það var á grundvelli þessarar reglu um gagnkvæma viðurkenningu sem íslensk fjármálafyrirtæki stofnuðu útibú erlendis og fóru að stunda þar ýmiss konar starfsemi, eins og móttöku innlána frá almenningi, útlánastarfsemi og verðbréfaviðskipti af ýmsum toga.

Nánar um þetta í rannsóknarskýrslunni - hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 137
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 962
  • Frá upphafi: 1117854

Annað

  • Innlit í dag: 128
  • Innlit sl. viku: 855
  • Gestir í dag: 125
  • IP-tölur í dag: 125

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband