Leita í fréttum mbl.is

Evrukreppan breiđist út - nú til Slóveníu

Nú er ţađ komiđ á daginn sem fjölmiđlar sögđu fyrir allnokkru: Evrukreppan hefur skotiđ rótum í Svóveníu. Bankar ţar eru í vaxandi vandrćđum og nú fer ţađ ekki fram hjá fjölmiđlum ađ ráđherrar evruríkjanna hafa af ţessu verulegar áhyggjur.

Hér eru tvö ágćt komment um ţessa frétt sem birtist á Eyjunni - sjá neđst:

Jóhannes Björn · Virkur í athugasemdum · Vinnur hjá Sjálfstćđur

Evran er hreinlega búin ađ ganga frá hagkerfum ríkja S-Evrópu og gömlu kommúnistaríkin eru í vondum málum. Núverandi kerfi stenst ekki og róttćkar breytingar geta ekki veriđ langt undan. Ţegar heilar kynslóđir upplifa 50 - 60% atvinnuleysi hljómar "einn fyrir alla og allir fyrir einn" frekar innantómt. Ég er enginn sérstakur andstćđingur ESB en sé ađ ţessi tilraun međ sameiginlegan gjaldmiđil gjörólíkra hagkerfa hefur mistekist herfilega.

Einar Björn Bjarnason · Virkur í athugasemdum · University of Lund

Ţetta er krísa sem hefur veriđ ađ smá ágerast sl. 3 ár. En eins og löndin í kring er ţađ statt í viđvarandi kreppuástandi. Slćmum lánum hefur fariđ fjölgandi í bankakerfinu jafnt og stöđugt. Vandinn stefnir í ađ verđa stćrri en ríkiđ rćđur viđ ađ fjármagna. Ţarna var samt engin risa-bankabóla. Landiđ hefđi ráđiđ viđ ástandiđ, ef ţađ hefđi veriđ nokkur hin minnsta von um viđsnúning til kröftugs hagvaxtar - ţessi ár, eđa fyrirsjáanlega í náinni framtíđ. En 0,1-0,5% er ekki nóg.

 

Eyjan.is segir svo frá:

 

Fjármálaráđherrar evruríkjanna eru sagđir vera ađ íhuga hvort Slóvenía ţurfi á fjárhagsađstođ ađ halda til ađ koma bönkum landsins á lygnan sjó. Fjármálaráđherrar evruríkjanna funda í dag föstudag og ţar munu málefni Slóveníu verđa til umrćđu.

Fjármálaráđherra Slóveníu, Uros Cufer, mun vćntanlega á fundinum kynna starfsbrćđrum sínum fjárhagsstöđu Slóveníu sem hefur fariđ versnandi síđustu mánuđi ađ sögn Der Spiegel. Samdráttur er í efnahagslífi landsins og stjórnvöld hafa átt í erfiđleikum međ ađ halda fjárlagahallanum innan ţeirra ţriggja prósenta af vergri landsframleiđslu sem krafist er af evruríkjunum.

Slóvenía var fyrsta fyrrum ríki Júgóslavíu til ađ ganga í NATO og ESB og var eitt sinn lofsungiđ sem fyrirmyndarríki fyrir önnur fyrrum kommúnistaríki sem reyndu ađ koma á efnahagskerfi byggđu á frjálsum markađi. En svo virđist sem landiđ hafi spennt bogann of hátt og ađ lífsmáti landsmanna hafi ađ mestu veriđ byggđur á lánsfé.

Í síđustu viku tilkynntu stjórnvöld í Slóveníu ađ ţau myndu taka yfir tvo litla einkabanka og ábyrgjast starfsemi ţeirra. Ríkissjóđur lagđi ţeim til 1,3 milljarđa evra til ađ hćgt vćri ađ stand viđ skuldbindingar ţeirra. Seđlabankastjóri landsins sagđi ţetta gert til ađ forđa öđrum bönkum í landinu frá áhlaupi.

Ţessir tveir bankar eiga ađeins 4,4 prósent af eignum allra banka í Slóveníu en sérfrćđingar á fjármálamarkađi telja ađ vandinn sé miklu meiri í landinu en áđur hefur veriđ taliđ og ađ hugsanlega séu ´slćm lán´ slóvenskra banka rúmlega 7 milljarđar evra.

Handelsblatt hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum ađ Seđlabanki Evrópu verđi líklega ađ veita slóvenskum bönkum neyđarlán eins og kýpverskum bönkum í undanfara björgunarpakka ESB til handa Kýpur í mars.

Stjórnvöld í Ljubljana vilja fyrir alla muni forđast ađ verđa fimmta evrulandiđ til ađ fá alţjóđlega ađstođ til ađ halda fjármálakerfinu og ríkisrekstrinum gangandi en ţađ hafa Grikkland, Írland, Portúgal og Kýpur ţurft ađ gera og hafa ţurft ađ skera útgjöld ríkisins mikiđ niđur og hćkka skatta. Spánverjar hafa einnig fengiđ neyđarlán hjá ESB fyrir bankakerfiđ en hafa ekki enn ţurft ađ fá lán til ađ halda rekstri hins opinbera gangandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 2109
  • Frá upphafi: 1188245

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1919
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband