Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Bretum að við séum betur sett utan ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir litlar þjóðir ráða litlu í ESB og að yfirráðin yfir auðlindum landsins flyttust til Brussel með aðild. Við erum betur sett utan ESB, segir Sigmundur.

Mbl.is segir svo frá þessu:

Ef við værum í Evrópusambandinu hefðum við vissulega sæti við borðið. En eins og við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hafa lítil ríki ekki mikið að segja um niðurstöðuna þó þau eigi sæti við borðið. Við stæðum þá frammi fyrir því að þurfa að fylgja ákvörðunum sem teknar væru í Brussel varðandi okkar mikilvægustu náttúruauðlindir.“

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í samtali við Jeff Randall á Sky-sjónvarpsstöðinni fyrir helgi. Hann tók sem dæmi að Ísland ætti í fiskveiðideilu við Evrópusambandið um makríl og hefðu Íslendingar verið þar innanborðs hefði sambandið einfaldlega farið sínu fram. Þrátt fyrir galla íslensku krónunnar hefði hún leikið lykilhlutverk í því að þoka efnahagslífinu í rétta átt og stuðlað að auknum útflutningi og ferðaþjónustu. Þannig hefði ítrekað sýnt sig að það hefði verið lykilatriði við að koma Íslandi út úr krísunni að fara með stjórn eigin mála og geta tekið ákvarðanir úr frá íslenskum hagsmunum. Samtímis hefðu vandamál evrusvæðisins ekki gert það eftirsóknarvert að verða hluti þess.

„Það sem við höfum orðið vitni að undanfarin ár á meðan þessi efnahagskrísa hefur gengið yfir er að ríkjum getur gengið mjög vel utan Evrópusambandsins og ríki geta lent í miklum erfiðleikum með aðstoð sambandsins. En þess utan vil ég leggja áherslu á að við viljum vitanlega halda nánu sambandi við Evrópusambandið og evrópsk ríki. Við erum að auka viðveru okkar í Brussel og viljum vinna með sambandinu varðandi sjávarútvegsmál og málefni Norðurslóða en ég tel að við getum gert það betur utan þess,“ sagði Sigmundur.


mbl.is Ekki nóg að eiga sæti við borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 2109
  • Frá upphafi: 1188245

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1919
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband